Tíminn sem fór í að ræða perra inni í hreyfingunni með ólíkindum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2024 11:07 Brynjar Karl Sigurðsson frumkvöðull segir að þegar hann beitir þjálfunaraðferðum sínum á stráka fái hann lof, en um leið og þjálfunin snúi að stelpum verði allt vitlaust. Brynjar Karl Sigurðsson frumkvöðull og körfuboltaþjálfari segir íslenska menningu þjakaða af andvaraleysi og að fólk sé upp til hópa of upptekið af dyggðaskreytingum. Brynjar segist í nýjasta þætti Podcasts með Sölva Tryggvasyni hafa upplifað ótrúlega atburði á síðustu árum innan körfuboltahreyfingarinnar. „Ég setti saman þjálfaranámskeið fyrir konur þegar dóttir mín var átta ára. Hugmyndin var að ef stelpur og konur gætu mætt saman án karla, þá væru meiri líkur á að þær myndu mæta. Svo er ég að tala við þær sem mættu og bara tíminn sem fór í að ræða alla perrana inni í hreyfingunni var með ólíkindum. Það var magnað. Þarna voru greinilega aðilar sem höfðu verið að perrast í stelpunum og ég hugsaði bara, af hverju jarðið þið ekki bara þessa gæja?“ segir Brynjar Karl. Hann hafi fengið þau svör að mennirnir væru að vinna með landsliðinu og það mætti ekki skemma fyrir möguleikum sem þeir hefðu. Dóttirin komið honum til varnar „Ég benti þeim á að áður en við færum að hugsa um íþróttir yrðum við að skoða fyrir hvað við stæðum og sumir hlutir væru bara mikilvægari en að spila fyrir landslið. Það er svo margt brotið í hreyfingunni á sama tíma og menn eru að dyggðaskreyta sig og þykjast standa fyrir jafnrétti og annað í þeim dúr. Það eru allir bara að pæla í rassgatinu á sjálfum sér,“ segir Brynjar Karl, sem hefur vægast sagt fengið storm í fangið fyrir aðferðir sínar við þjálfun á undanförnum árum. „Áður en ég kom hingað inn í þetta viðtal var ég að tala við dóttur mína. Ég vona að hún verði ekki fúl út í mig fyrir að segja þetta. Hún stofnaði Aþenu með mér og það eru fáir sem hafa staðið storminn jafnmikið og hún. Ég verð klökkur þegar ég byrja að tala um þetta. Þegar ég var hataðasti maður líklega í sögu íþróttahreyfingarinnar tók hún sér það hlutverk að verja pabba sinn og taka slaginn fyrir mig. Ég þekki áfalla- og kvíðafræðin, en ég hafði engar áhyggjur af henni af því að ég veit hvað hún er sterk. Lykilatriðið var að taka nógu mörg samtöl við hana og þannig skilja hvað væri að gerast.“ Hrós fyrir að hrópa á stráka Í þættinum ræðir Brynjar líka um umræðuna um sig og þjálfunaraðferðir sínar. Hann segir flesta þá sem hafa mjög sterkar neikvæðar skoðanir á honum ekki hafa kynnt sér hvað hann er raunverulega að gera. „Í hnotskurn er það sem ég er að gera að þjálfa stelpur eins og ég hef alltaf þjálfað stráka. Hræsnin og tvískinnungurinn er hrópandi. Þegar ég þjálfa stráka á þennan hátt fæ ég bara hrós og fólki finnst það sem ég er að gera æðislegt. En um leið og þjálfunin snýr að stelpum verður allt vitlaust. Og hópurinn sem hefur sterkustu neikvæðu skoðanirnar á því sem ég er að gera er sami hópur og segir að það sé enginn munur á kynjunum. Það er alveg galið að hópurinn sem segist mest vera feminískri baráttu rís mest upp á afturlappirnar þegar það er verið að valdefla stelpur. Líklega er hluti af því vegna þess að ég neita að fórnarlambavæða leikmennina mína og set ábyrgð á þær og meðhöndla þær af virðingu. Ég neita að tipla á tánum í kringum ungar stelpur bara af því að þær eru stelpur. Þetta eru svo flottir einstaklingar sem þola það mjög vel að takast á við mótlæti og láta valdefla sig. Flestir sem þjálfa ungar stelpur þjálfa þær allt öðruvísi en stráka og meðhöndla þær jafnvel eins og minni máttar, sem er þveröfugt við valdeflingu.“ Verst þegar talað er niður til stelpnanna Brynjar segir að margir hafi þó skipt um skoðun á honum, meðal annars Frosti Logason, sem Brynjar segist hafa verið verulega ósáttur við á sínum tíma. „Ég var brjálaður út í hann af því að hann talaði svo illa um mig. En það var þeim mun fallegra þegar hann skipti um skoðun á mér og fór að tala vel um mig. Ég hafði svo sem ekki tjáð mig mikið sjálfur á þessum tíma, þannig að hann mótaði sér bara skoðanir miðað við það sem hafði komið fram. Það tekur fólk oft tíma að skilja hvað ég er raunverulega að gera. Frosti er einn af þeim sem áttaði sig á hlutunum og eftir það hefur hann sagt það opinberlega og það er mikill manndómur í því. Þetta var á tímabili þegar það var verið að saka mig um að vera „cult“ leiðtogi og það tók aðeins á. En það var verst þegar það var verið að tala niður stelpurnar mínar. Ég var til í að taka allan skít í heimi, en að gera lítið úr íþróttastelpum á þessum aldri er bara ömurlegt.“ Þáttinn í heild sinni má nálgast á Spotify. Podcast með Sölva Tryggva Körfubolti Jafnréttismál Tengdar fréttir Stelpum loks leyft að spila við stráka og öfugt: „Hvílík lexía fyrir stelpurnar mínar“ Héðan í frá mega strákar spila í stelpuflokkum og stelpur spila í strákaflokkum í körfubolta á Íslandi. Yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa nýafstaðins Körfuknattleiksþings samþykkti þetta. 27. mars 2023 11:28 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 „Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
„Ég setti saman þjálfaranámskeið fyrir konur þegar dóttir mín var átta ára. Hugmyndin var að ef stelpur og konur gætu mætt saman án karla, þá væru meiri líkur á að þær myndu mæta. Svo er ég að tala við þær sem mættu og bara tíminn sem fór í að ræða alla perrana inni í hreyfingunni var með ólíkindum. Það var magnað. Þarna voru greinilega aðilar sem höfðu verið að perrast í stelpunum og ég hugsaði bara, af hverju jarðið þið ekki bara þessa gæja?“ segir Brynjar Karl. Hann hafi fengið þau svör að mennirnir væru að vinna með landsliðinu og það mætti ekki skemma fyrir möguleikum sem þeir hefðu. Dóttirin komið honum til varnar „Ég benti þeim á að áður en við færum að hugsa um íþróttir yrðum við að skoða fyrir hvað við stæðum og sumir hlutir væru bara mikilvægari en að spila fyrir landslið. Það er svo margt brotið í hreyfingunni á sama tíma og menn eru að dyggðaskreyta sig og þykjast standa fyrir jafnrétti og annað í þeim dúr. Það eru allir bara að pæla í rassgatinu á sjálfum sér,“ segir Brynjar Karl, sem hefur vægast sagt fengið storm í fangið fyrir aðferðir sínar við þjálfun á undanförnum árum. „Áður en ég kom hingað inn í þetta viðtal var ég að tala við dóttur mína. Ég vona að hún verði ekki fúl út í mig fyrir að segja þetta. Hún stofnaði Aþenu með mér og það eru fáir sem hafa staðið storminn jafnmikið og hún. Ég verð klökkur þegar ég byrja að tala um þetta. Þegar ég var hataðasti maður líklega í sögu íþróttahreyfingarinnar tók hún sér það hlutverk að verja pabba sinn og taka slaginn fyrir mig. Ég þekki áfalla- og kvíðafræðin, en ég hafði engar áhyggjur af henni af því að ég veit hvað hún er sterk. Lykilatriðið var að taka nógu mörg samtöl við hana og þannig skilja hvað væri að gerast.“ Hrós fyrir að hrópa á stráka Í þættinum ræðir Brynjar líka um umræðuna um sig og þjálfunaraðferðir sínar. Hann segir flesta þá sem hafa mjög sterkar neikvæðar skoðanir á honum ekki hafa kynnt sér hvað hann er raunverulega að gera. „Í hnotskurn er það sem ég er að gera að þjálfa stelpur eins og ég hef alltaf þjálfað stráka. Hræsnin og tvískinnungurinn er hrópandi. Þegar ég þjálfa stráka á þennan hátt fæ ég bara hrós og fólki finnst það sem ég er að gera æðislegt. En um leið og þjálfunin snýr að stelpum verður allt vitlaust. Og hópurinn sem hefur sterkustu neikvæðu skoðanirnar á því sem ég er að gera er sami hópur og segir að það sé enginn munur á kynjunum. Það er alveg galið að hópurinn sem segist mest vera feminískri baráttu rís mest upp á afturlappirnar þegar það er verið að valdefla stelpur. Líklega er hluti af því vegna þess að ég neita að fórnarlambavæða leikmennina mína og set ábyrgð á þær og meðhöndla þær af virðingu. Ég neita að tipla á tánum í kringum ungar stelpur bara af því að þær eru stelpur. Þetta eru svo flottir einstaklingar sem þola það mjög vel að takast á við mótlæti og láta valdefla sig. Flestir sem þjálfa ungar stelpur þjálfa þær allt öðruvísi en stráka og meðhöndla þær jafnvel eins og minni máttar, sem er þveröfugt við valdeflingu.“ Verst þegar talað er niður til stelpnanna Brynjar segir að margir hafi þó skipt um skoðun á honum, meðal annars Frosti Logason, sem Brynjar segist hafa verið verulega ósáttur við á sínum tíma. „Ég var brjálaður út í hann af því að hann talaði svo illa um mig. En það var þeim mun fallegra þegar hann skipti um skoðun á mér og fór að tala vel um mig. Ég hafði svo sem ekki tjáð mig mikið sjálfur á þessum tíma, þannig að hann mótaði sér bara skoðanir miðað við það sem hafði komið fram. Það tekur fólk oft tíma að skilja hvað ég er raunverulega að gera. Frosti er einn af þeim sem áttaði sig á hlutunum og eftir það hefur hann sagt það opinberlega og það er mikill manndómur í því. Þetta var á tímabili þegar það var verið að saka mig um að vera „cult“ leiðtogi og það tók aðeins á. En það var verst þegar það var verið að tala niður stelpurnar mínar. Ég var til í að taka allan skít í heimi, en að gera lítið úr íþróttastelpum á þessum aldri er bara ömurlegt.“ Þáttinn í heild sinni má nálgast á Spotify.
Podcast með Sölva Tryggva Körfubolti Jafnréttismál Tengdar fréttir Stelpum loks leyft að spila við stráka og öfugt: „Hvílík lexía fyrir stelpurnar mínar“ Héðan í frá mega strákar spila í stelpuflokkum og stelpur spila í strákaflokkum í körfubolta á Íslandi. Yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa nýafstaðins Körfuknattleiksþings samþykkti þetta. 27. mars 2023 11:28 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 „Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Stelpum loks leyft að spila við stráka og öfugt: „Hvílík lexía fyrir stelpurnar mínar“ Héðan í frá mega strákar spila í stelpuflokkum og stelpur spila í strákaflokkum í körfubolta á Íslandi. Yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa nýafstaðins Körfuknattleiksþings samþykkti þetta. 27. mars 2023 11:28
Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18
„Breiðholt mesta fátæktargildra landsins“ Brynjar Karl Sigurðsson er einn eftirtektarverðasti þjálfari landsins. Og um leið sá umdeildasti. Brynjar Karl þjálfar kvennalið í körfubolta – Aþenu – sem nú berst um sæti í úrvalsdeild. 25. apríl 2024 07:00