Hvers vegna tölum við um bongóblíðu? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. júní 2024 11:00 Orðið má rekja til Sólarsömbu Magnúsar Kjartanssonar en hefur borið á góma í veðurfréttum og í pontu sjálfs Alþingis. Vísir/Samsett Þegar líða fer á júní skýtur orðið bongóblíða, eða bara bongó, æ oftar upp kollinum þegar landsmenn lýsa veðráttu. Þetta orð á sér, eins og gefur að skilja, ekki langa sögu í málinu og blaðamanni þótti ólíklegt að Jónas Hallgrímsson eða Hallgrímur Pétursson hefðu talað um bongó þegar veðrið lék við þá forðum daga. Rannsóknarferlið tók ekki drjúga stund þar sem Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, gerði grein fyrir sifjum orðsins í grein sem hún birti á Vísindavefinn árið 2017. Þar segir hún að orðið bongóblíða hafi fyrst komið fram í laginu Sólarsömbu sem Bræðrabandalagið söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 1988. Guðrún vitnar í ummæli sem hún fann á vefnum Bland. „Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng íslenska sumarsins og kynna það vonandi fyrir nýjum kynslóðum. Lag þetta var sem límt við heila landsmanna þegar það braust fram á sjónarsviðið árið 1988 og má nefna að það var í texta þessa lag sem nýyrðið "bongóblíða" skaut fyrst upp kollinum. Í dag er ekki útskrifaður veðurfræðingur á Íslandi án þess að hann hafi tamið sér notkun þessa orð,“ skrifar ónefndur notandi Bland. Í grein sinni á Vísindavefnum tekur Guðrún fram að bongó sé nafn á antílóputegund á sléttum Mið-Afríku sem og afró-kúbanskri trommu og því hefur þessi tiltekna samsetning hljóða haft einhvern suðrænan, hitabeltisblæ fyrir höfundi lagsins. Orðið hefur síðan jafnt og þétt aukist í notkun í fréttum ef marka má leitarvél Tímarit.is. Því hefur einnig borið á góma í veðurfréttum og á samfélagsmiðlum. Um Verslunarmannahelgina árið 2017 var viðtal við höfund orðsins bongóblíða Halldór Gunnarsson. Hann samdi textann fyrir Magnús Kjartansson og segir orðið eiga tilvist sinni að þakka því að hann vantaði stuðul við höfuðstafinn í „básúnur.“ „Vegna stuðlunarinnar í orðinu passaði það sérstaklega vel inn í sumarlegan textann: „Þetta er algjör bongóblíða, og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag.“ Sumarið 1988 kom svo út safnplatan Bongóblíða á vegum plötuútgáfunnar Steinar sem innihélt meðal annars lagið Sólarsamba og þá jókst hróður orðsins enn frekar,“ segir Halldór Gunnarsson í viðtali við DV. Halló, komið öll á fætur (öll á fætur nú) Fínt er veðrið borgin iðar sér í takt. Sjáið hvernig lífið lætur það er lýgilegra en nokkur orð fá sagt. Þett' er algjör bongó blíða og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag. frá hljómskálanum sömbutónar líða út í oft þegar lúðra sveitin þeytir heitan brag. „Ég hef ekkert fylgst sérstaklega með þessu, en ég tók eftir því þegar bongóblíða var fyrst notað í veðurfréttum – hærra verður náttúrlega ekki komist,“ segir Halldór líka en þar skjátlaðist honum allörugglega. Hróður orðsins átti nefnilega eftir að ná slíkum hæðum að orðhöfundinn hefði líklega ekki órað fyrir því. Þann 25. janúar á síðasta ári var orðið sagt í sjálfri Alþingispontunni þegar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti ræðu um störf þingsins sem hefst á þeim fleygu orðum: „Herra forseti. Það er nú ekki alltaf bongóblíða á Íslandi.“ Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Rannsóknarferlið tók ekki drjúga stund þar sem Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, gerði grein fyrir sifjum orðsins í grein sem hún birti á Vísindavefinn árið 2017. Þar segir hún að orðið bongóblíða hafi fyrst komið fram í laginu Sólarsömbu sem Bræðrabandalagið söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 1988. Guðrún vitnar í ummæli sem hún fann á vefnum Bland. „Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng íslenska sumarsins og kynna það vonandi fyrir nýjum kynslóðum. Lag þetta var sem límt við heila landsmanna þegar það braust fram á sjónarsviðið árið 1988 og má nefna að það var í texta þessa lag sem nýyrðið "bongóblíða" skaut fyrst upp kollinum. Í dag er ekki útskrifaður veðurfræðingur á Íslandi án þess að hann hafi tamið sér notkun þessa orð,“ skrifar ónefndur notandi Bland. Í grein sinni á Vísindavefnum tekur Guðrún fram að bongó sé nafn á antílóputegund á sléttum Mið-Afríku sem og afró-kúbanskri trommu og því hefur þessi tiltekna samsetning hljóða haft einhvern suðrænan, hitabeltisblæ fyrir höfundi lagsins. Orðið hefur síðan jafnt og þétt aukist í notkun í fréttum ef marka má leitarvél Tímarit.is. Því hefur einnig borið á góma í veðurfréttum og á samfélagsmiðlum. Um Verslunarmannahelgina árið 2017 var viðtal við höfund orðsins bongóblíða Halldór Gunnarsson. Hann samdi textann fyrir Magnús Kjartansson og segir orðið eiga tilvist sinni að þakka því að hann vantaði stuðul við höfuðstafinn í „básúnur.“ „Vegna stuðlunarinnar í orðinu passaði það sérstaklega vel inn í sumarlegan textann: „Þetta er algjör bongóblíða, og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag.“ Sumarið 1988 kom svo út safnplatan Bongóblíða á vegum plötuútgáfunnar Steinar sem innihélt meðal annars lagið Sólarsamba og þá jókst hróður orðsins enn frekar,“ segir Halldór Gunnarsson í viðtali við DV. Halló, komið öll á fætur (öll á fætur nú) Fínt er veðrið borgin iðar sér í takt. Sjáið hvernig lífið lætur það er lýgilegra en nokkur orð fá sagt. Þett' er algjör bongó blíða og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag. frá hljómskálanum sömbutónar líða út í oft þegar lúðra sveitin þeytir heitan brag. „Ég hef ekkert fylgst sérstaklega með þessu, en ég tók eftir því þegar bongóblíða var fyrst notað í veðurfréttum – hærra verður náttúrlega ekki komist,“ segir Halldór líka en þar skjátlaðist honum allörugglega. Hróður orðsins átti nefnilega eftir að ná slíkum hæðum að orðhöfundinn hefði líklega ekki órað fyrir því. Þann 25. janúar á síðasta ári var orðið sagt í sjálfri Alþingispontunni þegar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti ræðu um störf þingsins sem hefst á þeim fleygu orðum: „Herra forseti. Það er nú ekki alltaf bongóblíða á Íslandi.“
Halló, komið öll á fætur (öll á fætur nú) Fínt er veðrið borgin iðar sér í takt. Sjáið hvernig lífið lætur það er lýgilegra en nokkur orð fá sagt. Þett' er algjör bongó blíða og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag. frá hljómskálanum sömbutónar líða út í oft þegar lúðra sveitin þeytir heitan brag.
Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira