„Við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2024 14:12 Mínusmenn fá ekki nóg af því að spila saman. Íris Dögg Einarsdóttir Mínusmenn blása til útgáfuveislu næstkomandi fimmtudag í plötuversluninni Smekkleysu í tilefni af endurútgáfu platnanna Halldór Laxness og Jesus Christ. Sveitin mun troða upp ásamt amerísku rokksveitinni The Messthetics ásamt tveimur meðlimum goðsagnakenndu sveitarinnar Fugazi. Krummi í Mínus lofar heljarinnar stemningu. Hann lætur þess getið að Mínusmenn hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Fugazi í Útvarpshúsinu árið 1999. „Og nú 25 árum seinna sameinumst við hetjunum okkar á ný, tæknilega séð,“ segir Krummi. Mínusmenn ræddu við fréttamann Stöðvar 2 í aðdraganda herlegheitanna síðustu helgi: Líkt og alþjóð veit blésu Mínusmenn til heljarinnar tónleika tvö kvöld í röð í Gamla bíói síðustu helgi. Í viðtali í Einkalífinu á Vísi í apríl hét Frosti Logason einn hljómsveitarmeðlima því að þetta yrðu síðustu tónleikar sveitarinnar en ljóst er að þeir ætla að koma fram í eitt skipti í viðbót að minnsta kosti. Mínus verður á svæðinu klukkan 17:00 og mun árita plötur fyrir gesti og gangandi. Sveitin mun svo byrja að spila klukkan 18:00. Krummi getur ekki beðið. „Hlakka til að sjá sem flesta því við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu!“ Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Krummi í Mínus lofar heljarinnar stemningu. Hann lætur þess getið að Mínusmenn hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Fugazi í Útvarpshúsinu árið 1999. „Og nú 25 árum seinna sameinumst við hetjunum okkar á ný, tæknilega séð,“ segir Krummi. Mínusmenn ræddu við fréttamann Stöðvar 2 í aðdraganda herlegheitanna síðustu helgi: Líkt og alþjóð veit blésu Mínusmenn til heljarinnar tónleika tvö kvöld í röð í Gamla bíói síðustu helgi. Í viðtali í Einkalífinu á Vísi í apríl hét Frosti Logason einn hljómsveitarmeðlima því að þetta yrðu síðustu tónleikar sveitarinnar en ljóst er að þeir ætla að koma fram í eitt skipti í viðbót að minnsta kosti. Mínus verður á svæðinu klukkan 17:00 og mun árita plötur fyrir gesti og gangandi. Sveitin mun svo byrja að spila klukkan 18:00. Krummi getur ekki beðið. „Hlakka til að sjá sem flesta því við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu!“
Tónlist Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“