Hann gekkst undir aðgerð í vikunni vegna sársauka í ilinni sem hafði plagað hann lengi. Ilin var skorin upp og þar fannst 2 sentimetra glerbrot.
Athletic Club manager Ernesto Valverde revealed that forward Iñaki Williams had been playing football with a shard of glass in his foot for the past two years.
— ESPN FC (@ESPNFC) May 24, 2024
Iñaki shared footage of the glass on his Instagram story 😳 pic.twitter.com/RJ1snJekOu
Fyrir tveimur árum síðan var Williams í sumarfríi og steig á glerbrot. Það fossblæddi úr sárinu en hann gerði sér ekki grein fyrir því að glerbrotið væri fast. Sárið greri og varð að öri, sem hefur valdið honum sársauka.
Williams spilaði í gegnum sársaukann og sló met yfir fjölda spilaðra leikja í röð, áður en hann meiddist í janúar og missti úr keppni. Hann sneri aftur nokkrum vikum síðar og leiddi Athletic að sigri í spænska bikarnum í byrjun apríl, en gat þá ekki haldið lengur áfram og ákvað að gangast undir aðgerð.