Fótbolti

Priest­man vikið úr starfi og að­stoðar­maðurinn fékk fangelsis­dóm

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Beverly Priestman beitti brögðum og fékk það borgað.
Beverly Priestman beitti brögðum og fékk það borgað. Getty/Brad Smith

Beverly Priestman hefur verið vikið úr starfi sem þjálfari kvennalandsliðs Kanada í fótbolta á meðan Ólympíuleikunum stendur eftir að frekari upplýsingar um drónanjósnir hennar litu dagsins ljós.

Í gær var greint frá því að Jasmine Mander og leikgreinandinn Joseph Lombardi hefðu verið send heim af Ólympíuleikunum eftir þau notuðu dróna til að taka upp æfingu Nýja-Sjálands á mánudaginn.

Ný-Sjálendingar sendu inn kvörtun til Alþjóða ólympíunefndarinnar vegna framgöngu Kanadamanna og Lombardi var í kjölfarið handtekinn. Þau Mander voru svo send heim frá Frakklandi.

Auk þess steig Beverly Priestman sjálfviljug til hliðar og ákvað að stýra ekki fyrsta leik Kanada á mótinu.

BBC greinir nú frá því að aðstoðarþjálfarinn Lombardi hafi hlotið átta mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að fljúga dróna í leyfisleyfi á almenningssvæði.

Kanadíska knattspyrnusambandið greindi Priestman svo frá því að krafta hennar yrði ekki óskað yfir Ólympíuleikana.

Sjálfstæð rannsókn mun eiga sér stað og ákvörðun um áframhaldandi störf Priestman verður tekin eftir ÓL.

Annar aðstoðarþjáfari, Andy Spence, mun stýra liðinu yfir ÓL í hennar stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×