Karlalandslið Englands getur orðið Evrópumeistari í fyrsta skiptið í sögunni og unnið sitt fyrsta stórmót í 58 ár.
Breska ríkisútvarpið fékk frægt fólk til að senda ensku landsliðsmönnunum baráttukveðju.
Þarna má sjá sjónvarpskonuna Amöndu Holden, tónlistarmanninn Ed Sheeran, gamanleikarann Stephen Fry, tónlistarkonuna Little Simz, formúluökumanninn George Russell, gamanleikarana David Baddiel, Romesh Ranganathan, Sir Lenny Henry, Paddy McGuinness og Bob Mortimer, söngkonurnar Kylie Minogue, Mabel og Ellie Goulding, leikarana Ricky Tomlinson og Ross Kemp, alþjóðlegu leikarana Ryan Reynolds og Hugh Jackman, leikkonuna Rose Ayling-Ellis, sjónvarpsmennina Ade Adepitan og Shaun Wallace, grínistana Michael McIntyre og Matt Lucas og svo auðvitað sjálfan Sir Jim Ratcliffe.
Ratcliffe er nýorðinn einn af eigendum Manchester United en hann hefur alltaf verið mikill knattspyrnuáhugamaður.
Það sem vakti athygli með kveðju Ratcliffe að hann var staddur í veiðiferð á Íslandi þar sem hann á talsvert af landi í kringum öflugar laxveiðiár.
„Ég óska ykkur alls hins besta á sunnudaginn og vona innilega að þetta takist hjá ykkur,“ sagði Ratcliffe og bætti við skilaboðum til eins leikmanns Manchester United.
„Luke [Shaw], gerðu það fyrir mig að togna ekki aftur atan í læri,“ sagði Ratcliffe.
Það má sjá allar þessar kveðjur hér fyrir neðan.
🗣️ 'COME ON ENGLAND!' 🏴
— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2024
A list of celebrities have wished England good luck for tonight 🥰
Wait for the end... 😆#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/AILshiaM3s