Landtaka Ísraela í Palestínu ólögmæt Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 15:30 Frá dómarabekk Alþjóðadómstólsins í Haag. Nawaf Salam, forseti dómsins, er fyrir miðju. Nurphoto/Getty Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur gefið út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt. Í áliti dómstólsins, sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, var sjónum beint að landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, innlimun Palestínu í Ísrael og lagasetningu sem mismunar Palestínumönnum. Álitið mun lítil áhrif hafa Álit dómstólsins, sem mun koma til með að hafa meiri áhrif á sýn heimsins á Ísrael en framferði Ísraela, var samið af fimmtán dómurum hvaðanæva að úr heiminum. Forseti dómstólsins, Nawaf Salam frá Líbanon, las álitið upp í höfuðstöðvum dómstólsins í dag. Í álitinu segir meðal annars að flutningar landtökumanna Ísraela á Vesturbakkann og til Jerúsalem og stöðug viðvera þeirra þar sé brot á Genfarsáttmálanum. Þá segir að notkun Ísraela á náttúruauðlindum væri ekki í samræmi við skyldur landsins sem ráðandi afl á stríðshrjáðu svæði. Ísrael sendi ekki lögfræðinga Í frétt AP um málið segir að Ísraelar, sem hafi löngum gefið lítið fyrir alþjóðadómstóla og sagt ósanngjarna og hlutdræga, hafi ekki sent fulltrúa þegar málið var tekið fyrir af dómstólnum. Þeir hafi þó skilað greinargerð, þar sem komi meðal annars fram að þeir telji spurningar, sem dómurinn var beðinn um að gefa álit á, hafi verið leiðandi og tækju ekki tillit til öryggis Ísraels. Þá hafi ísraelskir embættismenn sagt að inngrip dómstólsins gæti grafið undan friðarviðræðum undir botni Miðjarðarhafs, sem hafi verið í ládeyðu síðastliðinn áratug. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Í áliti dómstólsins, sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, var sjónum beint að landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, innlimun Palestínu í Ísrael og lagasetningu sem mismunar Palestínumönnum. Álitið mun lítil áhrif hafa Álit dómstólsins, sem mun koma til með að hafa meiri áhrif á sýn heimsins á Ísrael en framferði Ísraela, var samið af fimmtán dómurum hvaðanæva að úr heiminum. Forseti dómstólsins, Nawaf Salam frá Líbanon, las álitið upp í höfuðstöðvum dómstólsins í dag. Í álitinu segir meðal annars að flutningar landtökumanna Ísraela á Vesturbakkann og til Jerúsalem og stöðug viðvera þeirra þar sé brot á Genfarsáttmálanum. Þá segir að notkun Ísraela á náttúruauðlindum væri ekki í samræmi við skyldur landsins sem ráðandi afl á stríðshrjáðu svæði. Ísrael sendi ekki lögfræðinga Í frétt AP um málið segir að Ísraelar, sem hafi löngum gefið lítið fyrir alþjóðadómstóla og sagt ósanngjarna og hlutdræga, hafi ekki sent fulltrúa þegar málið var tekið fyrir af dómstólnum. Þeir hafi þó skilað greinargerð, þar sem komi meðal annars fram að þeir telji spurningar, sem dómurinn var beðinn um að gefa álit á, hafi verið leiðandi og tækju ekki tillit til öryggis Ísraels. Þá hafi ísraelskir embættismenn sagt að inngrip dómstólsins gæti grafið undan friðarviðræðum undir botni Miðjarðarhafs, sem hafi verið í ládeyðu síðastliðinn áratug.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent