Fannst aðstoðarmaðurinn vinna gegn sér: „Tilfinning á móti tilfinningu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 21:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tjáð sig í fyrsta sinn um ástæðu þess að hann hætti sem þjálfari Haugesund í Noregi. Honum fannst aðstoðarmaður sinn hjá liðinu vinna gegn sér. Mikla athygli vakti þegar Óskar Hrafn hætti þjálfun Haugesund fyrr í þessum mánuði. Hann tók við liðinu í október í fyrra. Óskar Hrafn er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport um leik síns gamla liðs, Breiðabliks, og Víkings í Bestu deild karla í kvöld. Í upphafi útsendingarinnar spurði Ríkharð Óskar Guðnason hann út í viðskilnaðinn við Haugesund. „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta snerist svolítið um að þú heldur á einhverju sverði og fellur á það eða heldur á því. Ég hafði áhuga á að það væri mitt sverð en ekki það sem einhver setti í höndina á mér. Ég mat það þannig að það væri best að fara.“ Hann myndi segja annað Í norskum fjölmiðlum var talað um að Óskar Hrafn hafi ekki verið sáttur við aðstoðarþjálfara Haugesund, Sancheev Manoharan, og fundist hann vinna gegn sér. Óskar Hrafn játaði það þegar Ríkharð spurði hann út í það fyrir leikinn á Kópavogsvelli. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. „Menn verða bara að bera virðingu fyrir því hvernig mér leið og hvaða tilfinningu ég hafði fyrir þessu verkefni á þeim tímapunkti sem ég tók þessa ákvörðun. Það er svosem ekkert meira um það að segja.“ Manoharan er nú tekinn við Haugesund sem situr í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. Tveir Íslendingar leika með liðinu; Anton Logi Lúðvíksson og Hlynur Freyr Karlsson. Norski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Óskar Hrafn hætti þjálfun Haugesund fyrr í þessum mánuði. Hann tók við liðinu í október í fyrra. Óskar Hrafn er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport um leik síns gamla liðs, Breiðabliks, og Víkings í Bestu deild karla í kvöld. Í upphafi útsendingarinnar spurði Ríkharð Óskar Guðnason hann út í viðskilnaðinn við Haugesund. „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta snerist svolítið um að þú heldur á einhverju sverði og fellur á það eða heldur á því. Ég hafði áhuga á að það væri mitt sverð en ekki það sem einhver setti í höndina á mér. Ég mat það þannig að það væri best að fara.“ Hann myndi segja annað Í norskum fjölmiðlum var talað um að Óskar Hrafn hafi ekki verið sáttur við aðstoðarþjálfara Haugesund, Sancheev Manoharan, og fundist hann vinna gegn sér. Óskar Hrafn játaði það þegar Ríkharð spurði hann út í það fyrir leikinn á Kópavogsvelli. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. „Menn verða bara að bera virðingu fyrir því hvernig mér leið og hvaða tilfinningu ég hafði fyrir þessu verkefni á þeim tímapunkti sem ég tók þessa ákvörðun. Það er svosem ekkert meira um það að segja.“ Manoharan er nú tekinn við Haugesund sem situr í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. Tveir Íslendingar leika með liðinu; Anton Logi Lúðvíksson og Hlynur Freyr Karlsson.
Norski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira