Bandaríkin völtuðu yfir Þýskaland og ellefu marka veisla í sigri Ástralíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2024 21:05 Bandaríkin fóru illa með Þjóðverja í kvöld. Daniela Porcelli/ISI Photos/Getty Images Sex leikir fóru fram í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag. Bandaríkin unnu öruggan 4-1 sigur gegn Þjóðverjum og Ástralía vann ótrúlegan 6-5 sigur gegn Sambíu. Sophia Smith kom bandarísku stelpunum yfir strax á tíundu mínútu gegn Þjóðverjum er liðin mættust í kvöld áður en Giulia Gwinn jafnaði metin fyrir þýska liðið rúmum tíu mínútum síðar. Mallory Swanson skoraði svo annað mark bandaríska liðsins á 26. mínútu áður en Sophia Smith bætti öðru marki sínu við stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lynn Williams gerði svo endanlega út um leikinn á 89. mínútu, fjórum mínútum eftir að hún kom inn af varamannabekknum og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Bandaríkjanna sem nú eru með sex stig eftir tvo leiki á toppi B-riðils, þremur stigum meira en Þjóðverjar sem sitja í öðru sæti. Fyrr í dag mættust svo Ástralía og Sambía í ótrúlegum leik. Sambía leiddi 4-2 í hálfleik þar sem Barbra Banda skoraði þrennu fyrir liðið. Racheal Kundananji, sem skoraði einnig í fyrri hálfleik, bætti svo fimmta marki Sambíu við snemma í síðari hálfleik. Á tíu mínútna kafla, sem hófst á 58. mínútu, tókst ástralska liðinu þó að skora þrjú mörk og jafna metin. Michelle Heyman, sem kom inn á sem varamaður, reyndist svo hetja Ástralíu þegar hún tryggði liðinu ótrúlegan 6-5 sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. A moment of silence for everyone who didn’t watch Australia vs Zambia pic.twitter.com/AUWhj7Pusz— Total Football (@TotalFootbol) July 28, 2024 Í C-riðli unnu Spánverjar Nígeríu 1-0 þar sem Alexia Putellas skorai mark Spánverja og Japan vann 2-1 sigur gegn Brasilíu. Þá vann Kólumbía 2-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í A-riðli og í sama riðli vann Kanada 2-1 sigur gegn Frökkum. Þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins situr kanadíska liðið á botni riðilsins án stiga, en sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að liðið hafði notað dróna til að njósna um æfingar annarra liða. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Sophia Smith kom bandarísku stelpunum yfir strax á tíundu mínútu gegn Þjóðverjum er liðin mættust í kvöld áður en Giulia Gwinn jafnaði metin fyrir þýska liðið rúmum tíu mínútum síðar. Mallory Swanson skoraði svo annað mark bandaríska liðsins á 26. mínútu áður en Sophia Smith bætti öðru marki sínu við stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lynn Williams gerði svo endanlega út um leikinn á 89. mínútu, fjórum mínútum eftir að hún kom inn af varamannabekknum og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Bandaríkjanna sem nú eru með sex stig eftir tvo leiki á toppi B-riðils, þremur stigum meira en Þjóðverjar sem sitja í öðru sæti. Fyrr í dag mættust svo Ástralía og Sambía í ótrúlegum leik. Sambía leiddi 4-2 í hálfleik þar sem Barbra Banda skoraði þrennu fyrir liðið. Racheal Kundananji, sem skoraði einnig í fyrri hálfleik, bætti svo fimmta marki Sambíu við snemma í síðari hálfleik. Á tíu mínútna kafla, sem hófst á 58. mínútu, tókst ástralska liðinu þó að skora þrjú mörk og jafna metin. Michelle Heyman, sem kom inn á sem varamaður, reyndist svo hetja Ástralíu þegar hún tryggði liðinu ótrúlegan 6-5 sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. A moment of silence for everyone who didn’t watch Australia vs Zambia pic.twitter.com/AUWhj7Pusz— Total Football (@TotalFootbol) July 28, 2024 Í C-riðli unnu Spánverjar Nígeríu 1-0 þar sem Alexia Putellas skorai mark Spánverja og Japan vann 2-1 sigur gegn Brasilíu. Þá vann Kólumbía 2-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í A-riðli og í sama riðli vann Kanada 2-1 sigur gegn Frökkum. Þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins situr kanadíska liðið á botni riðilsins án stiga, en sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að liðið hafði notað dróna til að njósna um æfingar annarra liða.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira