Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2024 13:58 Ofurparið fór líklega í sinn lengsta bíltúr til þessa um helgina. Hringferð um Ísland með stoppi á Seyðisfirði vegna brúðkaups á Siglufirði. Róbert Arnar Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar sköthjúin létu pússa sig saman á Sigló. Veislugestir fjölmenntu norður í land og mættu margir hverjir á föstudeginum til að gera almennilega helgi úr þessu. Flestir komu úr höfuðborginni sem þýðir fimm klukkustunda akstur eða svo hvor leið. Það er ef þú ákveður að aka stystu leið um Vesturlandsveg. Hringvegurinn býður auðvitað upp á möguleikann að aka hringveginn í hina áttina, sem býður meðal annars upp á útsýnisstopp við Jökulsárlón og fleiri vinsæla ferðamannastaði. Sú leið frá Reykjavík til Siglufjarðar tekur aftur á móti þrettán klukkustundir í akstri. Brynjar Bjarkason lagði upp í brúðkaupið ásamt kærustu sinni Helgu Þóru Bjarnadóttur og heppinni vinkonu sem slóst með í ferðalagið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lögðu þau líkt og fleiri af stað á föstudeginum og eftir langan akstur komu þau á áfangastað. Sem því miður var rangur. Það tekur tæpar níu klukkustundir að keyra frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, suðurleiðina. Þríeykið var nefnilega ekki mætt á Siglufjörð heldur á Seyðisfjörð. Níu tíma akstur að baki og fleiri tímar í akstri fram undan til að ná á áfangastað. Það vill svo skemmtilega til að það tekur um það bil jafnlangan tíma að keyra frá Seyðisfirði til Siglufjarðar eins og frá Reykjavík til Siglufjarðar. Á löglegum hraða tekur aksturinn frá Seyðisfirði til Siglufjarðar tæpar fimm klukkustundir. Brynjar og Helga Þóra mættu samkvæmt upplýsingum fréttastofu í tæka tíð fyrir brúðkaupið og líklega með smá ferðaþreytu eftir hátt í fjórtán tíma akstur á rúmum sólarhring. Það stoppaði Brynjar ekki á sviðinu í brúðkaupsveislunni þar sem þeir Aron Kristinn Jónsson, Club Dub bræður, fóru að sögn veislugesta á kostum. Aron Kristinn og Brynjar fóru líka á kostum í Einkalífinu á Vísi árið 2019. Hrakfarir Brynjars og Helgu Þóru urðu veislugestum enn eitt tilefnið til að brosa og hlæja í veislunni sem tókst vel til. Rifjuðu margir upp umræðu í kringum sjónvarpsþættina Ófærð sem teknir voru að hluta á Seyðisfirði en gerðust á Siglufirði. Þá rifjuðu sumir upp ferðasögu Bandaríkjamannsins Noel Santillan frá New Jersey sem bókaði sér hótel á Laugavegi í Reykjavík en endaði bíltúr sinn frá Keflavíkurflugvelli á Laugarvegi á Siglufirði. Bíltúrinn reyndist Noel vel sem var eins og blóm í eggi á Siglufirði og átti eftir að leika í auglýsingu fyrir Hótel Sigló. Koma verður í ljós hvort bíltúr þeirra Brynjars og stelpnanna verði innblástur við lagasmíð hjá popp- og raftónlistartvíeykinu. Múlaþing Fjallabyggð Brúðkaup Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar sköthjúin létu pússa sig saman á Sigló. Veislugestir fjölmenntu norður í land og mættu margir hverjir á föstudeginum til að gera almennilega helgi úr þessu. Flestir komu úr höfuðborginni sem þýðir fimm klukkustunda akstur eða svo hvor leið. Það er ef þú ákveður að aka stystu leið um Vesturlandsveg. Hringvegurinn býður auðvitað upp á möguleikann að aka hringveginn í hina áttina, sem býður meðal annars upp á útsýnisstopp við Jökulsárlón og fleiri vinsæla ferðamannastaði. Sú leið frá Reykjavík til Siglufjarðar tekur aftur á móti þrettán klukkustundir í akstri. Brynjar Bjarkason lagði upp í brúðkaupið ásamt kærustu sinni Helgu Þóru Bjarnadóttur og heppinni vinkonu sem slóst með í ferðalagið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lögðu þau líkt og fleiri af stað á föstudeginum og eftir langan akstur komu þau á áfangastað. Sem því miður var rangur. Það tekur tæpar níu klukkustundir að keyra frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, suðurleiðina. Þríeykið var nefnilega ekki mætt á Siglufjörð heldur á Seyðisfjörð. Níu tíma akstur að baki og fleiri tímar í akstri fram undan til að ná á áfangastað. Það vill svo skemmtilega til að það tekur um það bil jafnlangan tíma að keyra frá Seyðisfirði til Siglufjarðar eins og frá Reykjavík til Siglufjarðar. Á löglegum hraða tekur aksturinn frá Seyðisfirði til Siglufjarðar tæpar fimm klukkustundir. Brynjar og Helga Þóra mættu samkvæmt upplýsingum fréttastofu í tæka tíð fyrir brúðkaupið og líklega með smá ferðaþreytu eftir hátt í fjórtán tíma akstur á rúmum sólarhring. Það stoppaði Brynjar ekki á sviðinu í brúðkaupsveislunni þar sem þeir Aron Kristinn Jónsson, Club Dub bræður, fóru að sögn veislugesta á kostum. Aron Kristinn og Brynjar fóru líka á kostum í Einkalífinu á Vísi árið 2019. Hrakfarir Brynjars og Helgu Þóru urðu veislugestum enn eitt tilefnið til að brosa og hlæja í veislunni sem tókst vel til. Rifjuðu margir upp umræðu í kringum sjónvarpsþættina Ófærð sem teknir voru að hluta á Seyðisfirði en gerðust á Siglufirði. Þá rifjuðu sumir upp ferðasögu Bandaríkjamannsins Noel Santillan frá New Jersey sem bókaði sér hótel á Laugavegi í Reykjavík en endaði bíltúr sinn frá Keflavíkurflugvelli á Laugarvegi á Siglufirði. Bíltúrinn reyndist Noel vel sem var eins og blóm í eggi á Siglufirði og átti eftir að leika í auglýsingu fyrir Hótel Sigló. Koma verður í ljós hvort bíltúr þeirra Brynjars og stelpnanna verði innblástur við lagasmíð hjá popp- og raftónlistartvíeykinu.
Múlaþing Fjallabyggð Brúðkaup Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira