Sjáðu mörkin sem tryggðu Austurríki sigur í dauðariðlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júní 2024 23:15 Marcel Sabitzer skoraði markið sem skaut Austurríkismönnum á topp D-riðils. Alex Livesey/Getty Images Austurríki stóð uppi sem óvæntur sigurvegari í D-riðli eftir frábæran 3-2 sigur gegn Hollendingum í dag. Keppni lauk í C- og D-riðlum Evrópumótsins í dag og í kvöld og er óhætt að segja að mikill munur hafi verið á leikjum riðlanna. Sjö mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í D-riðli, en ekki eitt einasta mark leit dagsins ljós í C-riðli. Í lokaumferð D-riðils áttust Austurríki og Holland við annars vegar, og hins vegar Frakkland og Pólland. Austurríki, Frakkland og Holland áttu öll möguleika á því að vinna riðilinn, en Pólverjar þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Pólverjum tókst hins vegar ekki að vinna Frakka og eru því úr leik. Liðið náði þó í stig þegar Robert Lewandowski jafnaði metin með marki af vítapunktinum eftir að Kylian Mbappé hafði komið Frökkum yfir, einnig með marki af vítapunktinum. Lewandowski þurfti þó tvær tilraunir til að skora úr sinni spyrnu. Frakkar urðu að sætta sig við 2. sætið í D-riðli eftir 1-1 jafntefli við Pólverja. Bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. 🇫🇷Mbappe var með grímuna og skoraði fyrsta EM-markið sitt og Lewandowski fékk tvær tilraunir til að skora úr sínu víti fyrir Pólverja🇵🇱 pic.twitter.com/xHEoGiqzi0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Jafntefli Frakklands og Póllands þýddi það aðbæði Austurríki og Holland gátu tryggt sér toppsæti riðilsins. Austurríkismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur í leik þar sem liðið komst yfir í þrígang. Donyell Malen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks áður en Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Hollendinga í upphafi síðari hálfleiks. Romano Schmid kom Austurríki yfir á nýjan leik á 59. mínútu, en Memphis Depay jafnaði metin fyrir Hollendinga á 75. mínútu. Fimm mínútum síðar tryggði Marcel Sabitzer Austurríkismönnum þó 3-2 sigur og sigur í riðlinum um leið. Alvöru dramatík þegar Austurríkismenn🇦🇹 tryggðu sér óvænt toppsætið í D-riðli með 3-2 sigri á Hollandi🇳🇱 Við sjáum mörkin⚽️📺 pic.twitter.com/BTNz5yG0UK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Í kvöldleikjunum í C-riðli voru hins vegar engin mörk skoruð. England tryggði sér efsta sæti riðilsins með markalausu jafntefli gegn Slóvenum og Danir og Serbar gerðu einnig markalaust jafntefli. Danir elta Englendinga upp úr riðlinum og Slóvenar einnig sem eitt af fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti. Serbar sitja þó eftir með sárt ennið. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Keppni lauk í C- og D-riðlum Evrópumótsins í dag og í kvöld og er óhætt að segja að mikill munur hafi verið á leikjum riðlanna. Sjö mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í D-riðli, en ekki eitt einasta mark leit dagsins ljós í C-riðli. Í lokaumferð D-riðils áttust Austurríki og Holland við annars vegar, og hins vegar Frakkland og Pólland. Austurríki, Frakkland og Holland áttu öll möguleika á því að vinna riðilinn, en Pólverjar þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Pólverjum tókst hins vegar ekki að vinna Frakka og eru því úr leik. Liðið náði þó í stig þegar Robert Lewandowski jafnaði metin með marki af vítapunktinum eftir að Kylian Mbappé hafði komið Frökkum yfir, einnig með marki af vítapunktinum. Lewandowski þurfti þó tvær tilraunir til að skora úr sinni spyrnu. Frakkar urðu að sætta sig við 2. sætið í D-riðli eftir 1-1 jafntefli við Pólverja. Bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. 🇫🇷Mbappe var með grímuna og skoraði fyrsta EM-markið sitt og Lewandowski fékk tvær tilraunir til að skora úr sínu víti fyrir Pólverja🇵🇱 pic.twitter.com/xHEoGiqzi0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Jafntefli Frakklands og Póllands þýddi það aðbæði Austurríki og Holland gátu tryggt sér toppsæti riðilsins. Austurríkismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-2 sigur í leik þar sem liðið komst yfir í þrígang. Donyell Malen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks áður en Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Hollendinga í upphafi síðari hálfleiks. Romano Schmid kom Austurríki yfir á nýjan leik á 59. mínútu, en Memphis Depay jafnaði metin fyrir Hollendinga á 75. mínútu. Fimm mínútum síðar tryggði Marcel Sabitzer Austurríkismönnum þó 3-2 sigur og sigur í riðlinum um leið. Alvöru dramatík þegar Austurríkismenn🇦🇹 tryggðu sér óvænt toppsætið í D-riðli með 3-2 sigri á Hollandi🇳🇱 Við sjáum mörkin⚽️📺 pic.twitter.com/BTNz5yG0UK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 25, 2024 Í kvöldleikjunum í C-riðli voru hins vegar engin mörk skoruð. England tryggði sér efsta sæti riðilsins með markalausu jafntefli gegn Slóvenum og Danir og Serbar gerðu einnig markalaust jafntefli. Danir elta Englendinga upp úr riðlinum og Slóvenar einnig sem eitt af fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti. Serbar sitja þó eftir með sárt ennið.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira