Mótmæla ferðamönnum á Majorka Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 14:55 Milljónir ferðamanna heimsækja Majorka á ári hverju. Getty/Clara Margais Búist er við að tugir þúsunda Majorkabúa mótmæli í dag þeim mikla fjölda ferðamanna sem streyma til eyjunnar og þeim áhrifum sem þeir hafa haft. Hagsmunasamtök hafa boðað þátttöku sína í mótmælunum sem bera yfirskriftina: „Minni túrismi - Meira líf,“ eða á katalónskunni upprunalegu: „Menys Turisme, Més Vida.“ Fréttaritari danska ríkisútvarpsins talaði við leiðtoga hreyfingarinnar, hann Pere Joan, um áhrif ferðamannaiðnaðarins á íbúa eyjunnar sem hann segir að séu slæm og umtalsverð. Hann talar til dæmis um að takmarka hafi þurft vatnsnotkun íbúa á meðan hótelin í hundraðatali tæmi og fylli sundlaugar sínar án nokkurra ráðstafana. Þá segir hann einnig að ferðamannastraumurinn hafi gert það að verkum að leiguverð rjúki upp. Hann tekur einnig fram að sérkenni eyjunnar séu smátt og smátt að hverfa, eða skiptast út fyrir ferðamannavænni útgáfur. „Við sjáum að búðirnar eru að breytast frá því að vera staðbundnar í það að vera alþjóðlegar. Við missum séreinkenni Majorka, því nú getur maður komið til Majorka og fundið sömu búðir og í stórborgum þvert yfir Evrópu,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Joan. „Við viljum vernda einkenni bæja okkar, þannig að þegar maður kemur hingað geti maður keypt vörur héðan. Við viljum vernda menninguna og einkennin sem við höfum hér,“ segir hann jafnframt. Pere Joan gengst við því að ferðamannaiðnaðurinn sé meginstoð hagkerfisins á Majorka en vill meina að hann hafi breyst undanfarin ár. Síðast þegar Menys Turisme, Més Vida stóð fyrir slíkum mótmælum tóku um 25 þúsund manns þátt. Ósætti við fjölda ferðamanna er heldur ekki bundið við strendur Baleareyja en hefur vakið athygli á meginlandi Spánar einnig. Nýlega tóku Barselónabúar upp á því að sprauta ferðamenn með vatnsbyssum þar sem þeir spókuðu sig um götur borgarinnar eða sátu á veitingahúsum hennar. Spánn Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fréttaritari danska ríkisútvarpsins talaði við leiðtoga hreyfingarinnar, hann Pere Joan, um áhrif ferðamannaiðnaðarins á íbúa eyjunnar sem hann segir að séu slæm og umtalsverð. Hann talar til dæmis um að takmarka hafi þurft vatnsnotkun íbúa á meðan hótelin í hundraðatali tæmi og fylli sundlaugar sínar án nokkurra ráðstafana. Þá segir hann einnig að ferðamannastraumurinn hafi gert það að verkum að leiguverð rjúki upp. Hann tekur einnig fram að sérkenni eyjunnar séu smátt og smátt að hverfa, eða skiptast út fyrir ferðamannavænni útgáfur. „Við sjáum að búðirnar eru að breytast frá því að vera staðbundnar í það að vera alþjóðlegar. Við missum séreinkenni Majorka, því nú getur maður komið til Majorka og fundið sömu búðir og í stórborgum þvert yfir Evrópu,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Joan. „Við viljum vernda einkenni bæja okkar, þannig að þegar maður kemur hingað geti maður keypt vörur héðan. Við viljum vernda menninguna og einkennin sem við höfum hér,“ segir hann jafnframt. Pere Joan gengst við því að ferðamannaiðnaðurinn sé meginstoð hagkerfisins á Majorka en vill meina að hann hafi breyst undanfarin ár. Síðast þegar Menys Turisme, Més Vida stóð fyrir slíkum mótmælum tóku um 25 þúsund manns þátt. Ósætti við fjölda ferðamanna er heldur ekki bundið við strendur Baleareyja en hefur vakið athygli á meginlandi Spánar einnig. Nýlega tóku Barselónabúar upp á því að sprauta ferðamenn með vatnsbyssum þar sem þeir spókuðu sig um götur borgarinnar eða sátu á veitingahúsum hennar.
Spánn Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“