Landsliðsþjálfarinn kenndi Weah um tap Bandaríkjanna: „Kjánaleg ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 09:30 Timothy Weah vildi eflaust láta sig hverfa eftir að hann var rekinn út af í leik Bandaríkjanna og Panama í Suður-Ameríkukeppninni. getty/Hector Vivas Bandaríska karlalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap fyrir Panama, 2-1, í C-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í gær. Rautt spjald sem Timothy Weah fékk snemma leiks reyndist dýrt fyrir Bandaríkjamenn. Á 18. mínútu í leiknum í Atlanta í gær sló Weah til Rodericks Miller, varnarmanns Panama. Hann fékk fyrst gult spjald en svo rautt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Fjórum mínútum eftir að Weah var rekinn af velli kom Folarin Balougn Bandaríkjunum yfir. En César Blackman jafnaði skömmu síðar og José Fajardo skoraði svo sigurmark Panama þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Tapið gæti reynst Bandaríkjamönnum dýrt en þeir þurfa líklega að vinna sjóðheita Úrúgvæa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í átta liða úrslit. Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska liðsins, sagði að rauða spjaldið hefði breytt öllu í leiknum í gær. „Ég get ekki áfellst leikmennina fyrir framlag þeirra, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Strákarnir sneru bökum saman og við vorum nálægt því að fá stig. En þetta er synd því það var meira í þessum leik og kjánaleg ákvörðun Timmys setti okkur í erfiða stöðu,“ sagði Berhalter. Eftir leikinn birti Weah færslu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á rauða spjaldinu og sagðist hafa brugðist liðsfélögum sínum og þjóðinni allri. Í hinum leik C-riðils rústaði Úrúgvæ Bólivíu, 5-0. Úrúgvæar eru á toppi riðilsins með sex stig en eru samt ekki enn komnir áfram. En eitt stig gegn Bandaríkjamönnum nægir þeim til að vinna riðilinn. Facundo Pellistri, Darwin Núnez, Maximiliano Araújo, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur skoruðu mörk Úrúgvæs í leiknum í New Jersey í nótt. Copa América Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Á 18. mínútu í leiknum í Atlanta í gær sló Weah til Rodericks Miller, varnarmanns Panama. Hann fékk fyrst gult spjald en svo rautt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. Fjórum mínútum eftir að Weah var rekinn af velli kom Folarin Balougn Bandaríkjunum yfir. En César Blackman jafnaði skömmu síðar og José Fajardo skoraði svo sigurmark Panama þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Tapið gæti reynst Bandaríkjamönnum dýrt en þeir þurfa líklega að vinna sjóðheita Úrúgvæa í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í átta liða úrslit. Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska liðsins, sagði að rauða spjaldið hefði breytt öllu í leiknum í gær. „Ég get ekki áfellst leikmennina fyrir framlag þeirra, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Strákarnir sneru bökum saman og við vorum nálægt því að fá stig. En þetta er synd því það var meira í þessum leik og kjánaleg ákvörðun Timmys setti okkur í erfiða stöðu,“ sagði Berhalter. Eftir leikinn birti Weah færslu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á rauða spjaldinu og sagðist hafa brugðist liðsfélögum sínum og þjóðinni allri. Í hinum leik C-riðils rústaði Úrúgvæ Bólivíu, 5-0. Úrúgvæar eru á toppi riðilsins með sex stig en eru samt ekki enn komnir áfram. En eitt stig gegn Bandaríkjamönnum nægir þeim til að vinna riðilinn. Facundo Pellistri, Darwin Núnez, Maximiliano Araújo, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur skoruðu mörk Úrúgvæs í leiknum í New Jersey í nótt.
Copa América Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira