Fyrsta markið kom loksins en Reggístrákarnir hans Heimis úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 07:31 Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í leiknum gegn Ekvador. getty/Ethan Miller Möguleikar Jamaíku á að komast í átta liða úrslit Suður-Ameríkukeppninnar eru úr sögunni eftir tap fyrir Ekvador, 3-1, í öðrum leik liðsins í B-riðli keppninnar. Jamaíka tapaði fyrir Mexíkó, 1-0, í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni og strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar þurftu því á góðum úrslitum gegn Ekvador að halda. Ekvador komst yfir á 13. mínútu þegar Kasey Palmer skoraði sjálfsmark. Kendry Páez tvöfaldaði svo forystuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu minnkaði Michail Antonio, leikmaður West Ham United, muninn fyrir Jamaíku. Markið var sögulegt en þetta var fyrsta mark Jamaíku í Suður-Ameríkukeppninni frá upphafi. Reggístrákunum mistókst að skora í fyrstu sjö leikjum sínum í keppninni. Jamaíkumenn sáu möguleikann á jöfnunarmarki í hillingum þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Dómari leiksins, Cristian Garay, var þá sendur í skjáinn til að skoða hvort Jamaíka ætti að fá víti vegna hendi. Hann dæmdi hins vegar ekki neitt. Strákarnir hans Heimis reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og tóku áhættu undir lokin. Ekvadorar nýttu sér það og skoruðu sitt þriðja mark eftir skyndisókn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1, Ekvador í vil. Ekvador er í 2. sæti B-riðils með þrjú stig, jafn mörg og Mexíkó sem tapaði fyrir Venesúela, 1-0, í hinum leik riðilsins. Salomón Rondón skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Venesúela er komið áfram í átta liða úrslit en Ekvador og Mexíkó mætast í úrslitaleik um hvort liðið fylgir venesúelska liðinu þangað. Jamaíka rekur svo lestina í B-riðlinum án stiga. Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Jamaíka tapaði fyrir Mexíkó, 1-0, í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni og strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar þurftu því á góðum úrslitum gegn Ekvador að halda. Ekvador komst yfir á 13. mínútu þegar Kasey Palmer skoraði sjálfsmark. Kendry Páez tvöfaldaði svo forystuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu minnkaði Michail Antonio, leikmaður West Ham United, muninn fyrir Jamaíku. Markið var sögulegt en þetta var fyrsta mark Jamaíku í Suður-Ameríkukeppninni frá upphafi. Reggístrákunum mistókst að skora í fyrstu sjö leikjum sínum í keppninni. Jamaíkumenn sáu möguleikann á jöfnunarmarki í hillingum þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Dómari leiksins, Cristian Garay, var þá sendur í skjáinn til að skoða hvort Jamaíka ætti að fá víti vegna hendi. Hann dæmdi hins vegar ekki neitt. Strákarnir hans Heimis reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og tóku áhættu undir lokin. Ekvadorar nýttu sér það og skoruðu sitt þriðja mark eftir skyndisókn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1, Ekvador í vil. Ekvador er í 2. sæti B-riðils með þrjú stig, jafn mörg og Mexíkó sem tapaði fyrir Venesúela, 1-0, í hinum leik riðilsins. Salomón Rondón skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Venesúela er komið áfram í átta liða úrslit en Ekvador og Mexíkó mætast í úrslitaleik um hvort liðið fylgir venesúelska liðinu þangað. Jamaíka rekur svo lestina í B-riðlinum án stiga.
Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira