Segir nýja stjórn ekki verða myndaða fyrr en eftir Ólympíuleikana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 07:23 Fráfarandi forsætisráðherra, Gabriel Attal, hefur samþykkt að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. AP/Michel Euler Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist ekki munu greiða fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrr en eftir að Ólympíuleikunum í París lýkur 11. ágúst næstkomandi. Ummælin lét forsetinn falla eftir að vinstri hreyfingin Nouveau Front Populaire lagði til að Lucie Castes, tiltölulega óþekktur hagfræðingur og yfirmaður fjármála og innkaupa hjá Parísarborg, yrði næsti forsætisráðherra. Macron var spurður út í valið í viðtali við France 2 og svaraði þá að valið á forsætisráðherranum sem slíkum væri ekki málið. „Nafnið er ekki málið. Málið er: Hvaða meirihluta er hægt að mynda á þinginu?“ svaraði Macron. Öll orka færi nú í Ólympíuleikana og ekkert hægt að gera í málum fyrr en um miðjan ágúst, að þeim loknum, til að forðast að skapa „ringulreið“. Forsetinn sagði einnig að það væri enn algjörlega óvíst hvaða flokkur eða hreyfing yrði í stöðu til þess að tilefna forsætisráðherrra. Viðbrögð Macron hafa vakið reiði meðal flokkanna innan NFP og Marine Tondelier, leiðtogi Les Écologistes, sakaði forsetann um að vera í afneitun. NFP væri sú hreyfing sem hefði notið mests stuðnings í kosningunum og forsetinn gæti ekki leyft sér að koma í veg fyrir að stefnu hennar yrði hrint í framkvæmd. Þá sakaði Manuel Bompard, einn af leiðtogum Óbeygðs Frakklands, Macron um að freista þess að hunsa niðurstöður þingkosninganna. „Þetta er óbærileg afneitun lýðræðisins,“ saðgi hann. Forsetinn hefði ekki neitunarvald gegn vilja þjóðarinnar. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla eftir að vinstri hreyfingin Nouveau Front Populaire lagði til að Lucie Castes, tiltölulega óþekktur hagfræðingur og yfirmaður fjármála og innkaupa hjá Parísarborg, yrði næsti forsætisráðherra. Macron var spurður út í valið í viðtali við France 2 og svaraði þá að valið á forsætisráðherranum sem slíkum væri ekki málið. „Nafnið er ekki málið. Málið er: Hvaða meirihluta er hægt að mynda á þinginu?“ svaraði Macron. Öll orka færi nú í Ólympíuleikana og ekkert hægt að gera í málum fyrr en um miðjan ágúst, að þeim loknum, til að forðast að skapa „ringulreið“. Forsetinn sagði einnig að það væri enn algjörlega óvíst hvaða flokkur eða hreyfing yrði í stöðu til þess að tilefna forsætisráðherrra. Viðbrögð Macron hafa vakið reiði meðal flokkanna innan NFP og Marine Tondelier, leiðtogi Les Écologistes, sakaði forsetann um að vera í afneitun. NFP væri sú hreyfing sem hefði notið mests stuðnings í kosningunum og forsetinn gæti ekki leyft sér að koma í veg fyrir að stefnu hennar yrði hrint í framkvæmd. Þá sakaði Manuel Bompard, einn af leiðtogum Óbeygðs Frakklands, Macron um að freista þess að hunsa niðurstöður þingkosninganna. „Þetta er óbærileg afneitun lýðræðisins,“ saðgi hann. Forsetinn hefði ekki neitunarvald gegn vilja þjóðarinnar.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira