Einn glæsilegasti 9 holu völlur landsins Golfvöllur vikunnar 25. júlí 2024 14:11 Víkurvöllur í Stykkishólmi þykir einn glæsilegasti 9 holu völlur landsins. Stórbrotið útsýni Breiðafjarðar blasir við af mörgum teigum og víðsvegar af vellinum. Myndir/Golfklúbburinn Mostri. Í sumar ætlar Vísir að kynna nokkra af þeim golfvöllum sem spennandi væri að prófa í sumarfríinu en hér á landi má finna yfir sextíu golfvelli víða um land. Golfvöllur vikunnar er Víkurvöllur í Stykkishólmi. Víkurvöllur hefur verið endurgerður undanfarin ár og þykir einn glæsilegasti 9 holu völlur landsins. Hann er staðsettur við tjaldsvæðið og er par 36 (72) og þykir þægilegur í göngu. Yfirlitsmynd af golfvellinum. Útsýnið er glæsilegt eins og sjá má. „Fyrir utan frábært starfsfólk í skála og á vellinum, afburða góðar flatir og að um er að ræða einn glæsilegasta 9 holu völl á landinu þá er það stórbrotið útsýni Breiðafjarðar sem blasir við manni af mörgum teigum og víðsvegar af vellinum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi, þegar hann er spurður hvað einkenni helst Víkurvöll. „Það útsýni er sérstaklega fallegt af 6. teig sem er par 3 hola en hún er spiluð yfir vog en Víkurvöllur liggur á milli tveggja ása niður að strönd.“ Hann segir völlinn henta byrjendum jafnt sem reyndari kylfingum. Hann sé frekar opinn en geti þó reynt á reyndari kylfinga. Stutt í góða þjónustu Að sögn Magnúsar er völlurinn vel sóttur af heimamönnum en einnig er mikið af gestum sem koma og spila hann yfir sumartímann. Ýmis þjónusta er í boði fyrir gesti og má þar fyrst nefna golfskálann þar sem boðið er upp á eitthvað af veitingum í föstu og fljótandi formi. „Þá er tjaldsvæðið við golfvöllinn og sundlaugin skammt frá. Fosshótel Stykkishólmi stendur einnig við völlinn og liggur stígur frá því aftanverðu niður á völl svo það er hæglega hægt að labba þaðan með golfsettin meðferðis.“ Hann segir Víkurvöll staðsettan innan bæjarmarka Stykkishólms og því sé í raun allt í grennd við hann. „Það tekur til að mynda ekki langan tíma að rölta niður að bryggju þar sem hinir ýmsu veitingastaðir eru á leiðinni eins og Skúrinn, Skipperinn, Narfeyrastofa, Sjávarpakkhúsið og Hafnarvagninn.“ Golf Golfvellir Stykkishólmur Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Sjá meira
Víkurvöllur hefur verið endurgerður undanfarin ár og þykir einn glæsilegasti 9 holu völlur landsins. Hann er staðsettur við tjaldsvæðið og er par 36 (72) og þykir þægilegur í göngu. Yfirlitsmynd af golfvellinum. Útsýnið er glæsilegt eins og sjá má. „Fyrir utan frábært starfsfólk í skála og á vellinum, afburða góðar flatir og að um er að ræða einn glæsilegasta 9 holu völl á landinu þá er það stórbrotið útsýni Breiðafjarðar sem blasir við manni af mörgum teigum og víðsvegar af vellinum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi, þegar hann er spurður hvað einkenni helst Víkurvöll. „Það útsýni er sérstaklega fallegt af 6. teig sem er par 3 hola en hún er spiluð yfir vog en Víkurvöllur liggur á milli tveggja ása niður að strönd.“ Hann segir völlinn henta byrjendum jafnt sem reyndari kylfingum. Hann sé frekar opinn en geti þó reynt á reyndari kylfinga. Stutt í góða þjónustu Að sögn Magnúsar er völlurinn vel sóttur af heimamönnum en einnig er mikið af gestum sem koma og spila hann yfir sumartímann. Ýmis þjónusta er í boði fyrir gesti og má þar fyrst nefna golfskálann þar sem boðið er upp á eitthvað af veitingum í föstu og fljótandi formi. „Þá er tjaldsvæðið við golfvöllinn og sundlaugin skammt frá. Fosshótel Stykkishólmi stendur einnig við völlinn og liggur stígur frá því aftanverðu niður á völl svo það er hæglega hægt að labba þaðan með golfsettin meðferðis.“ Hann segir Víkurvöll staðsettan innan bæjarmarka Stykkishólms og því sé í raun allt í grennd við hann. „Það tekur til að mynda ekki langan tíma að rölta niður að bryggju þar sem hinir ýmsu veitingastaðir eru á leiðinni eins og Skúrinn, Skipperinn, Narfeyrastofa, Sjávarpakkhúsið og Hafnarvagninn.“
Golf Golfvellir Stykkishólmur Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Sjá meira