Með lykilinn að því hvernig á að gera eftirhermu af Íslending Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2024 13:08 Fred Armisen. Getty Leikari þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og þáttum á borð við Anchorman, Portlandia, Wednesday, SNL, Barry og Eurotrip segir það auðvelt að gera eftirhermu af Íslendingum og að við eigum það til að tala eins og við séum að ræða leyndarmál. Hinn víðfrægi Fred Armisen er á leið til landsins en hann mun stíga á svið í Háskólabíó þann 21. september með sýninguna Comedy for musicians eða Grín fyrir tónlistarmenn. Þrátt fyrir titilinn segir Armisen að allir muni hafa gaman af sýningunni. „Ég held það því allir hafa einhvers konar samband við tónlist. “ Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan: Jós lofi yfir íslenska leikara Armisen hefur komið til Íslands þrisvar sinnum áður og segist spenntur að koma aftur. Hann gerði garðinn frægan á Íslandi þegar hann kom til landsins til að gera skopheimildarmynd um bæjarhátíð á Íslandi tileinkuð Al Capone fyrir þættina Documentary now! Þá vann hann með sumum af ástsælustu leikurum Íslands. Sem dæmi má nefna Nínu dögg, Sigga Sigurjóns og Hannes Óla. „Ég held ég hafi gert verkefnið sem afsökun til að vinna á Íslandi. Það er annað að fara og heimsækja en mig langaði svo mikið að gera eitthvað alvöru hérna. Íslensku leikararnir voru frábærir þeir settu sig alla í þetta. Þeir skildu grínið einstaklega vel, ekki það að grínið hafi verið eitthvað flókið. “ Eins og Íslendingar séu alltaf að segja leyndarmál Fred var um árabil einn af aðalleikurum í grínþáttunum SNL og gerði þar fjölmargar eftirhermur. Spurður hvort hann gæti gert eftirhermu af dæmigerðum Íslending svaraði hann játandi en sagðist ekki vilja gera það að svo stöddu. „Alltaf þegar Íslendingar tala við mig er það alltaf eins og það sé svona hvísl yfir öllu eða eins og það sé talað í hálfum hljóðum. Þetta er svona eins það sé eitthvað leyndarmál sem þeir vilja ekki segja þér frá en þú ert samt einhvern veginn hluti af.“ Fréttamaður reyndi að kryfja málið með Armisen og var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri að vísa í það hvernig Íslendingar eiga það til að tala á innsoginu. „Ég hugsa alltaf bara: Hvað áttu við? Er ég hluti af þessu leyndarmáli?“ Frægir á ferð Grín og gaman Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Hinn víðfrægi Fred Armisen er á leið til landsins en hann mun stíga á svið í Háskólabíó þann 21. september með sýninguna Comedy for musicians eða Grín fyrir tónlistarmenn. Þrátt fyrir titilinn segir Armisen að allir muni hafa gaman af sýningunni. „Ég held það því allir hafa einhvers konar samband við tónlist. “ Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan: Jós lofi yfir íslenska leikara Armisen hefur komið til Íslands þrisvar sinnum áður og segist spenntur að koma aftur. Hann gerði garðinn frægan á Íslandi þegar hann kom til landsins til að gera skopheimildarmynd um bæjarhátíð á Íslandi tileinkuð Al Capone fyrir þættina Documentary now! Þá vann hann með sumum af ástsælustu leikurum Íslands. Sem dæmi má nefna Nínu dögg, Sigga Sigurjóns og Hannes Óla. „Ég held ég hafi gert verkefnið sem afsökun til að vinna á Íslandi. Það er annað að fara og heimsækja en mig langaði svo mikið að gera eitthvað alvöru hérna. Íslensku leikararnir voru frábærir þeir settu sig alla í þetta. Þeir skildu grínið einstaklega vel, ekki það að grínið hafi verið eitthvað flókið. “ Eins og Íslendingar séu alltaf að segja leyndarmál Fred var um árabil einn af aðalleikurum í grínþáttunum SNL og gerði þar fjölmargar eftirhermur. Spurður hvort hann gæti gert eftirhermu af dæmigerðum Íslending svaraði hann játandi en sagðist ekki vilja gera það að svo stöddu. „Alltaf þegar Íslendingar tala við mig er það alltaf eins og það sé svona hvísl yfir öllu eða eins og það sé talað í hálfum hljóðum. Þetta er svona eins það sé eitthvað leyndarmál sem þeir vilja ekki segja þér frá en þú ert samt einhvern veginn hluti af.“ Fréttamaður reyndi að kryfja málið með Armisen og var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri að vísa í það hvernig Íslendingar eiga það til að tala á innsoginu. „Ég hugsa alltaf bara: Hvað áttu við? Er ég hluti af þessu leyndarmáli?“
Frægir á ferð Grín og gaman Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira