Smakkaði skötu í beinni: „Sjitturinn, kött!“ Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. júlí 2024 21:38 Magnús Hlynur fór á kostum í kvöldfréttum. Vísir Efnt var til skötuveislu í grunnskólanum í Garði í kvöld, um hásumar. Magnús Hlynur tók stöðuna á skipuleggjendum og rak upp óp þegar hann bragðaði á kæstri skötunni. Þorláksmessa á sumri heitir hátíðin og feðginin Ása Hrönn Ásmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmaður standa fyrir henni. „Við erum náttúrlega að minnast þessa hátíðlega dags, Þorláks Helga, með Þorláksmessu á sumri. Svo er aldursskipanin þannig í hópnum að hér vilja allir borða Þorláksmessuskötu á Þorkáksmessusumri,“ segir Ásmundur. Þau áætla að um 170 kíló af skötu og fimmtíu kíló af saltfisk fari ofan í gestina. Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega í tæp tuttugu ár og á þeim tíma hafa um hundrað milljónir króna safnast. Ágóðinn rennur í samfélagið í Garði. „Það skemmtilega við þessa samkomu er að þeir sem eru hérna í salnum, allt þetta fólk, er þátttakendur í að gefa einhverjar sex sjö milljónir í kvöld í stuðning við samfélagið,“ segir Ásmundur. „En er eitthvað varið í þennan mat, hvað segir sveitakarlinn af Selfossi?“ spyr Magnús Hlynur áður en hann tekur smakk af saltfisknum og síðan skötunni. „Ertu ekki að grínast? Sjitturin, kött!“ segir Magnús Hlynur milli ópa eftir að hann bragðar á fisknum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Klippa: Skötuveisla um hásumar Matur Suðurnesjabær Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Þorláksmessa á sumri heitir hátíðin og feðginin Ása Hrönn Ásmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson þingmaður standa fyrir henni. „Við erum náttúrlega að minnast þessa hátíðlega dags, Þorláks Helga, með Þorláksmessu á sumri. Svo er aldursskipanin þannig í hópnum að hér vilja allir borða Þorláksmessuskötu á Þorkáksmessusumri,“ segir Ásmundur. Þau áætla að um 170 kíló af skötu og fimmtíu kíló af saltfisk fari ofan í gestina. Viðburðurinn hefur verið haldinn árlega í tæp tuttugu ár og á þeim tíma hafa um hundrað milljónir króna safnast. Ágóðinn rennur í samfélagið í Garði. „Það skemmtilega við þessa samkomu er að þeir sem eru hérna í salnum, allt þetta fólk, er þátttakendur í að gefa einhverjar sex sjö milljónir í kvöld í stuðning við samfélagið,“ segir Ásmundur. „En er eitthvað varið í þennan mat, hvað segir sveitakarlinn af Selfossi?“ spyr Magnús Hlynur áður en hann tekur smakk af saltfisknum og síðan skötunni. „Ertu ekki að grínast? Sjitturin, kött!“ segir Magnús Hlynur milli ópa eftir að hann bragðar á fisknum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Klippa: Skötuveisla um hásumar
Matur Suðurnesjabær Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira