Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 18:14 Benny Gantz er hættur í stjórn Netanjahús. Tasos Katopodis/Getty Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. Þjóðareiningarbandalagið var eini miðjuflokkurinn í þjóðstjórninni, sem var mynduð skömmu eftir árásir Hamas þann 7. október og upphaf átakanna sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs. Gaf Netanjahú frest til gærdagsins Gantz hafði hótað því að segja sig úr þjóðstjórninni ef Netanjahú hefði ekki tilkynnt áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Hann gaf forsætisráðherranum frest til 8. júní en samkvæmt frétt Reuters ákvað hann að fresta afsögninni um einn dag í ljósi björgunar gíslanna fjögurra í gær. „Netanjahú kemur í veg fyrir að við færumst nær sönnum sigri í stríðinu. Þess vegna yfirgefum við þjóðsstjórnina í dag, með trega en af festu,“ sagði Gantz á blaðamannafundi síðdegis. Ekki rétti tíminn til að hætta Á blaðamannafundinum hvatti Gantz Netanjahú til þess að boða til kosninga. Stjórn Netanjahús fer enn með meirihluta á ísraelska þinginu, Knesset, 64 sæti af 120. Því er meirihluti hans ekki í hættu en hann mun nú þurfa að reiða sig enn meira á samstarfsflokkana, sem eru lengra til hægri á hinum pólitíska ás en Likud-flokkur hans. Netanjahú hefur brugðist við afsögn Gantz á samfélagsmiðlinum X. „Nú er ekki rétti tíminn til þess að yfirgefa bardagann, nú er tíminn til að snúa bökum saman,“ segir hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21 Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Þjóðareiningarbandalagið var eini miðjuflokkurinn í þjóðstjórninni, sem var mynduð skömmu eftir árásir Hamas þann 7. október og upphaf átakanna sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs. Gaf Netanjahú frest til gærdagsins Gantz hafði hótað því að segja sig úr þjóðstjórninni ef Netanjahú hefði ekki tilkynnt áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Hann gaf forsætisráðherranum frest til 8. júní en samkvæmt frétt Reuters ákvað hann að fresta afsögninni um einn dag í ljósi björgunar gíslanna fjögurra í gær. „Netanjahú kemur í veg fyrir að við færumst nær sönnum sigri í stríðinu. Þess vegna yfirgefum við þjóðsstjórnina í dag, með trega en af festu,“ sagði Gantz á blaðamannafundi síðdegis. Ekki rétti tíminn til að hætta Á blaðamannafundinum hvatti Gantz Netanjahú til þess að boða til kosninga. Stjórn Netanjahús fer enn með meirihluta á ísraelska þinginu, Knesset, 64 sæti af 120. Því er meirihluti hans ekki í hættu en hann mun nú þurfa að reiða sig enn meira á samstarfsflokkana, sem eru lengra til hægri á hinum pólitíska ás en Likud-flokkur hans. Netanjahú hefur brugðist við afsögn Gantz á samfélagsmiðlinum X. „Nú er ekki rétti tíminn til þess að yfirgefa bardagann, nú er tíminn til að snúa bökum saman,“ segir hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21 Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21
Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18