Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Fullt nafn?
Kolbrún Bjarkey Matthíasdóttir
Aldur?
20 ára
Starf?
Umönnun á Hlíð á Akureyriog naglafræðingur.
Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?
Ég keppti í fyrra og fannst þetta svo svakalega gaman og gefandi, síðan var ég svo heppinn að vera boðið að koma aftur og það sem heillaði mig var það að maður fær svo mörg tækifæri út frá þessu og einnig vinskap sem mun endast mér að eilífu.
Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?
Ég er búin að læra að elska sjálfan mig, ég er búin að læra það að vera skilyrðislaust ég sjálf,
og ég er svo heppin að vera búin að fá að læra hvað góðar vinkonur skipta miklu máli.
Hvaða tungumál talarðu?
Ég tala íslensku og ensku en ég er líka stúdent í þýsku, og get einnig talað smá dönsku og sænsku.
Hvað hefur mótað þig mest?
Konurnar í kringum mig hafa mótað mig mest á eftir mér sjálfri auðvitað, ég er svo heppin að hafa margar sterkar konur í mínu lífi sem hafa kennt mér svo margt en einnig hef ég svolítið mótað mig sjálf. Ég lærði að vera ein með sjálfri mér og er það svo mikilvægt því maður gengur með sjálfum sér í gegnum allt lífið.
Það er mikill kostur að kunna að elska sinn eigin félagsskap.
Erfiðasta lífsreynslan hingað til?
Erfiðasta lífsreynslan mín er það að missa besta vin minn í sjálfsvígi.
Hverju ertu stoltust af?
Ég er stoltust af sjálfri mér og manneskjuni sem ég er.
Besta heilræði sem þú hefur fengið?
Sennilega „kill them with kindness“ og „peningar eru ekki vandamálið heldur peningaleysi“.
Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Ég gæti borðað endalaust af Sushi.
Hver er þín fyrirmynd í lífinu?
Ég sjálf er mín fyrirmynd, ég get alltaf litið upp til mín og get alltaf huggað mig ef mér líður ekki vel.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Heyrðu ég hitti Will Farrel og Rachel Mcaddams.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Það var þegar að ég lita á mér augabrúnirnar og ætlaði mér að vera algjör skvísa.
Ég tvöfaldaðist í framan og þurfti að fara á stera og missti af mér augabrúnirnar þar sem ég er með bráðaofnæmi fyrir efninu án þess að vita það.
Hver er þinn helsti ótti?
Sjórinn og hákarlar.
Hvaða lag tekur þú í karókí?
Tennesse Wiskey allan daginn.
Þín mesta gæfa í lífinu?
Fólkið mitt.
Hvar sérðu þig í framtíðinni?
Starfandi í heilbrigðisgeiranum umvafinn vinum og fjölskyldu.
Uppskrift að drauma degi?
Gera nákvæmlega ekki neitt og borða allt sem mig dettur í hug.
Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.