Eiginkona Morata í stríði við fjölmiðla: „Er þetta bara í lagi?“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 17:00 Alice Campello í stúkunni á EM með barn þeirra Alvaro Morata. Getty/Ian MacNicol Alice Campello hefur komið eiginmanni sínum, fótboltamanninum Alvaro Morata, til varnar og látið spænska fjölmiðla heyra það, eftir skrif þeirra um spænska landsliðsfyrirliðann sem í kvöld spilar undanúrslitaleik við Frakka á EM. Hálfgert stríð hefur verið í gangi á milli Morata og spænskra fjölmiðla en hann telur sig ekki njóta sannmælis hjá fjölmiðlum og hluta stuðningsmanna. Baulað var á Morata í vináttulandsleik gegn Brasilíu í mars og á Evrópumótinu hefur hann nýtt blaðaviðtöl til þess að tala um að sér hafi liðið betur þegar hann spilaði utan Spánar, og að hann gæti mögulega hætt í spænska landsliðinu eftir EM. Alice Campello og Alvaro Morata kyssast eftir leik Spánar og Albaníu í Düsseldorf á EM.Getty/Jean Catuffe Þessi ummæli hans hafa farið illa í marga og sérstaklega vakti grein í El Confidencial athygli en þar segir í fyrirsögn: „Morata, fyrirliði sem er Spáni til skammar, ekki bara vegna slakrar frammistöðu á EM.“ Morata er svo í greininni lýst sem vælukjóa og að ummæli hans séu það síðasta sem Spánverjar hafi þurft á að halda eftir arfaslaka frammistöðu hans innan vallar. Hegðun hans sé barnaleg hjá 31 árs gömlum leikmanni sem þar að auki sé með fyrirliðaband Spánverja. Hann sé skelfilegur talsmaður Spánar. Í fyrirsögn El Confidencial, sem hér hefur verið snarað yfir á ensku, segir að Morata valdi Spáni skömm.Skjáskot/El Confidencial Eiginkonan Alice er eins og gefur að skilja ekki beinlínis sammála þessum fullyrðingum og skrifar á Instagram: „Ég þoli ekki að vera eitthvað fórnarlamb og valda sundrung en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér. Er þetta bara í lagi? Eina slaka frammistaðan sem ég sé er hjá blaðamanninum. Það er klikkun að í stað þess að styðja leikmanninn og landsliðið okkar þá skuli hann reyna að sökkva honum. Hvernig á maður að geta staðið sig sem best fyrir þjóð sína ef honum líður eins og hann sé rúinn trausti? Hver er tilgangurinn með þessari fyrirsögn? Að auka hatur gagnvart manneskju? Það eiga allir rétt á sinni skoðun og mega segja hana, en það eru margar leiðir til þess, sérstaklega þegar maður vinnur hjá fjölmiðli og getur haft áhrif á fjölda ungs fólks. Viljum við þetta í alvörunni? Við verðum að gera betur og megum ekki láta eins og svona lagað sé eðlilegt, hvort sem um Alvaro eða einhvern annan er að ræða.“ Morata hefur sjálfur talað um að sér líði betur utan Spánar og það sé ekki síst vegna áhrifa umræðunnar á fjölskyldu hans. Fjölskyldan verður á staðnum í kvöld þegar Spánn spilar í undanúrslitum. View this post on Instagram A post shared by Alice Campello Morata (@alicecampello) Alice skrifar: „Ekki gleyma að þessir leikmenn eiga móður, föður, eiginkonu og börn sem neyðast til að lesa svona villimennsku. Þetta blað er bara einfalt dæmi um þúsundir annarra svona skrifa á degi hverjum. Áður en við tölum ættum við að íhuga hvaða áhrif orð okkar hafa á aðra. Ég endurtek: Öllum er frjálst að segja sína skoðun, en ekki að særa aðra.“ Leikur Frakklands og Spánar hefst klukkan 19 í kvöld og sigurliðið spilar svo úrslitaleik EM á sunnudaginn, við Holland eða England. EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Hálfgert stríð hefur verið í gangi á milli Morata og spænskra fjölmiðla en hann telur sig ekki njóta sannmælis hjá fjölmiðlum og hluta stuðningsmanna. Baulað var á Morata í vináttulandsleik gegn Brasilíu í mars og á Evrópumótinu hefur hann nýtt blaðaviðtöl til þess að tala um að sér hafi liðið betur þegar hann spilaði utan Spánar, og að hann gæti mögulega hætt í spænska landsliðinu eftir EM. Alice Campello og Alvaro Morata kyssast eftir leik Spánar og Albaníu í Düsseldorf á EM.Getty/Jean Catuffe Þessi ummæli hans hafa farið illa í marga og sérstaklega vakti grein í El Confidencial athygli en þar segir í fyrirsögn: „Morata, fyrirliði sem er Spáni til skammar, ekki bara vegna slakrar frammistöðu á EM.“ Morata er svo í greininni lýst sem vælukjóa og að ummæli hans séu það síðasta sem Spánverjar hafi þurft á að halda eftir arfaslaka frammistöðu hans innan vallar. Hegðun hans sé barnaleg hjá 31 árs gömlum leikmanni sem þar að auki sé með fyrirliðaband Spánverja. Hann sé skelfilegur talsmaður Spánar. Í fyrirsögn El Confidencial, sem hér hefur verið snarað yfir á ensku, segir að Morata valdi Spáni skömm.Skjáskot/El Confidencial Eiginkonan Alice er eins og gefur að skilja ekki beinlínis sammála þessum fullyrðingum og skrifar á Instagram: „Ég þoli ekki að vera eitthvað fórnarlamb og valda sundrung en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér. Er þetta bara í lagi? Eina slaka frammistaðan sem ég sé er hjá blaðamanninum. Það er klikkun að í stað þess að styðja leikmanninn og landsliðið okkar þá skuli hann reyna að sökkva honum. Hvernig á maður að geta staðið sig sem best fyrir þjóð sína ef honum líður eins og hann sé rúinn trausti? Hver er tilgangurinn með þessari fyrirsögn? Að auka hatur gagnvart manneskju? Það eiga allir rétt á sinni skoðun og mega segja hana, en það eru margar leiðir til þess, sérstaklega þegar maður vinnur hjá fjölmiðli og getur haft áhrif á fjölda ungs fólks. Viljum við þetta í alvörunni? Við verðum að gera betur og megum ekki láta eins og svona lagað sé eðlilegt, hvort sem um Alvaro eða einhvern annan er að ræða.“ Morata hefur sjálfur talað um að sér líði betur utan Spánar og það sé ekki síst vegna áhrifa umræðunnar á fjölskyldu hans. Fjölskyldan verður á staðnum í kvöld þegar Spánn spilar í undanúrslitum. View this post on Instagram A post shared by Alice Campello Morata (@alicecampello) Alice skrifar: „Ekki gleyma að þessir leikmenn eiga móður, föður, eiginkonu og börn sem neyðast til að lesa svona villimennsku. Þetta blað er bara einfalt dæmi um þúsundir annarra svona skrifa á degi hverjum. Áður en við tölum ættum við að íhuga hvaða áhrif orð okkar hafa á aðra. Ég endurtek: Öllum er frjálst að segja sína skoðun, en ekki að særa aðra.“ Leikur Frakklands og Spánar hefst klukkan 19 í kvöld og sigurliðið spilar svo úrslitaleik EM á sunnudaginn, við Holland eða England.
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira