„Ég þurfti meira á þessu að halda en ég áttaði mig á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 12:01 Emma Hayes er nýr þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta en hún lét mynda sig í New York. Getty/USSF Emma Hayes er hætt þjálfun ensku meistaranna í Chelsea og er nú orðin landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. Þetta er stórt sumar fyrir hana á fyrstu mánuðunum í nýju starfi þar sem Ólympíuleikarnir í París eru næstir á dagskrá. Hayes er mætt til Bandaríkjanna í fyrsta verkefnið með bandaríska landsliðinu. Þar þarf að taka til eftir hræðilegt gengi á síðasta heimsmeistaramóti þar sem bandaríska liðið var mjög sigurstranglegt en datt út strax í sextán liða úrslitum. Hún gerði Chelsea að stórveldi í kvennafótboltanum og vann ensku deildina sjö sinnum. Nú er að sjá hvort þessi frábæri þjálfari geti lagað hlutina hjá þeim bandarísku. Hayes veitti breska ríkisútvarpinu viðtal á dögunum þar sem hún fór betur yfir þessa U-beygju sína að hætta sem félagsþjálfari og taka við einu besta landsliði heims. Blaðamaðurinn veitti því athygli að Emma virkaði afslöppuð og meira en tilbúin í þessa nýju áskorun. „Ég þurfti meira á þessu að halda en ég áttaði mig á,“ sagði Emma Hayes. Tilboðið kom henni samt á óvart. Sat við eldhúsborðið „Ég sat við eldhúsborðið, Harry sonur minn var að hlaupa um húsið og ein af bestu vinkonum mínum frá Bandaríkjunum, Lisa Cole, var í heimsókn. Ég þjálfaði hana í 25 ár og þarna sat hún á sófanum mínum,“ sagði Hayes. „Síminn víbraði með skilaboðum frá umboðsmanninum mínum. Þar kom fram að bandaríska knattspyrnusambandið vildi bjóða mér landsliðsþjálfarastarfið. Ég horfði á Lisu og sagði: Þú trúir því ekki hvaða skilaboð ég var fá,“ sagði Hayes. „Hún hoppaði upp úr stólnum og sagði strax að ég væri sú sem gæti breytt hlutunum,“ sagði Hayes. Emma Hayes vann fjölda bikara sem knattspyrnustýra Chelsea.Getty/Harriet Lander Langaði í þetta meira en nokkuð annað „Ég þurfti nokkra daga til að átta mig á þessu, það er á hreinu. Það tók smá tíma og kannski er ég ekki búin að átta mig alveg á þessu fyrr en núna þegar ég er byrjuð í þessu starfi. Ég fæ að sinna starfinu sem mig langaði í meira en nokkuð annað,“ sagði Hayes. Bandaríska landsliðið er samt ekki í sömu yfirburðastöðu og hér fyrir nokkrum árum og liðið er að ganga í gegnum risastór kynslóðaskipti. „Mér er alveg sama hvað allir aðrir segja. Fyrir mér þá er þetta eins og brasilíska karlalandsliðið. Hvað þetta lið stendur í sögunni, fyrir hverju þær hafa barist og hverju þær hafa áorkað. Þær hafa farið fyrir knattspyrnukonum, ekki bara í þessu landi, heldur út um allan heim,“ sagði Hayes. „Það passar vel að ég sé með þeim og öfugt. Ég held að við séum að koma saman á réttum tíma,“ sagði Hayes. Emma Hayes er mætt í vinnuna sem þjálfari bandaríska landsliðsins.Getty/Brad Smith Dottnar niður í fjórða sætið Bandaríska landsliðið er dottið alla leið niður í fjórða sætið á heimslistanum. „Ég er ekki að horfa á styrkleikalistann. Það er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Vegna þess að það er ekki Þjóðadeild hér þá gæti orðið erfitt fyrir bandaríska liðið að komast aftur á toppinn. Ég ætla að einbeita mér að byggja eitthvað upp að nýju. Búa til traust og búa til góð sambönd. Það er í forgangi hjá mér,“ sagði Hayes. Það er samt pressa á árangur hjá bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta. „Við vitum öll að þessi þjóð býst við því að vinna. Það er samt mikilvægt að allir einbeiti sér að ferlinu og skrefunum sem við verðum að taka til að komast þangað. Það tekur tíma,“ sagði Hayes. Draumur „Það er draumur að rætast fyrir mig að fara á Ólympíuleikana. Ég þarf að klípa sjálfa mig yfir þeirri staðreynd að ég sé að fara með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana í París. Það fer svo mikill tími að hugsa um verðlaunapeninga en fyrir mig er þetta svo miklu meira,“ sagði Hayes. „Það eru forréttindi fyrir mig og fara fyrir frábæru fótboltaliði. Þar er ég strax komin með gullið. En ef ég næ að vinna verðlaunapening í sumar þá verður þetta ótrúlega skemmtilegt sumar,“ sagði Hayes. Það má lesa allt viðtalið hér. Bandaríski fótboltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Hayes er mætt til Bandaríkjanna í fyrsta verkefnið með bandaríska landsliðinu. Þar þarf að taka til eftir hræðilegt gengi á síðasta heimsmeistaramóti þar sem bandaríska liðið var mjög sigurstranglegt en datt út strax í sextán liða úrslitum. Hún gerði Chelsea að stórveldi í kvennafótboltanum og vann ensku deildina sjö sinnum. Nú er að sjá hvort þessi frábæri þjálfari geti lagað hlutina hjá þeim bandarísku. Hayes veitti breska ríkisútvarpinu viðtal á dögunum þar sem hún fór betur yfir þessa U-beygju sína að hætta sem félagsþjálfari og taka við einu besta landsliði heims. Blaðamaðurinn veitti því athygli að Emma virkaði afslöppuð og meira en tilbúin í þessa nýju áskorun. „Ég þurfti meira á þessu að halda en ég áttaði mig á,“ sagði Emma Hayes. Tilboðið kom henni samt á óvart. Sat við eldhúsborðið „Ég sat við eldhúsborðið, Harry sonur minn var að hlaupa um húsið og ein af bestu vinkonum mínum frá Bandaríkjunum, Lisa Cole, var í heimsókn. Ég þjálfaði hana í 25 ár og þarna sat hún á sófanum mínum,“ sagði Hayes. „Síminn víbraði með skilaboðum frá umboðsmanninum mínum. Þar kom fram að bandaríska knattspyrnusambandið vildi bjóða mér landsliðsþjálfarastarfið. Ég horfði á Lisu og sagði: Þú trúir því ekki hvaða skilaboð ég var fá,“ sagði Hayes. „Hún hoppaði upp úr stólnum og sagði strax að ég væri sú sem gæti breytt hlutunum,“ sagði Hayes. Emma Hayes vann fjölda bikara sem knattspyrnustýra Chelsea.Getty/Harriet Lander Langaði í þetta meira en nokkuð annað „Ég þurfti nokkra daga til að átta mig á þessu, það er á hreinu. Það tók smá tíma og kannski er ég ekki búin að átta mig alveg á þessu fyrr en núna þegar ég er byrjuð í þessu starfi. Ég fæ að sinna starfinu sem mig langaði í meira en nokkuð annað,“ sagði Hayes. Bandaríska landsliðið er samt ekki í sömu yfirburðastöðu og hér fyrir nokkrum árum og liðið er að ganga í gegnum risastór kynslóðaskipti. „Mér er alveg sama hvað allir aðrir segja. Fyrir mér þá er þetta eins og brasilíska karlalandsliðið. Hvað þetta lið stendur í sögunni, fyrir hverju þær hafa barist og hverju þær hafa áorkað. Þær hafa farið fyrir knattspyrnukonum, ekki bara í þessu landi, heldur út um allan heim,“ sagði Hayes. „Það passar vel að ég sé með þeim og öfugt. Ég held að við séum að koma saman á réttum tíma,“ sagði Hayes. Emma Hayes er mætt í vinnuna sem þjálfari bandaríska landsliðsins.Getty/Brad Smith Dottnar niður í fjórða sætið Bandaríska landsliðið er dottið alla leið niður í fjórða sætið á heimslistanum. „Ég er ekki að horfa á styrkleikalistann. Það er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Vegna þess að það er ekki Þjóðadeild hér þá gæti orðið erfitt fyrir bandaríska liðið að komast aftur á toppinn. Ég ætla að einbeita mér að byggja eitthvað upp að nýju. Búa til traust og búa til góð sambönd. Það er í forgangi hjá mér,“ sagði Hayes. Það er samt pressa á árangur hjá bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta. „Við vitum öll að þessi þjóð býst við því að vinna. Það er samt mikilvægt að allir einbeiti sér að ferlinu og skrefunum sem við verðum að taka til að komast þangað. Það tekur tíma,“ sagði Hayes. Draumur „Það er draumur að rætast fyrir mig að fara á Ólympíuleikana. Ég þarf að klípa sjálfa mig yfir þeirri staðreynd að ég sé að fara með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana í París. Það fer svo mikill tími að hugsa um verðlaunapeninga en fyrir mig er þetta svo miklu meira,“ sagði Hayes. „Það eru forréttindi fyrir mig og fara fyrir frábæru fótboltaliði. Þar er ég strax komin með gullið. En ef ég næ að vinna verðlaunapening í sumar þá verður þetta ótrúlega skemmtilegt sumar,“ sagði Hayes. Það má lesa allt viðtalið hér.
Bandaríski fótboltinn Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira