Rúnar: Höfum engu gleymt Árni Jóhannsson skrifar 28. júlí 2024 21:47 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar, í sólinni á Hlíðarenda Vísir/Anton Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum mjög ánægður með sigur sinna manna á Val á heimavelli í kvöld. Leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 4-1 og náðu Framarar að minnka muninn á liðin í efri hlutanum með sigrinum í kvöld. Rúnar var fyrst og fremst boðinn velkominn til baka úr 17 daga fríi frá fótboltaleikjum og því fleygt fram að Framarar kynnu enn að spila fótbolta þrátt fyrir langt frí. „Já við höfum engu gleymt miðað við frammistöðuna í kvöld en mönnum hefur hlakkað til að spila aftur en við vissum ekki hvernig þetta myndi fara. Strákarnir voru ofboðslega ferskir þó það hafi hægt aðeins á í seinni hálfleik, við vissum að Valsmenn myndu koma til baka með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Við börðumst og lögðum allt í sölurnar til að að halda markinu hreinu í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær fyrir aftan frábæra vörn. Kyle og Þorri skölluðu allt frá og allir börðust eins og ljón og þegar Valsmenn ná ekki að minnka muninn þá opnast möguleikar á skyndisóknum sem við nýttum afskaplega vel. Við náðum í mark sem létti aðeins pressuna á okkur því vissum að Valsmenn, með þetta frábæra lið sitt, myndu skapa færi og gætu skorað mörk.“ Rúnar var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt umfram það sem hann nefndi að ofan sem honum fannst skapa sigurinn. „Frábær byrjun líklega. Við byrjuðum með vindinn í bakið og reyndum að stela boltanum hátt og fara hratt á þá. Þannig náðum við í þessi mörk og skópum sigurinn.“ Það hlýtur að hafa verið skrýtið að fá svona langt frí á milli leikja á miðju Íslandsmóti. „Já það er búið að vera skrýtið. Maður vissi ekki hvernig þetta myndir verða, við vorum búnir að taka þetta í lotum haldandi að við værum að fara að spila fótboltaleik og halda vídeó fund um Valsmenn áður en þessu var frestað. Því miður fyrir Valsmenn þá gátu þeir ekkert að þessu gert, við erum ekki fúlir út í þá. Það var bara leiðinlegt að þurfa að bíða eftir þessu svona lengi. Maður er allavega sáttur í dag því við unnum leikinn og fáum þessi þrjú stig og stutt í næsta leik. Við þurfum að endurheimta núna og ná okkur í orku fyrir næsta leik.“ Eru Framarar ekki bara að horfa í efri hluta deildarinnar á þessum tímapunkti? „Við höfum verið á þessari línu, 6. og 7. sæti, allt tímabilið og erum að reyna að berjast við að vera í efri hlutanum. Allir leikir eru úrslitaleikir fyrir okkur og við getum ekkert slakað á. Við erum ánægðir með stigin í dag gegn frábæru Valsliði og erum að fara svo í Árbæinn og það verður ofboðslega erfiður leikur. Fylkir er með gott lið og við erum ekki þannig að við getum bókað sigur gegn einum né neinum í þessari deild. Við verðum að berjast og halda skipulagi. Við getum tapað fyrir öllum liðum en svo á móti unnið öll liðin í deildinni.“ Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Rúnar var fyrst og fremst boðinn velkominn til baka úr 17 daga fríi frá fótboltaleikjum og því fleygt fram að Framarar kynnu enn að spila fótbolta þrátt fyrir langt frí. „Já við höfum engu gleymt miðað við frammistöðuna í kvöld en mönnum hefur hlakkað til að spila aftur en við vissum ekki hvernig þetta myndi fara. Strákarnir voru ofboðslega ferskir þó það hafi hægt aðeins á í seinni hálfleik, við vissum að Valsmenn myndu koma til baka með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Við börðumst og lögðum allt í sölurnar til að að halda markinu hreinu í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær fyrir aftan frábæra vörn. Kyle og Þorri skölluðu allt frá og allir börðust eins og ljón og þegar Valsmenn ná ekki að minnka muninn þá opnast möguleikar á skyndisóknum sem við nýttum afskaplega vel. Við náðum í mark sem létti aðeins pressuna á okkur því vissum að Valsmenn, með þetta frábæra lið sitt, myndu skapa færi og gætu skorað mörk.“ Rúnar var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt umfram það sem hann nefndi að ofan sem honum fannst skapa sigurinn. „Frábær byrjun líklega. Við byrjuðum með vindinn í bakið og reyndum að stela boltanum hátt og fara hratt á þá. Þannig náðum við í þessi mörk og skópum sigurinn.“ Það hlýtur að hafa verið skrýtið að fá svona langt frí á milli leikja á miðju Íslandsmóti. „Já það er búið að vera skrýtið. Maður vissi ekki hvernig þetta myndir verða, við vorum búnir að taka þetta í lotum haldandi að við værum að fara að spila fótboltaleik og halda vídeó fund um Valsmenn áður en þessu var frestað. Því miður fyrir Valsmenn þá gátu þeir ekkert að þessu gert, við erum ekki fúlir út í þá. Það var bara leiðinlegt að þurfa að bíða eftir þessu svona lengi. Maður er allavega sáttur í dag því við unnum leikinn og fáum þessi þrjú stig og stutt í næsta leik. Við þurfum að endurheimta núna og ná okkur í orku fyrir næsta leik.“ Eru Framarar ekki bara að horfa í efri hluta deildarinnar á þessum tímapunkti? „Við höfum verið á þessari línu, 6. og 7. sæti, allt tímabilið og erum að reyna að berjast við að vera í efri hlutanum. Allir leikir eru úrslitaleikir fyrir okkur og við getum ekkert slakað á. Við erum ánægðir með stigin í dag gegn frábæru Valsliði og erum að fara svo í Árbæinn og það verður ofboðslega erfiður leikur. Fylkir er með gott lið og við erum ekki þannig að við getum bókað sigur gegn einum né neinum í þessari deild. Við verðum að berjast og halda skipulagi. Við getum tapað fyrir öllum liðum en svo á móti unnið öll liðin í deildinni.“
Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31