UEFA breytir reglunni um gullskóinn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 13:31 Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins og Spánverjinn Dani Olmo ná forystu í baráttunni um gullskóinn á EM 2024 skori þeir í úrslitaleiknum Getty Knattspyrnusamband Evrópu segir að sex leikmenn muni deila gullskó Evrópumótsins í fótbolta nái enginn að skora sitt fjórða mark í úrslitaleiknum á morgun. Fyrir aðeins þremur árum þá fékk Portúgalinn Cristiano Ronaldo hins vegar gullskóinn á EM þrátt fyrir að vera með jafnmörg mörk og Tékkinn Patrik Schick. Nú hafa forráðamenn UEFA ákveðið að breyta reglunni um gullskóinn á EM. Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins og Spánverjinn Dani Olmo eru tveir af sex leikmönnum sem hafa skorað þrjú mörk í Evrópukeppninni í ár. Six players to share Euro 2024 Golden Boot if nobody gets a fourth tournament goal on Sunday as UEFA close Ronaldo loophole… https://t.co/onH3SEmvAS— Mark Ogden (@MarkOgden_) July 12, 2024 Hinir eru Cody Gakpo (Holland), Georges Mikautadze (Georgía), Jamal Musiala (Þýskaland) og Ivan Schranz (Slóvakía) sem allir hafa lokið keppni og bæta því ekki við mörkum á mótinu. Englendingurinn Jude Bellingham og Spánverjinn Fabián Ruiz hafa skorað tvö mörk í keppninni og eiga því enn smá möguleika á gullskónum. Nýja regla UEFA er sú að aðeins mörkin ráði. Í síðustu keppni þá var það ein stoðsending Ronaldo sem kom honum upp fyrir Schick. Schick gaf ekki stoðsendingu í keppninni en báðir voru þeir með fimm mörk. Þrjú mörk dugðu síðast til að vera markakóngur EM fyrir tólf árum þegar Fernando Torres (Spánn), Mario Gomez (Þýskaland) og Alan Dzagoev (Rússland) enduðu allir markahæstir á EM 2012 með þrjú mörk. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Fyrir aðeins þremur árum þá fékk Portúgalinn Cristiano Ronaldo hins vegar gullskóinn á EM þrátt fyrir að vera með jafnmörg mörk og Tékkinn Patrik Schick. Nú hafa forráðamenn UEFA ákveðið að breyta reglunni um gullskóinn á EM. Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins og Spánverjinn Dani Olmo eru tveir af sex leikmönnum sem hafa skorað þrjú mörk í Evrópukeppninni í ár. Six players to share Euro 2024 Golden Boot if nobody gets a fourth tournament goal on Sunday as UEFA close Ronaldo loophole… https://t.co/onH3SEmvAS— Mark Ogden (@MarkOgden_) July 12, 2024 Hinir eru Cody Gakpo (Holland), Georges Mikautadze (Georgía), Jamal Musiala (Þýskaland) og Ivan Schranz (Slóvakía) sem allir hafa lokið keppni og bæta því ekki við mörkum á mótinu. Englendingurinn Jude Bellingham og Spánverjinn Fabián Ruiz hafa skorað tvö mörk í keppninni og eiga því enn smá möguleika á gullskónum. Nýja regla UEFA er sú að aðeins mörkin ráði. Í síðustu keppni þá var það ein stoðsending Ronaldo sem kom honum upp fyrir Schick. Schick gaf ekki stoðsendingu í keppninni en báðir voru þeir með fimm mörk. Þrjú mörk dugðu síðast til að vera markakóngur EM fyrir tólf árum þegar Fernando Torres (Spánn), Mario Gomez (Þýskaland) og Alan Dzagoev (Rússland) enduðu allir markahæstir á EM 2012 með þrjú mörk. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira