„Fólk er einfaldlega hrætt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2024 13:51 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sem búsett er í París. Stöð 2/Egill Allt bendir til þess að þingkosningarnar sem nú eru hafnar í Frakklandi verði sögulegar, að sögn fyrrverandi þingmanns sem búsettur er í París. Hún kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka spennu og ótta í frönsku samfélagi og nú, þar sem mikilla breytinga sé að vænta fari kosningarnar eins og kannanir bendi til. Í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar mældist Þjóðfylkingin, hægri-harðlínuflokkur Marine le Pen, með 36 prósenta fylgi. Bandalag vinstri flokka mældist með 29 prósenta fylgi og flokkur Emmanuels Macron forseta með 20 prósent. „Og þetta sýnir okkur að það er í vændum mjög líklega sögulegar niðurstöður í þingkosningum í Frakklandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður sem búsett er í París. Þetta séu gríðarleg tíðindi. Þjóðfylkingin mælist þarna í fyrsta sinn stærsti flokkurinn og væntanlegur stórsigur hennar hefði í för með sér miklar breytingar í frönsku samfélagi. „Til að mynda hafa þau boðað það að henda úr landi öllum þeim sem eru með tvískiptan ríkisborgararétt, það eru þrjár og hálf milljón manna, einnig hafa þau boðað það að skerða félagsleg réttindi fólks sem er erlendum uppruna, sem er þó að vinna hér og borga sína skatta og útsvar. Þetta þýðir líka að veðmál Macrons er ekki að ganga upp og hans staða veikist með þessu veðmáli sem hann tók.“ Aldrei upplifað aðra eins spennu Þá hefur áhugi Frakka á kosningunum sjaldan verið meiri. „Það eru sjö prósent fleiri sem eru búin að kjósa núna á hádegi í Frakklandi en fyrir tveimur árum síðan. Og það er gríðarlega stór tala,“ segir Rósa. Rósa segir að hver sem úrslitin verði muni frönsk stjórnmál áfram einkennast af mikilli spennu. Boðað hefur verið til mótmæla víða um land, fari kosningarnar eins og skoðanakannanir sýna. „Fólk er óttaslegið, fólk er einfaldlega hrætt. Ég hef ekki upplifað viðlíka spennu í frönsku samfélagi. Ég tók hluta af mínu háskólanámi hér, hef unnið hér og búið tvisvar sinnum og verið með annan fótinn í Frakklandi um áratugaskeið og ég hef ekki fundið fyrir viðlíka spennu.“ Kjörstaðir verða opnir til klukkan átta að frönskum tíma, sex að íslenskum tíma, í stærstu borgum í kvöld. Útgönguspár verða birtar um svipað leyti, sem ættu að gefa nokkuð skýra mynd af úrslitum kosninganna. Til að ná hreinum meirihluta þarf 289 þingsæti af 577 en lokaniðurstöður fást líklega ekki fyrr en að viku liðinni, eftir seinni umferð kosninganna 7. júlí. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43 Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar mældist Þjóðfylkingin, hægri-harðlínuflokkur Marine le Pen, með 36 prósenta fylgi. Bandalag vinstri flokka mældist með 29 prósenta fylgi og flokkur Emmanuels Macron forseta með 20 prósent. „Og þetta sýnir okkur að það er í vændum mjög líklega sögulegar niðurstöður í þingkosningum í Frakklandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður sem búsett er í París. Þetta séu gríðarleg tíðindi. Þjóðfylkingin mælist þarna í fyrsta sinn stærsti flokkurinn og væntanlegur stórsigur hennar hefði í för með sér miklar breytingar í frönsku samfélagi. „Til að mynda hafa þau boðað það að henda úr landi öllum þeim sem eru með tvískiptan ríkisborgararétt, það eru þrjár og hálf milljón manna, einnig hafa þau boðað það að skerða félagsleg réttindi fólks sem er erlendum uppruna, sem er þó að vinna hér og borga sína skatta og útsvar. Þetta þýðir líka að veðmál Macrons er ekki að ganga upp og hans staða veikist með þessu veðmáli sem hann tók.“ Aldrei upplifað aðra eins spennu Þá hefur áhugi Frakka á kosningunum sjaldan verið meiri. „Það eru sjö prósent fleiri sem eru búin að kjósa núna á hádegi í Frakklandi en fyrir tveimur árum síðan. Og það er gríðarlega stór tala,“ segir Rósa. Rósa segir að hver sem úrslitin verði muni frönsk stjórnmál áfram einkennast af mikilli spennu. Boðað hefur verið til mótmæla víða um land, fari kosningarnar eins og skoðanakannanir sýna. „Fólk er óttaslegið, fólk er einfaldlega hrætt. Ég hef ekki upplifað viðlíka spennu í frönsku samfélagi. Ég tók hluta af mínu háskólanámi hér, hef unnið hér og búið tvisvar sinnum og verið með annan fótinn í Frakklandi um áratugaskeið og ég hef ekki fundið fyrir viðlíka spennu.“ Kjörstaðir verða opnir til klukkan átta að frönskum tíma, sex að íslenskum tíma, í stærstu borgum í kvöld. Útgönguspár verða birtar um svipað leyti, sem ættu að gefa nokkuð skýra mynd af úrslitum kosninganna. Til að ná hreinum meirihluta þarf 289 þingsæti af 577 en lokaniðurstöður fást líklega ekki fyrr en að viku liðinni, eftir seinni umferð kosninganna 7. júlí.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43 Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43
Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45