Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 22:17 Cristiano Ronaldo hryggur eftir tapið gegn Frökkum í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. Ronaldo skoraði ekki frekar en aðrir í venjulegum leiktíma og framlengingu, og hefur nú lokið keppni á EM eftir tap Portúgals í vítaspyrnukeppni þar sem hann skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgala. Ronaldo er orðinn 39 ára en spilaði allan leikinn í kvöld rétt eins og í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og á nær öllu mótinu til þessa. Í Stofunni eftir leik í kvöld spurði Kristjana Arnarsdóttir hve lengi Ronaldo myndi spila með portúgalska landsliðinu og Óskar svaraði: „Bara þangað til að hann segir við Martínez: „Heyrðu ég ætla að hætta.“ Það verður bara þegar hann fær nóg. Þessi ömurlegi framhaldsþáttur eða sápuópera, eða hvað sem við viljum kalla þetta drasl, mun halda áfram þar til að Ronaldo ákveður að stöðva framleiðsluna á þessu bulli,“ sagði Óskar, greinilega ekki hrifinn af því að Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, skyldi leggja traust sitt á Ronaldo fram yfir aðra framherja Portúgals. Spilað tveimur mótum of lengi Arnar Gunnlaugsson sagði Ronaldo hafa verið ósýnilegan í leiknum í kvöld, og það væri nánast sorglegt að fylgjast með honum: „Hann spilaði ábyggilega tveimur mótum of mikið. Við fengum að upplifa Maradona, Messi og Ronaldo, en maður vill ekki upplifa Muhammad Ali í boxi orðinn sextugur. Þá ertu að „downgradea“ íþróttina svo mikið. Hann er því miður búinn að vera tveimur mótum of lengi,“ sagði Arnar. Cristiano Ronaldo fékk það óþvegið frá Stofunni. Óskar Hrafn🗣️ pic.twitter.com/VuQX9G2XDT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Óskar lét gamminn einnig geysa í hálfleik í kvöld, þegar talið barst að Ronaldo: „Fyrir mér núna, í þessum leik og síðustu leikjum kannski líka, lítur þetta út eins og forseti einhvers bananalýðveldis hafi hringt í þjálfarana og sagt: „Heyrðu, sonur minn, sem reyndar getur ekkert í fótbolta, hann verður að byrja inn á sem framherji.“ Þeir eru tíu Portúgalarnir, og hann væflast um völlinn og lyftir höndum. Þetta er gjörsamlega „pathetic“,“ sagði Óskar. „Manstu þegar hann fékk höfuðhöggið áðan? Martínez hefur legið á bæn og hugsað: „Værirðu til í að meiðast?“,“ sagði Arnar og Óskar tók undir það: „Hann [Ronaldo] er myllusteinn um hálsinn á honum [Martínez]. Það er í raun ótrúlegt að Portúgalarnir séu manni færri og búnir að draga sig inn í 8-liða úrslitin en þetta grín getur ekki gengið lengur af því að þetta grín er að snúast upp í algjöran harmleik. Það er bara þannig.“ EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Ronaldo skoraði ekki frekar en aðrir í venjulegum leiktíma og framlengingu, og hefur nú lokið keppni á EM eftir tap Portúgals í vítaspyrnukeppni þar sem hann skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgala. Ronaldo er orðinn 39 ára en spilaði allan leikinn í kvöld rétt eins og í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og á nær öllu mótinu til þessa. Í Stofunni eftir leik í kvöld spurði Kristjana Arnarsdóttir hve lengi Ronaldo myndi spila með portúgalska landsliðinu og Óskar svaraði: „Bara þangað til að hann segir við Martínez: „Heyrðu ég ætla að hætta.“ Það verður bara þegar hann fær nóg. Þessi ömurlegi framhaldsþáttur eða sápuópera, eða hvað sem við viljum kalla þetta drasl, mun halda áfram þar til að Ronaldo ákveður að stöðva framleiðsluna á þessu bulli,“ sagði Óskar, greinilega ekki hrifinn af því að Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, skyldi leggja traust sitt á Ronaldo fram yfir aðra framherja Portúgals. Spilað tveimur mótum of lengi Arnar Gunnlaugsson sagði Ronaldo hafa verið ósýnilegan í leiknum í kvöld, og það væri nánast sorglegt að fylgjast með honum: „Hann spilaði ábyggilega tveimur mótum of mikið. Við fengum að upplifa Maradona, Messi og Ronaldo, en maður vill ekki upplifa Muhammad Ali í boxi orðinn sextugur. Þá ertu að „downgradea“ íþróttina svo mikið. Hann er því miður búinn að vera tveimur mótum of lengi,“ sagði Arnar. Cristiano Ronaldo fékk það óþvegið frá Stofunni. Óskar Hrafn🗣️ pic.twitter.com/VuQX9G2XDT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Óskar lét gamminn einnig geysa í hálfleik í kvöld, þegar talið barst að Ronaldo: „Fyrir mér núna, í þessum leik og síðustu leikjum kannski líka, lítur þetta út eins og forseti einhvers bananalýðveldis hafi hringt í þjálfarana og sagt: „Heyrðu, sonur minn, sem reyndar getur ekkert í fótbolta, hann verður að byrja inn á sem framherji.“ Þeir eru tíu Portúgalarnir, og hann væflast um völlinn og lyftir höndum. Þetta er gjörsamlega „pathetic“,“ sagði Óskar. „Manstu þegar hann fékk höfuðhöggið áðan? Martínez hefur legið á bæn og hugsað: „Værirðu til í að meiðast?“,“ sagði Arnar og Óskar tók undir það: „Hann [Ronaldo] er myllusteinn um hálsinn á honum [Martínez]. Það er í raun ótrúlegt að Portúgalarnir séu manni færri og búnir að draga sig inn í 8-liða úrslitin en þetta grín getur ekki gengið lengur af því að þetta grín er að snúast upp í algjöran harmleik. Það er bara þannig.“
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44
Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50
Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01