Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2024 07:53 Cristiano Ronaldo undirbýr sig fyrir kveðjustund en hann er 39 ára gamall og hefur unnið næstum því allt sem fótboltinn hefur að bjóða. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. Hann staðfesti þetta í viðtali við O Jogo eftir að Portúgal vann Slóveníu í vítaspyrnukeppni í gær. Ronaldo fékk tækifæri í framlengingu til að gera út um leikinn en klikkaði af vítapunktinum. Hann steig svo fyrstur á punktinn í vítaspyrnukeppninni og skoraði, líkt og Bernardo Silva og Bruno Fernandes. Diogo Costa reyndist þó helsta hetja Portúgala en hann varði allar þrjár vítaspyrnur Slóvena. Ronaldo hefur ekki enn skorað á mótinu og það sást greinilega í gær að hann langaði í mark. Hann fær annað tækifæri til að skora á sínu síðasta Evrópumóti þegar Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist hann þó ekki vera að eltast við persónuleg afrek. „Þetta er án efa mitt síðasta EM, en ég er alls ekki í uppnámi yfir því. Ég mun ekki eiga erfitt með að yfirgefa fótboltann. Hve mikið meira get ég unnið? Þetta snýst ekki lengur um að eltast við einstaklingsárangur. Ég vil bara gera fólk hamingjusamt, það er það sem hvetur mig áfram.“ Liðsfélagar Ronaldo þurftu að stappa í hann stálinu eftir að hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði unnið leikinn.sportphoto/Getty Images „Sá sem aldrei reynir mun aldrei mistakast. Auðvitað var svekkjandi að skora ekki, en það er gleymt núna. Lokaniðurstaðan er sú eina sem skiptir máli. Það getur verið erfitt að skora úr víti. Ég hef tapað tveimur vítakeppnum á árinu en í dag vann ég. Fótboltinn er stundum sanngjarn og hann var það í dag,“ sagði Ronaldo að lokum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira
Hann staðfesti þetta í viðtali við O Jogo eftir að Portúgal vann Slóveníu í vítaspyrnukeppni í gær. Ronaldo fékk tækifæri í framlengingu til að gera út um leikinn en klikkaði af vítapunktinum. Hann steig svo fyrstur á punktinn í vítaspyrnukeppninni og skoraði, líkt og Bernardo Silva og Bruno Fernandes. Diogo Costa reyndist þó helsta hetja Portúgala en hann varði allar þrjár vítaspyrnur Slóvena. Ronaldo hefur ekki enn skorað á mótinu og það sást greinilega í gær að hann langaði í mark. Hann fær annað tækifæri til að skora á sínu síðasta Evrópumóti þegar Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist hann þó ekki vera að eltast við persónuleg afrek. „Þetta er án efa mitt síðasta EM, en ég er alls ekki í uppnámi yfir því. Ég mun ekki eiga erfitt með að yfirgefa fótboltann. Hve mikið meira get ég unnið? Þetta snýst ekki lengur um að eltast við einstaklingsárangur. Ég vil bara gera fólk hamingjusamt, það er það sem hvetur mig áfram.“ Liðsfélagar Ronaldo þurftu að stappa í hann stálinu eftir að hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði unnið leikinn.sportphoto/Getty Images „Sá sem aldrei reynir mun aldrei mistakast. Auðvitað var svekkjandi að skora ekki, en það er gleymt núna. Lokaniðurstaðan er sú eina sem skiptir máli. Það getur verið erfitt að skora úr víti. Ég hef tapað tveimur vítakeppnum á árinu en í dag vann ég. Fótboltinn er stundum sanngjarn og hann var það í dag,“ sagði Ronaldo að lokum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira