Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 18:14 Benny Gantz er hættur í stjórn Netanjahús. Tasos Katopodis/Getty Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. Þjóðareiningarbandalagið var eini miðjuflokkurinn í þjóðstjórninni, sem var mynduð skömmu eftir árásir Hamas þann 7. október og upphaf átakanna sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs. Gaf Netanjahú frest til gærdagsins Gantz hafði hótað því að segja sig úr þjóðstjórninni ef Netanjahú hefði ekki tilkynnt áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Hann gaf forsætisráðherranum frest til 8. júní en samkvæmt frétt Reuters ákvað hann að fresta afsögninni um einn dag í ljósi björgunar gíslanna fjögurra í gær. „Netanjahú kemur í veg fyrir að við færumst nær sönnum sigri í stríðinu. Þess vegna yfirgefum við þjóðsstjórnina í dag, með trega en af festu,“ sagði Gantz á blaðamannafundi síðdegis. Ekki rétti tíminn til að hætta Á blaðamannafundinum hvatti Gantz Netanjahú til þess að boða til kosninga. Stjórn Netanjahús fer enn með meirihluta á ísraelska þinginu, Knesset, 64 sæti af 120. Því er meirihluti hans ekki í hættu en hann mun nú þurfa að reiða sig enn meira á samstarfsflokkana, sem eru lengra til hægri á hinum pólitíska ás en Likud-flokkur hans. Netanjahú hefur brugðist við afsögn Gantz á samfélagsmiðlinum X. „Nú er ekki rétti tíminn til þess að yfirgefa bardagann, nú er tíminn til að snúa bökum saman,“ segir hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21 Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Þjóðareiningarbandalagið var eini miðjuflokkurinn í þjóðstjórninni, sem var mynduð skömmu eftir árásir Hamas þann 7. október og upphaf átakanna sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs. Gaf Netanjahú frest til gærdagsins Gantz hafði hótað því að segja sig úr þjóðstjórninni ef Netanjahú hefði ekki tilkynnt áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Hann gaf forsætisráðherranum frest til 8. júní en samkvæmt frétt Reuters ákvað hann að fresta afsögninni um einn dag í ljósi björgunar gíslanna fjögurra í gær. „Netanjahú kemur í veg fyrir að við færumst nær sönnum sigri í stríðinu. Þess vegna yfirgefum við þjóðsstjórnina í dag, með trega en af festu,“ sagði Gantz á blaðamannafundi síðdegis. Ekki rétti tíminn til að hætta Á blaðamannafundinum hvatti Gantz Netanjahú til þess að boða til kosninga. Stjórn Netanjahús fer enn með meirihluta á ísraelska þinginu, Knesset, 64 sæti af 120. Því er meirihluti hans ekki í hættu en hann mun nú þurfa að reiða sig enn meira á samstarfsflokkana, sem eru lengra til hægri á hinum pólitíska ás en Likud-flokkur hans. Netanjahú hefur brugðist við afsögn Gantz á samfélagsmiðlinum X. „Nú er ekki rétti tíminn til þess að yfirgefa bardagann, nú er tíminn til að snúa bökum saman,“ segir hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21 Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21
Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18