Ólíklegast að Englendingar verði Evrópumeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 15:31 Kyle Walker, Jordan Pickford, Trent Alexander-Arnold og Ivan Toney fagna sigri enska liðsins í vítakeppninni í átta liða úrslitunum. Getty/Crystal Pix Aðeins fjórar þjóðir eiga enn möguleika á því að verða Evrópumeistarar karla í knattspyrnu 2024 og á næstu tveimur dögum kemur það í ljós hvaða tvær þjóðir mætast í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Tölfræðingar Gracenote hafa notað tækifærið fyrir undanúrslitaleikina til að reikna út sigurlíkur þjóðanna fjögurra sem spila í kvöld eða annað kvöld. Þar kemur í ljós að mestar líkur eru á því að Spánverjar verði Evrópumeistarar í fjórða sinn. Á því eru 34 prósent líkur. Spánn varð Evrópumeistari 1964, 2008 og 2012. Næstmestar líkur eru á því að Frakkar verði Evrópumeistarar í þriðja sinn. Það eru taldar 25 prósent líkur á því. Frakkar urðu Evrópumeistarar 1974 og 2000. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þar sem að Spánn og Frakkland mætast í undanúrslitunum má því samkvæmt þessu eiginlega líta á leik þeirra sem hálfgerðan úrslitaleik mótsins. Í hinum leiknum mætast Holland og England. Það eru taldar 24 prósent líkur á því að Hollendingar verði Evrópumeistarar í fyrsta sinn í 36 ár. Þeir unnu sinn fyrsta og eina stóra titil sinn á EM í Þýskalandi 1988. Englendingar reka lestina en aðeins eru taldar sautján prósent líkur á því að England verði Evrópumeistari í fyrsta sinn og að karlalið þjóðarinnar vinni þar með sinn fyrsta stóra titil í 58 ár. Tölfræðingarnir á Opta reiknuðu líka út sigurlíkurnar hjá liðunum í undanúrslitunum og þar koma Englendingar aðeins betur út. Spánn og Frakkland eru þá bæði með þrjátíu prósent líkur á Evrópumeistaratitli en enska liðið er þar á undan því hollenska. Sigurlíkur Englendinga eru 23 prósent en Hollendinar eru aðeins með sextán prósent sigurlíkur hjá Opta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Tölfræðingar Gracenote hafa notað tækifærið fyrir undanúrslitaleikina til að reikna út sigurlíkur þjóðanna fjögurra sem spila í kvöld eða annað kvöld. Þar kemur í ljós að mestar líkur eru á því að Spánverjar verði Evrópumeistarar í fjórða sinn. Á því eru 34 prósent líkur. Spánn varð Evrópumeistari 1964, 2008 og 2012. Næstmestar líkur eru á því að Frakkar verði Evrópumeistarar í þriðja sinn. Það eru taldar 25 prósent líkur á því. Frakkar urðu Evrópumeistarar 1974 og 2000. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Þar sem að Spánn og Frakkland mætast í undanúrslitunum má því samkvæmt þessu eiginlega líta á leik þeirra sem hálfgerðan úrslitaleik mótsins. Í hinum leiknum mætast Holland og England. Það eru taldar 24 prósent líkur á því að Hollendingar verði Evrópumeistarar í fyrsta sinn í 36 ár. Þeir unnu sinn fyrsta og eina stóra titil sinn á EM í Þýskalandi 1988. Englendingar reka lestina en aðeins eru taldar sautján prósent líkur á því að England verði Evrópumeistari í fyrsta sinn og að karlalið þjóðarinnar vinni þar með sinn fyrsta stóra titil í 58 ár. Tölfræðingarnir á Opta reiknuðu líka út sigurlíkurnar hjá liðunum í undanúrslitunum og þar koma Englendingar aðeins betur út. Spánn og Frakkland eru þá bæði með þrjátíu prósent líkur á Evrópumeistaratitli en enska liðið er þar á undan því hollenska. Sigurlíkur Englendinga eru 23 prósent en Hollendinar eru aðeins með sextán prósent sigurlíkur hjá Opta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira