Fannst aðstoðarmaðurinn vinna gegn sér: „Tilfinning á móti tilfinningu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 21:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tjáð sig í fyrsta sinn um ástæðu þess að hann hætti sem þjálfari Haugesund í Noregi. Honum fannst aðstoðarmaður sinn hjá liðinu vinna gegn sér. Mikla athygli vakti þegar Óskar Hrafn hætti þjálfun Haugesund fyrr í þessum mánuði. Hann tók við liðinu í október í fyrra. Óskar Hrafn er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport um leik síns gamla liðs, Breiðabliks, og Víkings í Bestu deild karla í kvöld. Í upphafi útsendingarinnar spurði Ríkharð Óskar Guðnason hann út í viðskilnaðinn við Haugesund. „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta snerist svolítið um að þú heldur á einhverju sverði og fellur á það eða heldur á því. Ég hafði áhuga á að það væri mitt sverð en ekki það sem einhver setti í höndina á mér. Ég mat það þannig að það væri best að fara.“ Hann myndi segja annað Í norskum fjölmiðlum var talað um að Óskar Hrafn hafi ekki verið sáttur við aðstoðarþjálfara Haugesund, Sancheev Manoharan, og fundist hann vinna gegn sér. Óskar Hrafn játaði það þegar Ríkharð spurði hann út í það fyrir leikinn á Kópavogsvelli. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. „Menn verða bara að bera virðingu fyrir því hvernig mér leið og hvaða tilfinningu ég hafði fyrir þessu verkefni á þeim tímapunkti sem ég tók þessa ákvörðun. Það er svosem ekkert meira um það að segja.“ Manoharan er nú tekinn við Haugesund sem situr í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. Tveir Íslendingar leika með liðinu; Anton Logi Lúðvíksson og Hlynur Freyr Karlsson. Norski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Óskar Hrafn hætti þjálfun Haugesund fyrr í þessum mánuði. Hann tók við liðinu í október í fyrra. Óskar Hrafn er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport um leik síns gamla liðs, Breiðabliks, og Víkings í Bestu deild karla í kvöld. Í upphafi útsendingarinnar spurði Ríkharð Óskar Guðnason hann út í viðskilnaðinn við Haugesund. „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta snerist svolítið um að þú heldur á einhverju sverði og fellur á það eða heldur á því. Ég hafði áhuga á að það væri mitt sverð en ekki það sem einhver setti í höndina á mér. Ég mat það þannig að það væri best að fara.“ Hann myndi segja annað Í norskum fjölmiðlum var talað um að Óskar Hrafn hafi ekki verið sáttur við aðstoðarþjálfara Haugesund, Sancheev Manoharan, og fundist hann vinna gegn sér. Óskar Hrafn játaði það þegar Ríkharð spurði hann út í það fyrir leikinn á Kópavogsvelli. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. „Menn verða bara að bera virðingu fyrir því hvernig mér leið og hvaða tilfinningu ég hafði fyrir þessu verkefni á þeim tímapunkti sem ég tók þessa ákvörðun. Það er svosem ekkert meira um það að segja.“ Manoharan er nú tekinn við Haugesund sem situr í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. Tveir Íslendingar leika með liðinu; Anton Logi Lúðvíksson og Hlynur Freyr Karlsson.
Norski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti