Pedri var neyddur af velli snemma leiks í átta liða úrslitum gegn Þýskalandi eftir að Toni Kroos tæklaði hann niður.
Um óviljaverk var að ræða og Kroos fékk ekki gult spjald fyrir frá dómaranum, hann bað Pedri svo innilega afsökunar meðan hlúið var að honum á vellinum.
Spænska knattspyrnusambandið staðfesti svo að Pedri hefði tognað alvarlega í liðbandi við vinstra hnéð og myndi ekki taka meiri þátt í mótinu.
Kroos birti færslu á Instagram eftir leikinn þar sem hann baðst fyrirgefningar, sagði Pedri frábæran leikmann og óskaði honum alls hins besta í endurhæfingunni.
Pedri mun ekki fara heim til Spánar heldur vera áfram í Þýskalandi og „hjálpa liðinu að uppfylla drauminn á annan hátt“.
Vine a Alemania a por la #Euro2024 y aquí sigo, hasta el final. Porque el sueño, no lo duden, continúa.
— Pedri González (@Pedri) July 7, 2024
Esta semana toca animar y aportar de otra manera a esta gran familia que es @SEFutbol Su apoyo y el de todos ustedes está siendo increíble. Ha pasado lo más duro y empieza el… pic.twitter.com/HP3IDLW03v