Dvaldi í tjaldi á hringtorgi þar til lögreglan kom Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 07:00 Maðurinn tjaldaði á hringtorgi í Mosfellsbæ. Samsett mynd Ungur maður tók upp á því að tjalda á hringtorgi í Mosfellsbæ á fimmtudaginn eftir að hafa tapað veðmáli. Hann dvaldi á hringtorginu í fimmtán klukkutíma þangað til að lögreglan kom og minnti hann á að hringtorgið væri ekki tjaldsvæði. Óliver Beck Bjarkason, íbúi í Mosfellsbæ á þrítugsaldri, er hluti af tólf manna hópi sem er í svokallaðri „Fantasy-deild fyrir enska boltann“. Deildin gengur út á það að þátttakendur búa til sitt eigið lið með leikmönnum úr ensku deildinni og fá stig eftir hverja umferð miðað við frammistöðu leikmanna. Festi ekki svefn á hringtorginu Hópurinn ákveður alltaf refsingu fyrir þann sem hlýtur fæst stig áður en hvert tímabil hefst og nú varð fyrir valinu að sá sem myndi tapa þyrfti að gista í tjaldi á hringtorgi í sólarhring. Óliver hlaut að þessu sinni fæst stig og neyddist til að taka út refsinguna. „Við erum í fantasy-deild fyrir ensku deildina og þetta var refsingin í ár. Við höfum verið með svona refsingar undanfarin ár. Einu sinni var það að vera á Barion frá opnun til lokunar. Núna vorum við að pæla í að einn þyrfti að vera í sundlaug frá opnun til lokunar eða keyra einn í kringum landið á sólarhring en það var gerð kosning í hópnum og þetta varð fyrir valinu. Það var svolítið súrt,“ segir Óliver í samtali við Vísi. Óliver var mættur á hringtorgið klukkan hálf átta fimmtudagskvöldið og tjaldaði þar einn síns liðs. Hann tók með sér nesti sem hann borðaði en honum gekk mjög erfiðlega að ná svefni vegna umferðar og láta í kringum hringtorgið. Óliver kom sér vel fyrir á hringtorginu í blíðviðrinu.Aðsend Léttir þegar að lögreglan kom „Það voru bílar þarna um nóttina sem voru byrjaðir að flauta á mann svo maður náði ekki að sofa neitt. Ég náði svona tuttugu mínútna blundi inn á milli,“ segir hann og bætir við að vinir hans hafi verið duglegir að kíkja. Hann tók fram að hann hafi ekki hlotið mikla samúð frá þeim heldur hlátur. Lögregluna bar að garði hjá Óliver klukkan tíu um morguninn á föstudag. Óliver segir að það hafi í raun verið léttir þegar að lögreglan kom því þá gat hann drifið sig heim og gat unnið upp þann svefn sem hann hafði misst um nóttina. Óliver segir að lögreglunni hafi fundist uppátækið skondið.Aðsend Styttist í næstu kosningu Það var spenna í veðmálinu hjá þeim félögunum fram á síðasta leikdag í enska boltanum en niðurstaða um hver myndi þurfa að taka út refsinguna kom ekki í ljós fyrr en að Manchester City lyfti enska meistaratitlinum. Óliver segist spenntur fyrir næsta tímabil í enska boltanum og segir að það styttist í næstu kosningu hjá honum og félögunum. Mosfellsbær Enski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Óliver Beck Bjarkason, íbúi í Mosfellsbæ á þrítugsaldri, er hluti af tólf manna hópi sem er í svokallaðri „Fantasy-deild fyrir enska boltann“. Deildin gengur út á það að þátttakendur búa til sitt eigið lið með leikmönnum úr ensku deildinni og fá stig eftir hverja umferð miðað við frammistöðu leikmanna. Festi ekki svefn á hringtorginu Hópurinn ákveður alltaf refsingu fyrir þann sem hlýtur fæst stig áður en hvert tímabil hefst og nú varð fyrir valinu að sá sem myndi tapa þyrfti að gista í tjaldi á hringtorgi í sólarhring. Óliver hlaut að þessu sinni fæst stig og neyddist til að taka út refsinguna. „Við erum í fantasy-deild fyrir ensku deildina og þetta var refsingin í ár. Við höfum verið með svona refsingar undanfarin ár. Einu sinni var það að vera á Barion frá opnun til lokunar. Núna vorum við að pæla í að einn þyrfti að vera í sundlaug frá opnun til lokunar eða keyra einn í kringum landið á sólarhring en það var gerð kosning í hópnum og þetta varð fyrir valinu. Það var svolítið súrt,“ segir Óliver í samtali við Vísi. Óliver var mættur á hringtorgið klukkan hálf átta fimmtudagskvöldið og tjaldaði þar einn síns liðs. Hann tók með sér nesti sem hann borðaði en honum gekk mjög erfiðlega að ná svefni vegna umferðar og láta í kringum hringtorgið. Óliver kom sér vel fyrir á hringtorginu í blíðviðrinu.Aðsend Léttir þegar að lögreglan kom „Það voru bílar þarna um nóttina sem voru byrjaðir að flauta á mann svo maður náði ekki að sofa neitt. Ég náði svona tuttugu mínútna blundi inn á milli,“ segir hann og bætir við að vinir hans hafi verið duglegir að kíkja. Hann tók fram að hann hafi ekki hlotið mikla samúð frá þeim heldur hlátur. Lögregluna bar að garði hjá Óliver klukkan tíu um morguninn á föstudag. Óliver segir að það hafi í raun verið léttir þegar að lögreglan kom því þá gat hann drifið sig heim og gat unnið upp þann svefn sem hann hafði misst um nóttina. Óliver segir að lögreglunni hafi fundist uppátækið skondið.Aðsend Styttist í næstu kosningu Það var spenna í veðmálinu hjá þeim félögunum fram á síðasta leikdag í enska boltanum en niðurstaða um hver myndi þurfa að taka út refsinguna kom ekki í ljós fyrr en að Manchester City lyfti enska meistaratitlinum. Óliver segist spenntur fyrir næsta tímabil í enska boltanum og segir að það styttist í næstu kosningu hjá honum og félögunum.
Mosfellsbær Enski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41