Óskar Hrafn ekki hrifinn af Southgate: „Eins og hundrað ára gamall prófessor“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 09:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson er ekki hrifinn af Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins. Getty/Richard Pelham & Hulda Margrét Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, var harðlega gagnrýndur eftir frammistöðu enska liðsins á móti Dönum á EM í gær. Ekki bara hjá enskum fjölmiðlum heldur einnig af Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Óskar Hrafn, fyrrum þjálfari Breiðabliks og Haugesund, fór ekkert í felur með það að hann var ekki hrifinn af því sem Southgate og hann menn buðu upp á í 1-1 jafntefli á móti Dönum í gær. Bara til að sparka í rassgatið á Gareth Soutgate „Ef það voru einhverjir sem áttu að vinna þennan leik þá voru það klárlega Danir og þó það væri bara til að sparka í rassgatið á Gareth Soutgate,“ sagði Óskar Hrafn í EM-stofunni á RÚV. „Hvað átti Southgate að gera? Farðu úr að ofan eða eitthvað. Gerðu eitthvað. Sýndu að þú sért með lífsmarki,“ sagði Óskar. Enska liðið var líflaust og bitlaust inn á vellinum. Liðið er uppfullt af stórstjörnum en þeir finna ekki taktinn. Engin ástríða „Hann er eins og hundrað ára gamall prófessor í einhverjum háskóla og það er ekkert. Það er engin ástríða,“ sagði Óskar. „Liðið hans er eiginlega jafnleiðinlegt og hann lítur út fyrir að vera. Það er eins og þeim leiðist þarna. Það er eins og einhver sé að pína þá til að vera þarna,“ sagði Óskar. „Ég þetta bara ekki. Ég næ þessu ekki. Ég var svona: Sniðugir á móti Serbíu og héldu boltanum. Voru með stjórn á leiknum. Ég kaupi þessa áætlun hans í einum leik en svo verður því bara að hætta þessu bulli. Hættu þessari varkárni,“ sagði Óskar eins og sjá má hér fyrir neðan. Óskar Hrafn er ekkert sérstaklega hrifinn af Gareth Southgate 😤😆 pic.twitter.com/uaET1yC18M— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Óskar Hrafn, fyrrum þjálfari Breiðabliks og Haugesund, fór ekkert í felur með það að hann var ekki hrifinn af því sem Southgate og hann menn buðu upp á í 1-1 jafntefli á móti Dönum í gær. Bara til að sparka í rassgatið á Gareth Soutgate „Ef það voru einhverjir sem áttu að vinna þennan leik þá voru það klárlega Danir og þó það væri bara til að sparka í rassgatið á Gareth Soutgate,“ sagði Óskar Hrafn í EM-stofunni á RÚV. „Hvað átti Southgate að gera? Farðu úr að ofan eða eitthvað. Gerðu eitthvað. Sýndu að þú sért með lífsmarki,“ sagði Óskar. Enska liðið var líflaust og bitlaust inn á vellinum. Liðið er uppfullt af stórstjörnum en þeir finna ekki taktinn. Engin ástríða „Hann er eins og hundrað ára gamall prófessor í einhverjum háskóla og það er ekkert. Það er engin ástríða,“ sagði Óskar. „Liðið hans er eiginlega jafnleiðinlegt og hann lítur út fyrir að vera. Það er eins og þeim leiðist þarna. Það er eins og einhver sé að pína þá til að vera þarna,“ sagði Óskar. „Ég þetta bara ekki. Ég næ þessu ekki. Ég var svona: Sniðugir á móti Serbíu og héldu boltanum. Voru með stjórn á leiknum. Ég kaupi þessa áætlun hans í einum leik en svo verður því bara að hætta þessu bulli. Hættu þessari varkárni,“ sagði Óskar eins og sjá má hér fyrir neðan. Óskar Hrafn er ekkert sérstaklega hrifinn af Gareth Southgate 😤😆 pic.twitter.com/uaET1yC18M— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira