Perez framlengir og framtíð Sainz enn í lausu lofti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2024 16:02 Sergio Perez verður áfram í herbúðum Red Bull næstu tvö árin, en óvíst er hvað Carlos Sainz mun gera. Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sergio Perez, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Perez hefur ekið fyrir Red Bull frá árinu 2021 og mun halda því áfram út tímabilið 2026 í það minnsta. Með liðinu hefur hann unnið fimm keppnir og endað í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna árið 2023. BREAKING: Red Bull have announced a two-year contract extension for Sergio Perez, which will see him remain with the team until the end of the 2026 season 🚨 pic.twitter.com/NXOPROoGs1— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 4, 2024 Það að Perez sé búinn að framlengja samningi sínum við Red Bull setur einnig framtíð annarra ökumanna í uppnám. Daniel Ricciardo, ökumaður systurfélags Red Bull, RB-Honda RBPT, og Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, höfðu báðir verið orðaðir við sætið hjá Red Bull. Ricciardo var þriðji ökumaður Red Bull á síðasta tímabili og óvíst er með framtíð Sainz eftir að tilkynnt var að Lewis Hamilton myndi taka við hans sæti hjá Ferrari á næsta tímabili. Alls eru níu sæti enn ófyllt fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 og því ljóst að langur kapall á eftir að eiga sér stað fyrir fyrstu keppni ársins 2025. Talið er líklegt að Sainz muni færa sig yfir til Williams eða Sauber eftir tímabilið, en tíminn verður þó að leiða það í ljós hvar hann endar. Akstursíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Perez hefur ekið fyrir Red Bull frá árinu 2021 og mun halda því áfram út tímabilið 2026 í það minnsta. Með liðinu hefur hann unnið fimm keppnir og endað í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna árið 2023. BREAKING: Red Bull have announced a two-year contract extension for Sergio Perez, which will see him remain with the team until the end of the 2026 season 🚨 pic.twitter.com/NXOPROoGs1— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 4, 2024 Það að Perez sé búinn að framlengja samningi sínum við Red Bull setur einnig framtíð annarra ökumanna í uppnám. Daniel Ricciardo, ökumaður systurfélags Red Bull, RB-Honda RBPT, og Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, höfðu báðir verið orðaðir við sætið hjá Red Bull. Ricciardo var þriðji ökumaður Red Bull á síðasta tímabili og óvíst er með framtíð Sainz eftir að tilkynnt var að Lewis Hamilton myndi taka við hans sæti hjá Ferrari á næsta tímabili. Alls eru níu sæti enn ófyllt fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 og því ljóst að langur kapall á eftir að eiga sér stað fyrir fyrstu keppni ársins 2025. Talið er líklegt að Sainz muni færa sig yfir til Williams eða Sauber eftir tímabilið, en tíminn verður þó að leiða það í ljós hvar hann endar.
Akstursíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira