„Hættiði að senda mér pening“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 09:02 Hassan Sunny tapaði leiknum en sá samt til þess að Kínverjar komust áfram. Getty/Yong Teck Lim Landsliðsmarkvörður Singapúr þurfti að biðja stuðningsmenn kínverska landsliðsins sérstaklega um það að hætta að senda sér pening. Ástæðan fyrir öllum peningasendingunum frá Kína var frammistaða Hassan Sunny í leik á móti Tælandi í undankeppni HM. Frammistaða Sunny í leik Singapúr og Taílands sá nefnilega til þess að Taíland komst ekki upp fyrir Kína á markatölu í baráttu um sæti í næstu umferð undankeppnni HM 2026. WATCH: Chinese football fans and livestreamers at Hassan Sunny’s food stall in Tampines after the veteran goalkeeper became an overnight celebrity for his heroics against Thailand that helped to keep China’s 2026 World Cup hopes alive https://t.co/9v9DidKY9I(Video: CNA/Davina… pic.twitter.com/hWeY8jZgVl— CNA (@ChannelNewsAsia) June 12, 2024 Suður Kórea vann riðilinn með yfirburðum en Kína og Taíland enduðu með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þar sem að Taíland skoraði bara þrisvar sinnum hjá Hassan Sunny þá voru báðar þjóðir með markatöluna 9-9. Innbyrðis viðureignir réðu því úrslitum og Kína hafði þar betur og fór því áfram í þriðju umferðina. Sunny er fertugur og varði alls ellefu skot í þessum leik. Hetjudáðir hans fóru á flug á kínverskum samfélagsmiðlum sem og upplýsingar um götubitafyrirtæki hans og eiginkonunnar. Stuðningsmenn kínverska landsliðsins vildu þakka fyrir sig og fóru að senda þeim hjónum pening í gegnum netið. S'pore goalkeeper Hassan Sunny swarmed by China football fans while on holiday there https://t.co/3mcwCYlaSM pic.twitter.com/lT8waV2FAU— Mothership (@MothershipSG) June 17, 2024 „Naut ég þess um tíma? Ég hugsaði, allt í lagi það er peningur að koma á reikninginn. Svo fór ég að hugsa: Hvenær stoppar þetta eiginlega? Er þetta löglegt? Ég held að við verðum að stoppa þetta,“ skrifaði Hassan Sunny á samfélagsmiðla sína. „Ég kann virkilega að meta stuðning ykkar undanfarna daga sem hefur sýnt mér ástríðu kínverska stuðningsmanna. QR-kóðinn hefur gengið á milli manna á netinu og sumir hafa nýtt sér það og búið til falska aðganga. Ég biðla nú til ykkar að sýna skynsemi. Hættiði að senda mér pening,“ skrifaði Sunny. Kínverskir stuðningsmenn fjölmenntu líka til hans og konunnar og fengu sér götubita. Hann fékk líka frábæra dóma og stökk upp í efsta sætið yfir besta veitingastaðinn á svæðinu á kínversku matarappi. Kínverjar gerðu allt í sínu valdi til að þakka Sunny fyrir allar vörslurnar. Kínverjar hafa ekki komist á HM karla í fótbolta síðan árið 2002. Það er óhætt að segja að það séu margir sem dreymir nú um það að biðin endi loksins í þessari undankeppni HM. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Sjá meira
Ástæðan fyrir öllum peningasendingunum frá Kína var frammistaða Hassan Sunny í leik á móti Tælandi í undankeppni HM. Frammistaða Sunny í leik Singapúr og Taílands sá nefnilega til þess að Taíland komst ekki upp fyrir Kína á markatölu í baráttu um sæti í næstu umferð undankeppnni HM 2026. WATCH: Chinese football fans and livestreamers at Hassan Sunny’s food stall in Tampines after the veteran goalkeeper became an overnight celebrity for his heroics against Thailand that helped to keep China’s 2026 World Cup hopes alive https://t.co/9v9DidKY9I(Video: CNA/Davina… pic.twitter.com/hWeY8jZgVl— CNA (@ChannelNewsAsia) June 12, 2024 Suður Kórea vann riðilinn með yfirburðum en Kína og Taíland enduðu með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þar sem að Taíland skoraði bara þrisvar sinnum hjá Hassan Sunny þá voru báðar þjóðir með markatöluna 9-9. Innbyrðis viðureignir réðu því úrslitum og Kína hafði þar betur og fór því áfram í þriðju umferðina. Sunny er fertugur og varði alls ellefu skot í þessum leik. Hetjudáðir hans fóru á flug á kínverskum samfélagsmiðlum sem og upplýsingar um götubitafyrirtæki hans og eiginkonunnar. Stuðningsmenn kínverska landsliðsins vildu þakka fyrir sig og fóru að senda þeim hjónum pening í gegnum netið. S'pore goalkeeper Hassan Sunny swarmed by China football fans while on holiday there https://t.co/3mcwCYlaSM pic.twitter.com/lT8waV2FAU— Mothership (@MothershipSG) June 17, 2024 „Naut ég þess um tíma? Ég hugsaði, allt í lagi það er peningur að koma á reikninginn. Svo fór ég að hugsa: Hvenær stoppar þetta eiginlega? Er þetta löglegt? Ég held að við verðum að stoppa þetta,“ skrifaði Hassan Sunny á samfélagsmiðla sína. „Ég kann virkilega að meta stuðning ykkar undanfarna daga sem hefur sýnt mér ástríðu kínverska stuðningsmanna. QR-kóðinn hefur gengið á milli manna á netinu og sumir hafa nýtt sér það og búið til falska aðganga. Ég biðla nú til ykkar að sýna skynsemi. Hættiði að senda mér pening,“ skrifaði Sunny. Kínverskir stuðningsmenn fjölmenntu líka til hans og konunnar og fengu sér götubita. Hann fékk líka frábæra dóma og stökk upp í efsta sætið yfir besta veitingastaðinn á svæðinu á kínversku matarappi. Kínverjar gerðu allt í sínu valdi til að þakka Sunny fyrir allar vörslurnar. Kínverjar hafa ekki komist á HM karla í fótbolta síðan árið 2002. Það er óhætt að segja að það séu margir sem dreymir nú um það að biðin endi loksins í þessari undankeppni HM. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti