Gerir upp sögu Séð og heyrt: „Þetta er mjög sterkur samfélagsspegill“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júní 2024 21:01 Þorsteinn Joð ætlar að rýna í slúðurblaðið sáluga. vísir „Ég hitti blaðamann, sem hafði unnið á blaðinu og fór að segja mér sögur. Ég hugsaði með mér að ef þetta er ekki sjónvarp, þá er ekkert sjónvarp.“ Þetta segir Þorsteinn Joð sem vinnur nú að heimildarþáttum um slúðurtímaritið Sáluga, Séð og heyrt. Tímaritið kom út á árunum 1996-2016. „Fyrsta tölublaðið fjallaði um Ólaf Ragnar og Dorrit. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Það kemur ný áhersla þegar Birtingur kaupir blaðið árið 2008. Síðan eru síðustu árin erfið þegar netmiðlarnir eru komnir til sögunnar.“ Ætlunin sé því að gera sex heimildarþætti, þar sem fjallað er um einstaka vinkla í hverri mynd. „Ég er búinn að taka viðtöl við allt starfsfólkið sem var þarna og heyra sögur frá þeim. Eins að tengja þetta við sögusvið blaðsins. Við megum ekki gleyma því að Séð og heyrt kemur út á Íslandi árið 1996. Eru fjörutíu raunverulega frægir á Íslandi?“ spyr Þorsteinn Joð sem ræddi þættina í Bítinu í vikunni. „Sögusviðið er Reykjavík City og svo Los Angeles og Hollywood. Sem er alveg galið.“ Þá hafi fólk orðið frægt í gegnum Séð og heyrt sem ekki hafi verið frægt fyrir. Þorsteinn nefnir Fjölni Þorgeirsson sem dæmi. „Hann er í fyrsta blaðinu og er svo bara í öllum blöðunum, nánas. Að byrja með og hætta með.“ Ásdís Rán hafi sömuleiðis verið áberandi. Hún og blaðið hafi í sameiningu búið til Ísdrottninguna svokölluðu. „Þeir leggja upp ásamt ritstjórn að gera lífið skemmtilegra. Tobba Marínós vann um tíma á Séð og heyrt og hún orðaði þetta mjög vel í viðtali. Hún sagði: „í Séð og heyrt voru bara allir æðislegir“. Fyrirsagnir hafi verið á heimsmælikvarða. Þorsteinn Joð vill tengja þættina við lesendur og þá sem fjallað var um. Bæði til að fjalla um það góða og slæma. Því hvetur Þorsteinn fólk til að hafa samband við hann í gegnum samfélagsmiðla. Hann segir Séð og heyrt ansi sterkan samfélagsspegil. „Það er ákveðin mótsögn í því að Séð og heyrt er geymt á Þjóðskjalasafninu. Það er innbundið í svörtum möppum með gylltum kili. Og handritin í næsta herbergi.“ Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Þetta segir Þorsteinn Joð sem vinnur nú að heimildarþáttum um slúðurtímaritið Sáluga, Séð og heyrt. Tímaritið kom út á árunum 1996-2016. „Fyrsta tölublaðið fjallaði um Ólaf Ragnar og Dorrit. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum tuttugu árum. Það kemur ný áhersla þegar Birtingur kaupir blaðið árið 2008. Síðan eru síðustu árin erfið þegar netmiðlarnir eru komnir til sögunnar.“ Ætlunin sé því að gera sex heimildarþætti, þar sem fjallað er um einstaka vinkla í hverri mynd. „Ég er búinn að taka viðtöl við allt starfsfólkið sem var þarna og heyra sögur frá þeim. Eins að tengja þetta við sögusvið blaðsins. Við megum ekki gleyma því að Séð og heyrt kemur út á Íslandi árið 1996. Eru fjörutíu raunverulega frægir á Íslandi?“ spyr Þorsteinn Joð sem ræddi þættina í Bítinu í vikunni. „Sögusviðið er Reykjavík City og svo Los Angeles og Hollywood. Sem er alveg galið.“ Þá hafi fólk orðið frægt í gegnum Séð og heyrt sem ekki hafi verið frægt fyrir. Þorsteinn nefnir Fjölni Þorgeirsson sem dæmi. „Hann er í fyrsta blaðinu og er svo bara í öllum blöðunum, nánas. Að byrja með og hætta með.“ Ásdís Rán hafi sömuleiðis verið áberandi. Hún og blaðið hafi í sameiningu búið til Ísdrottninguna svokölluðu. „Þeir leggja upp ásamt ritstjórn að gera lífið skemmtilegra. Tobba Marínós vann um tíma á Séð og heyrt og hún orðaði þetta mjög vel í viðtali. Hún sagði: „í Séð og heyrt voru bara allir æðislegir“. Fyrirsagnir hafi verið á heimsmælikvarða. Þorsteinn Joð vill tengja þættina við lesendur og þá sem fjallað var um. Bæði til að fjalla um það góða og slæma. Því hvetur Þorsteinn fólk til að hafa samband við hann í gegnum samfélagsmiðla. Hann segir Séð og heyrt ansi sterkan samfélagsspegil. „Það er ákveðin mótsögn í því að Séð og heyrt er geymt á Þjóðskjalasafninu. Það er innbundið í svörtum möppum með gylltum kili. Og handritin í næsta herbergi.“
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira