„Margir héldu að ég væri endanlega búinn að missa það“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Baltasar frumsýnir í dag kvikmyndina Snertingu, byggða á bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Hulda Margrét Baltasar Kormákur segir sjálfsvinnu skemmtilegasta verkefni sem hann hefur teksti á við. Baltasar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þurft að breyta mörgu í eigin fari og þó að það sé ekki auðvelt, sé það á endanum stærsta verkefnið í lífinu. „Það er frábært verkefni að leiðrétta sig og vinna í sér. Ég fer reglulega til sálfræðings og hef á undanförnum árum unnið mikið í sjálfum mér og það er skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekist á við. Þegar ég var ungur var viðkvæðið það að það væru bara aumingjar sem færu til sálfræðings, en í dag er það frekar þannig að það séu aumingjar sem þora ekki að vinna í sjálfum sér og horfast í augu við sjálfan sig. Það er miklu meiri aumingjaskapur,“ segir Baltasar. „Ég hef þurft að grafa mjög djúpt til þess að ná að skilja ákveðin hegðunarmynstur hjá sjalfum mér og breyta þeim. Hvort sem það kemur að kynhegðun eða öðrum mynstrum sem koma líklega að mestu frá uppvextinum og æskunni. En það er ekki þar með sagt að eitthvað þurfi að vera einhvern vegin að eilífu. Kynslóðirnar sem komu á undan höfðu ekki sömu tækifæri til að slíta á keðjuna með því að vinna úr eigin áföllum. Það er ekkert betra en að eiga möguleika á að breyta sjálfum sér sem manneskju til að verða betri við fólkið í kringum sig." Bæði listamaður og bissnessmaður Baltasar hefur brugðið sér í mörg líki í gegnum tíðina og eitt af því er að vera viðskiptamaður og gera trekk í trekk mjög stóra samninga upp á háar upphæðir. Hann segist líta á sig sem bæði listamann og bisnessmann. „Ég hef alltaf verið listamaður, en ég er líka bisnessmaður. Það fer örugglega í taugarnar á einhverjum, en mér er alveg sama. Ég er með töluheila og stærðfræði var alltaf sterkasta greinin mín í menntaskóla. Mér finnst rosalega gaman að gera díla. Ég var að gera einn stærsta díl sem ég hef gert bara síðustu helgi og það er eitthvað við það sem gefur mér mikið. En svo ætlaði ég að fara að kaupa mér jakkaföt fyrir frumsýninguna á Snertingu, en þá fékk ég bara kvíðakast,“ segir Baltasar. „Ég get gert milljarða díl án þess að finna minnsta stress, en svo get ég ekki valið mér jakkaföt. Þetta hljómar eins og þversögn, en það er eitthvað við það að gera stóra samninga og klára díla sem mér finnst bara rosalega gaman og ég veit að það er líka einn af mínum styrkleikum,“ segir Baltasar. Hann segir virkilega gaman að horfa yfir farinn veg og ferilinn og stundum átti hann sig ekki á því hve merkilegt margt af því sé. „Ef ég hefði sagt þegar ég var ungur að ég ætlaði að fara til Hollywood að leikstýra Denzel Washington hefði ég bara verið keyrður beint á Klepp. Hugmyndin um að einhver frá Íslandi gæti gert þessa hluti var einfaldlega ekki til. En um leið og það verður til fyrirmynd sem sýnir að þetta sé hægt fer huglæga fyrirstaðan og fleiri geta fylgt í kjölfarið. Björk er algjör ,,Icebreaker” í því að sýna Íslendingum að við getum náð langt erlendis. Hún opnaði þann möguleika að þetta væri yfir höfuð hægt. Vonandi hef ég gert eitthvað svipað í kvikmyndagerð og hún hefur gert í tónlist.“ Ekki tilbúinn að skipta út lífinu á Íslandi fyrir Hollywood Baltasar segist eiga frábært líf á Íslandi og að hann hafi engan áhuga á að búa í Los Angeles eða vera meira í Hollywood. „Mín staða er þannig að ég gæti bara verið úti í Los Angeles að gera myndir og búið bara þar. En ég sé það sem mikla gæfu að ég var búinn að móta mitt líf talsvert mikið þegar ég fór að fá athygli erlendis. Ég á börn, fjölskyldu, líf og hesta og í raun bara líf sem ég er ekki tilbúinn til að skipta út fyrir að vera í Hollywood. Ég sé það líka sem gæfu að standa aðeins utan við þennan heim sem er í gangi þar,“ segir Baltasar. „Ég finn það oft þegar ég kem til Los Angeles að maður fer mjög hratt inn í hvirfilvindinn og verður samdauna því sem er að gerast þar, en það gerir mann alls ekki að betri leikstjóra. Ég á frábært líf í dag og er virkilega þakklátur fyrir það og myndi ekki vilja skipta því út fyrir neitt.“ Valdi Gufunes fram yfir Fast and the Furious Þegar Baltasar horfir yfir farinn veg segist hann stoltastur af kvikmyndaverinu í Gufunesi, sem hann segir verkefni af stærðargráðu sem fæstir gera sér grein fyrir. „Í raun og veru er byggingin á stúdíóinu í Gufunesi það langstærsta sem ég hef gert á ferlinum. Ég er ekki viss um að fólk kveiki yfir höfuð á því hvað það er stórt dæmi. Það að ráðast í að byggja stúdíó á ruslahaugunum í Gufunesi sem er notað í stórar Hollywood myndir er meira en að segja það. Ég lít stundum til baka og hugsa hvernig mér datt þetta í hug og hvar ég fann kjarkinn í að láta vaða í að fara „all in“ í þetta verkefni,“ segir Baltasar. „Þessi staður í Gufunesi var á tímabili kallaður „Chernobyl“ og ég held að margir hafi haldið að ég væri endanlega búinn að missa það. Ég tók allt sem ég var búinn að eignast úti og setti það í þetta verkefni. Ég er mjög vel launaður í myndum sem ég geri úti og hefði bara getað haldið mig við öryggið í því. Ég sagði nei við því að leikstýra „Fast and the Furious.“ Mér var boðið að gera tvær svoleiðis myndir og launin við það eru eitthvað sem fæstir myndu segja nei við. En ég fann bara að ég vildi ekki fara niður þann veg og festast í þeirri vél. Það er ótrúlega gefandi fyrir mig að koma inn í stúdíóið á Gufunesi þegar allt er á fullu í upptökum og ég er gríðarlega stoltur af þessu verkefni.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Birgi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Bíó og sjónvarp Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira
„Það er frábært verkefni að leiðrétta sig og vinna í sér. Ég fer reglulega til sálfræðings og hef á undanförnum árum unnið mikið í sjálfum mér og það er skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekist á við. Þegar ég var ungur var viðkvæðið það að það væru bara aumingjar sem færu til sálfræðings, en í dag er það frekar þannig að það séu aumingjar sem þora ekki að vinna í sjálfum sér og horfast í augu við sjálfan sig. Það er miklu meiri aumingjaskapur,“ segir Baltasar. „Ég hef þurft að grafa mjög djúpt til þess að ná að skilja ákveðin hegðunarmynstur hjá sjalfum mér og breyta þeim. Hvort sem það kemur að kynhegðun eða öðrum mynstrum sem koma líklega að mestu frá uppvextinum og æskunni. En það er ekki þar með sagt að eitthvað þurfi að vera einhvern vegin að eilífu. Kynslóðirnar sem komu á undan höfðu ekki sömu tækifæri til að slíta á keðjuna með því að vinna úr eigin áföllum. Það er ekkert betra en að eiga möguleika á að breyta sjálfum sér sem manneskju til að verða betri við fólkið í kringum sig." Bæði listamaður og bissnessmaður Baltasar hefur brugðið sér í mörg líki í gegnum tíðina og eitt af því er að vera viðskiptamaður og gera trekk í trekk mjög stóra samninga upp á háar upphæðir. Hann segist líta á sig sem bæði listamann og bisnessmann. „Ég hef alltaf verið listamaður, en ég er líka bisnessmaður. Það fer örugglega í taugarnar á einhverjum, en mér er alveg sama. Ég er með töluheila og stærðfræði var alltaf sterkasta greinin mín í menntaskóla. Mér finnst rosalega gaman að gera díla. Ég var að gera einn stærsta díl sem ég hef gert bara síðustu helgi og það er eitthvað við það sem gefur mér mikið. En svo ætlaði ég að fara að kaupa mér jakkaföt fyrir frumsýninguna á Snertingu, en þá fékk ég bara kvíðakast,“ segir Baltasar. „Ég get gert milljarða díl án þess að finna minnsta stress, en svo get ég ekki valið mér jakkaföt. Þetta hljómar eins og þversögn, en það er eitthvað við það að gera stóra samninga og klára díla sem mér finnst bara rosalega gaman og ég veit að það er líka einn af mínum styrkleikum,“ segir Baltasar. Hann segir virkilega gaman að horfa yfir farinn veg og ferilinn og stundum átti hann sig ekki á því hve merkilegt margt af því sé. „Ef ég hefði sagt þegar ég var ungur að ég ætlaði að fara til Hollywood að leikstýra Denzel Washington hefði ég bara verið keyrður beint á Klepp. Hugmyndin um að einhver frá Íslandi gæti gert þessa hluti var einfaldlega ekki til. En um leið og það verður til fyrirmynd sem sýnir að þetta sé hægt fer huglæga fyrirstaðan og fleiri geta fylgt í kjölfarið. Björk er algjör ,,Icebreaker” í því að sýna Íslendingum að við getum náð langt erlendis. Hún opnaði þann möguleika að þetta væri yfir höfuð hægt. Vonandi hef ég gert eitthvað svipað í kvikmyndagerð og hún hefur gert í tónlist.“ Ekki tilbúinn að skipta út lífinu á Íslandi fyrir Hollywood Baltasar segist eiga frábært líf á Íslandi og að hann hafi engan áhuga á að búa í Los Angeles eða vera meira í Hollywood. „Mín staða er þannig að ég gæti bara verið úti í Los Angeles að gera myndir og búið bara þar. En ég sé það sem mikla gæfu að ég var búinn að móta mitt líf talsvert mikið þegar ég fór að fá athygli erlendis. Ég á börn, fjölskyldu, líf og hesta og í raun bara líf sem ég er ekki tilbúinn til að skipta út fyrir að vera í Hollywood. Ég sé það líka sem gæfu að standa aðeins utan við þennan heim sem er í gangi þar,“ segir Baltasar. „Ég finn það oft þegar ég kem til Los Angeles að maður fer mjög hratt inn í hvirfilvindinn og verður samdauna því sem er að gerast þar, en það gerir mann alls ekki að betri leikstjóra. Ég á frábært líf í dag og er virkilega þakklátur fyrir það og myndi ekki vilja skipta því út fyrir neitt.“ Valdi Gufunes fram yfir Fast and the Furious Þegar Baltasar horfir yfir farinn veg segist hann stoltastur af kvikmyndaverinu í Gufunesi, sem hann segir verkefni af stærðargráðu sem fæstir gera sér grein fyrir. „Í raun og veru er byggingin á stúdíóinu í Gufunesi það langstærsta sem ég hef gert á ferlinum. Ég er ekki viss um að fólk kveiki yfir höfuð á því hvað það er stórt dæmi. Það að ráðast í að byggja stúdíó á ruslahaugunum í Gufunesi sem er notað í stórar Hollywood myndir er meira en að segja það. Ég lít stundum til baka og hugsa hvernig mér datt þetta í hug og hvar ég fann kjarkinn í að láta vaða í að fara „all in“ í þetta verkefni,“ segir Baltasar. „Þessi staður í Gufunesi var á tímabili kallaður „Chernobyl“ og ég held að margir hafi haldið að ég væri endanlega búinn að missa það. Ég tók allt sem ég var búinn að eignast úti og setti það í þetta verkefni. Ég er mjög vel launaður í myndum sem ég geri úti og hefði bara getað haldið mig við öryggið í því. Ég sagði nei við því að leikstýra „Fast and the Furious.“ Mér var boðið að gera tvær svoleiðis myndir og launin við það eru eitthvað sem fæstir myndu segja nei við. En ég fann bara að ég vildi ekki fara niður þann veg og festast í þeirri vél. Það er ótrúlega gefandi fyrir mig að koma inn í stúdíóið á Gufunesi þegar allt er á fullu í upptökum og ég er gríðarlega stoltur af þessu verkefni.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Birgi og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Bíó og sjónvarp Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira