Mbappé sleppur við aðgerð vegna nefbrotsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 07:53 Kylian Mbappé varð fyrir því óláni að nefbrotna i fyrsta leik Frakka á EM 2024. Getty/Rico Brouwer Stórstjarna Frakka endaði kvöldið á sjúkrahúsi eftir fyrsta leik franska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. Kylian Mbappé nefbrotnaði í 1-0 sigri á Austurríkismönnum í gærkvöldi. Blóðið fossaði úr nefinu á honum og óttast var að hann þyrfti að gangast undir aðgerð. Slík aðgerð hefði þýtt að hann hefði jafnvel misst af öllu Evrópumótinu eða stórum hluta mótsins. Kevin Danso was charge with looking after Kylian Mbappe in 🇦🇹 v 🇫🇷 at #EURo2024 tonight. Danso left the Frenchman needing surgery on his nose. 💉🩸 pic.twitter.com/gVIMlcxRRM— Ibrahim Sannie Daara (@SannieDaara) June 17, 2024 Philippe Diallo, forseti franska knattspyrnusambandsins, staðfesti það við ESPN að læknaliðið hefði metið það eftir frekari skoðun að Mbappé þyrfti ekki að fara í aðgerð. Mbappé yfirgaf sjúkrahúsið í Düsseldorf klukkan eitt eftir miðnætti á staðartíma og er kominn aftur til móts við franska liðið. Næst á dagskrá er að útbúa sérhannaða grímu fyrir hann sem hann spilar með næstu vikurnar. Það er samt óvíst hvort hann geti spilað næsta leik sem er á móti Hollandi á föstudaginn. Mbappé skoraði ekki í leiknum en lagði upp markið. Varnarmaður Austurríkis skallaði þá boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá franska framherjanum. Mbappé nefbrotnaði eftir að hafa lent í samstuði við Austurríkismanninn Kevin Danso seint í leiknum. „Nefið hans lítur illa út. Við verðum bara að bíða og sjá til. Læknaliðið okkar sér um þetta. Þetta voru samt slæmar fréttir fyrir okkur,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakka, eftir leikinn. „Augljóslega er franska landsliðið ekki það sama án hans. Ég vona að hann geti verið með okkur,“ sagði Deschamps. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé has just left the hospital after it was confirmed that he broke his nose.Mbappé will not undergo surgery despite initial indications, waiting to decide how to manage him for upcoming two games. pic.twitter.com/Fhbhft1OAO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 17, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sjá meira
Kylian Mbappé nefbrotnaði í 1-0 sigri á Austurríkismönnum í gærkvöldi. Blóðið fossaði úr nefinu á honum og óttast var að hann þyrfti að gangast undir aðgerð. Slík aðgerð hefði þýtt að hann hefði jafnvel misst af öllu Evrópumótinu eða stórum hluta mótsins. Kevin Danso was charge with looking after Kylian Mbappe in 🇦🇹 v 🇫🇷 at #EURo2024 tonight. Danso left the Frenchman needing surgery on his nose. 💉🩸 pic.twitter.com/gVIMlcxRRM— Ibrahim Sannie Daara (@SannieDaara) June 17, 2024 Philippe Diallo, forseti franska knattspyrnusambandsins, staðfesti það við ESPN að læknaliðið hefði metið það eftir frekari skoðun að Mbappé þyrfti ekki að fara í aðgerð. Mbappé yfirgaf sjúkrahúsið í Düsseldorf klukkan eitt eftir miðnætti á staðartíma og er kominn aftur til móts við franska liðið. Næst á dagskrá er að útbúa sérhannaða grímu fyrir hann sem hann spilar með næstu vikurnar. Það er samt óvíst hvort hann geti spilað næsta leik sem er á móti Hollandi á föstudaginn. Mbappé skoraði ekki í leiknum en lagði upp markið. Varnarmaður Austurríkis skallaði þá boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá franska framherjanum. Mbappé nefbrotnaði eftir að hafa lent í samstuði við Austurríkismanninn Kevin Danso seint í leiknum. „Nefið hans lítur illa út. Við verðum bara að bíða og sjá til. Læknaliðið okkar sér um þetta. Þetta voru samt slæmar fréttir fyrir okkur,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakka, eftir leikinn. „Augljóslega er franska landsliðið ekki það sama án hans. Ég vona að hann geti verið með okkur,“ sagði Deschamps. 🚨🇫🇷 Kylian Mbappé has just left the hospital after it was confirmed that he broke his nose.Mbappé will not undergo surgery despite initial indications, waiting to decide how to manage him for upcoming two games. pic.twitter.com/Fhbhft1OAO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 17, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sjá meira