Bandaríkin völtuðu yfir Þýskaland og ellefu marka veisla í sigri Ástralíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2024 21:05 Bandaríkin fóru illa með Þjóðverja í kvöld. Daniela Porcelli/ISI Photos/Getty Images Sex leikir fóru fram í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag. Bandaríkin unnu öruggan 4-1 sigur gegn Þjóðverjum og Ástralía vann ótrúlegan 6-5 sigur gegn Sambíu. Sophia Smith kom bandarísku stelpunum yfir strax á tíundu mínútu gegn Þjóðverjum er liðin mættust í kvöld áður en Giulia Gwinn jafnaði metin fyrir þýska liðið rúmum tíu mínútum síðar. Mallory Swanson skoraði svo annað mark bandaríska liðsins á 26. mínútu áður en Sophia Smith bætti öðru marki sínu við stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lynn Williams gerði svo endanlega út um leikinn á 89. mínútu, fjórum mínútum eftir að hún kom inn af varamannabekknum og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Bandaríkjanna sem nú eru með sex stig eftir tvo leiki á toppi B-riðils, þremur stigum meira en Þjóðverjar sem sitja í öðru sæti. Fyrr í dag mættust svo Ástralía og Sambía í ótrúlegum leik. Sambía leiddi 4-2 í hálfleik þar sem Barbra Banda skoraði þrennu fyrir liðið. Racheal Kundananji, sem skoraði einnig í fyrri hálfleik, bætti svo fimmta marki Sambíu við snemma í síðari hálfleik. Á tíu mínútna kafla, sem hófst á 58. mínútu, tókst ástralska liðinu þó að skora þrjú mörk og jafna metin. Michelle Heyman, sem kom inn á sem varamaður, reyndist svo hetja Ástralíu þegar hún tryggði liðinu ótrúlegan 6-5 sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. A moment of silence for everyone who didn’t watch Australia vs Zambia pic.twitter.com/AUWhj7Pusz— Total Football (@TotalFootbol) July 28, 2024 Í C-riðli unnu Spánverjar Nígeríu 1-0 þar sem Alexia Putellas skorai mark Spánverja og Japan vann 2-1 sigur gegn Brasilíu. Þá vann Kólumbía 2-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í A-riðli og í sama riðli vann Kanada 2-1 sigur gegn Frökkum. Þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins situr kanadíska liðið á botni riðilsins án stiga, en sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að liðið hafði notað dróna til að njósna um æfingar annarra liða. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira
Sophia Smith kom bandarísku stelpunum yfir strax á tíundu mínútu gegn Þjóðverjum er liðin mættust í kvöld áður en Giulia Gwinn jafnaði metin fyrir þýska liðið rúmum tíu mínútum síðar. Mallory Swanson skoraði svo annað mark bandaríska liðsins á 26. mínútu áður en Sophia Smith bætti öðru marki sínu við stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lynn Williams gerði svo endanlega út um leikinn á 89. mínútu, fjórum mínútum eftir að hún kom inn af varamannabekknum og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Bandaríkjanna sem nú eru með sex stig eftir tvo leiki á toppi B-riðils, þremur stigum meira en Þjóðverjar sem sitja í öðru sæti. Fyrr í dag mættust svo Ástralía og Sambía í ótrúlegum leik. Sambía leiddi 4-2 í hálfleik þar sem Barbra Banda skoraði þrennu fyrir liðið. Racheal Kundananji, sem skoraði einnig í fyrri hálfleik, bætti svo fimmta marki Sambíu við snemma í síðari hálfleik. Á tíu mínútna kafla, sem hófst á 58. mínútu, tókst ástralska liðinu þó að skora þrjú mörk og jafna metin. Michelle Heyman, sem kom inn á sem varamaður, reyndist svo hetja Ástralíu þegar hún tryggði liðinu ótrúlegan 6-5 sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. A moment of silence for everyone who didn’t watch Australia vs Zambia pic.twitter.com/AUWhj7Pusz— Total Football (@TotalFootbol) July 28, 2024 Í C-riðli unnu Spánverjar Nígeríu 1-0 þar sem Alexia Putellas skorai mark Spánverja og Japan vann 2-1 sigur gegn Brasilíu. Þá vann Kólumbía 2-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í A-riðli og í sama riðli vann Kanada 2-1 sigur gegn Frökkum. Þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins situr kanadíska liðið á botni riðilsins án stiga, en sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að liðið hafði notað dróna til að njósna um æfingar annarra liða.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira