Reiknuðu út að xG var bara 0,05 í sigurmarki Ollie Watkins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:16 Ollie Watkins var hetja kvöldsins en hann þurfti bara rúmar tíu mínútur til að tryggja Englandi sæti í úrslitaleiknum og sér útnefninguna maður leiksins. Getty/Michael Regan Ollie Watkins tryggði enska landsliðinu 2-1 sigur á Hollandi í gær og um leið sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi. Watkins hafði komið inn á sem varamaður undir lokin og fékk þarna boltann frá Cole Palmer eftir að hafa tekið flott hlaup inn í teiginn. Watkins var hins vegar kominn í þrönga stöðu, hægra megin við markteiginn, með bæði hollenskan varnarmann og markmann fyrir framan sig. "The winning goal."by Ollie Watkins, July 2024 🏴#NEDENG | #Euro2024 pic.twitter.com/fJObIdIK3r— StatsBomb (@StatsBomb) July 10, 2024 Áætlaðar líkur á marki úr þessari stöðu voru aðeins 0,05 samkvæmt útreikningum á xG. Watkins er með bullandi sjálfstraust eftir frábært tímabil með Aston Villa og það sást á þessari afgreiðslu. Maðurinn, sem hefur lítið fengið að spila á þessum EM vegna ástar Gareth Soutgate á Harry Kane, þurfti ekki langan tíma eða frábært færi til að vera hetja þjóðar sinnar. Ollie Watkins skorar hér sigurmarkið á móti Hollandi í gær.Getty/Eddie Keogh Þetta var fjórða landsliðsmark hans en það fyrsta síðan í október í fyrra. Watkins hafði aðeins spilað í tuttugu mínútur í mótinu fyrir leikinn og kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í gær. Hann hafði verið ónotaður varamaður í þremur leikjum á undan en var heldur betur klár þegar kallið kom loksins. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hans. OLLIE WATKINS!⚽️ Sléttar 90 mínútur og núll sekúndur á klukkunni þegar Watkins skorar sigurmarkið og kemur Englendingum í úrslitaleikinn🏴 pic.twitter.com/KWOgrcaQ4v— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Watkins hafði komið inn á sem varamaður undir lokin og fékk þarna boltann frá Cole Palmer eftir að hafa tekið flott hlaup inn í teiginn. Watkins var hins vegar kominn í þrönga stöðu, hægra megin við markteiginn, með bæði hollenskan varnarmann og markmann fyrir framan sig. "The winning goal."by Ollie Watkins, July 2024 🏴#NEDENG | #Euro2024 pic.twitter.com/fJObIdIK3r— StatsBomb (@StatsBomb) July 10, 2024 Áætlaðar líkur á marki úr þessari stöðu voru aðeins 0,05 samkvæmt útreikningum á xG. Watkins er með bullandi sjálfstraust eftir frábært tímabil með Aston Villa og það sást á þessari afgreiðslu. Maðurinn, sem hefur lítið fengið að spila á þessum EM vegna ástar Gareth Soutgate á Harry Kane, þurfti ekki langan tíma eða frábært færi til að vera hetja þjóðar sinnar. Ollie Watkins skorar hér sigurmarkið á móti Hollandi í gær.Getty/Eddie Keogh Þetta var fjórða landsliðsmark hans en það fyrsta síðan í október í fyrra. Watkins hafði aðeins spilað í tuttugu mínútur í mótinu fyrir leikinn og kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í gær. Hann hafði verið ónotaður varamaður í þremur leikjum á undan en var heldur betur klár þegar kallið kom loksins. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hans. OLLIE WATKINS!⚽️ Sléttar 90 mínútur og núll sekúndur á klukkunni þegar Watkins skorar sigurmarkið og kemur Englendingum í úrslitaleikinn🏴 pic.twitter.com/KWOgrcaQ4v— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira