Atvikið átti sér í raun stað þegar fagnaðarlátunum var að ljúka og Englendingar gengu aftur yfir á sinn vallarhelming. Bellingham var að ganga fram hjá varamannabekk Slóvakíu, blés fingurkoss og hristi aðeins í hreðjunum.
Samkvæmt reglugerðum UEFA hefði hann átt að fá beint rautt spjald fyrir „vanvirðingu og móðgun við andstæðinginn“. Svo varð ekki en málið verður rannsakað og Bellingham má vænta sektar fyrir hegðunina.
Myndskeið af atvikinu og svar Bellingham má sjá hér fyrir neðan en þar segir hann um að ræða innherjagrín milli vina og vottaði Slóvökum virðingu.
🥱❌- An inside joke gesture towards some close friends who were at the game. Nothing but respect for how that Slovakia team played tonight.🤝🏽 https://t.co/H8sETMkPoi
— Jude Bellingham (@BellinghamJude) June 30, 2024