Rich the kid birti skilaboðin frá Ye á Instagram fyrr í kvöld, en fjarlægði svo myndina aðeins um hálftíma síðar. Þar segir Ye, „Ég ætla að hætta í tónlistarbransanum. Veit ekki hvað skal gera.“

Myndin var svo fjarlægð og skömmu seinna tilkynnti Rich the kid um það að Ye væri meðflytjandi á einu lagi á nýju plötunni hans, sem kemur út föstudaginn næstkomandi.
Ye er afar yfirlýsingaglaður og þessi uppákoma kemur aðdáendum hans ekki endilega á óvart.