Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komust í hóp spænska landsliðsins fyrir Evrópukeppnina í Þýskalandi í sumar.
Landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente tilkynnti í dag hvaða 29 leikmenn verða í 29 manna æfingahópi Spánverja en 26 leikmenn fá síðan að fara með á EM.
Rodri hjá Manchester City, Marc Cucurella hjá Chelsea og David Raya hjá Arsenal eru allir í æfingahópnum.
Joselu, sem var hetja Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er líka í hópnum en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á Bayern München.
Dani Carvajal og Lamine Yamal eru báðir með í hópnum en Marco Asensio var ekki valinn. Reynsluboltinn Alvaro Morata er aftur á móti einn af sóknarmönnum liðsins.
Yamal er ekki sá eini frá Barcelona þrátt fyrir sveiflukennt gengi í vetur. Fermin Lopez er í hópnum eins og þeir Pau Cubarsi, Pedri og Ferrran Torres.
Spánverjar spila vináttuleiki við Andorra og Norður-Írland fyrir mót en eru í riðli með Króatíu, Ítalíu og Albaníu á EM.
EM-æfingahópur Spánverja:
- Markmenn: Unai Simon (Athletic Bilbao), Alex Remiro (Real Sociedad), David Raya (Arsenal).
- Varnarmenn: Dani Carvajal (Real Madrid), Jesus Navas (Sevilla), Aymeric Laporte (Al-Nassr), Nacho Fernandez (Real Madrid), Robin Le Normand (Real Sociedad), Pau Cubarsi (Barcelona), Dani Vivian (Athletic Bilbao), Alex Grimaldo (Bayer Leverkusen), Marc Cucurella (Chelsea).
- Miðjumenn: Rodrigo (Manchester City), Martin Zubimendi (Real Sociedad), Fabian Ruiz (Paris St-Germain), Mikel Merino (Real Sociedad), Pedri (Barcelona), Marcos Llorente (Atletico Madrid), Aleix Garcia (Girona), Alex Baena (Villarreal), Fermin Lopez (Barcelona).
- Sóknarmenn: Alvaro Morata (Atletico Madrid), Joselu (Real Madrid), Dani Olmo (Leipzig), Nico Williams (Athletic Bilbao), Mikel Oyarzabal (Real Sociedad), Ayoze Perez (Real Betis), Ferran Torres (Barcelona), Lamine Yamal (Barcelona).