Donovan, sem lagði skóna á hilluna árið 2019, var mættur sem sérfræðingur á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox Sports til að fjalla um Evrópumótið í fótbolta sem nú fer fram.
Óhætt er að segja að hárgreiðsla Donovans hafi vakið athygli og gerðu netverjar á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, óspart grín að hárgreiðslunni.
Einn þeirra sem gerði grín af hárgreiðslu Donovans var Mike Magee, fyrrverandi samherji hans hjá LA Galaxy. Magee birti mynd af samskiptum þeirra félaga, sem og mynd af Donovan sjálfum.
Sorry @landondonovan 😂 pic.twitter.com/VGj2AFwWhs
— Mike Magee (@magee18) June 18, 2024
„LD, skoðaðu Twitter eins fljótt og þú getur og rektu kannski rakarann þinn,“ segir Magee í skilaboðum sínum til Donovan.
„Hvar varst þú fyrir sjö klukkustundum? Ég fór í hárígræðslu fyrir tveimur vikum og var sagt að þetta myndi ekki sjást í myndavél,“ svaraði Donovan.