Hljómsveitin samanstendur af mörgum hljóðfæraleikurum sem leika ýmist á básúnu, trompet, slagverk, kontrabassa, gítar og píanó.
Salsakommúnan gaf út plötu árið 2017 og spilaði að auki inn á lagið Aquaman með ClubDub.
„Salsakommúnan hitar upp fyrir 17. júní og (vonandi) sjóðheitt og sólríkt sumar með því að telja í þingvallasönginn Öxar við ána. Pylsur, helíumblöðrur, andlitsmálning, fánar og salsa... verður það eitthvað betra?“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar á Facebook.
Lagið ásamt tónlistarmyndbandi má nálgast hér að neðan.