Uppgjör, viðtöl og myndir: Stjarnan-KA 5-0 | Einstefna í Garðabæ Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. maí 2024 18:55 Emil Atlason var öflugur í dag og skoraði tvö mörk. Vísir/Anton Brink Stjarnan tók á móti KA í 8. umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í dag. Fyrir leikinn mátti búast við hörkuleik þar sem KA virtist vera að finna taktinn eftir afleitlega byrjun á tímabilinu. Á sama tíma hafði Stjarnan tapað síðasta leik í deildinni og komu særðir til leiks. Til að gera langa sögu stutta hafði það engin áhrif. Það tók Stjörnuna ekki nema þrjár mínútur að skora fyrsta mark leiksins og það var að einfaldari gerðinni. KA tapaði boltanum rétt fyrir utan vítateig sinn. Það er Jóhann Árni sem rennur boltanum til hliðar á Örvar sem var í góðu færi og setur boltann í fjærhornið. KA menn algjörlega týndir. Örvar skoraði fyrsta mark leiksins.Vísir/Anton Brink Stuttu síðar var forysta Stjörnunnar orðin tvö mörk. Boltinn einfaldlega fer beint í gegnum hjarta KA, miðjan völlinn. Helgi Fróði fær gríðarlegan tíma fyrir utan vítateig, sendir boltann innfyrir þar sem Emil Atlason er einn og klárar færið vel. Stjarnan gerði vel í þessum færum en varnarleikur KA var algjörlega barnalegur. Stjarnan virtist taka fótinn aðeins af bensíngjöfinni við þetta annað mark en áttu nokkur fín færi þar sem þeir létu vörn KA líta illa út. Stjarnan vann bókstaflega alla seinni boltana í fyrri hálfleiknum og hefðu vel getað skorað fleiri mörk. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir heimamönnum og ekkert útlit fyrir annað en áframhaldandi yfirburði Stjörnunnar. Úr leik dagsins.Vísir/Anton Brink Það var líka akkurat það sem gerðist í upphafi seinni hálfleiks. Það tók Stjörnuna aftur innan við þrjár mínútur að skora þriðja markið. Örvar gjörsamlega fíflaði Hrannar Björn á vinstri kantinum fer að endalínu, sendi fasta sendingu útí teig þar sem Emil Atlason á skot sem syngur í netinu. Stjarnan með algjöra yfirburði. Stjarnan bætti við tveimur mörkum í viðbót fyrir leikslok. Það voru þeir Helgi Fróði Ingason og Róbert Frosti Þorkelsson skoruðu sitt hvort mörkin. Niðurlæging Stjörnunnar á KA niðurstaðan með 5 mörkum gegn engu. Leikur sem KA vill sjálfsagt gleyma sem fyrst. Stjörnumenn höfðu nægu að fagna.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins KA varð eftir á Akureyri í miðað við frammistöðu þeirra akureyringa í upphafi leiks. Það tók innan við þrjár mínútur fyrir Stjörnuna að skora fyrsta mark leiksins og setja þar tóninn. Markið var lýsandi fyrir sofanda hátt akureyringa í vörninni sem hélt síðar áfram í leiknum. Örvar fagnar.Vísir/Anton Brink Akureyringar voru að dútla með boltann rétt fyrir utan vítateig og hreinlega gefa Jóhanni Árna boltann sem sendir einfalda sendingu innfyrir á Örvar þar sem eftirleikurinn var auðveldur. Lýsir leik KA ágætlega þar sem þeir náðu sér aldrei á strik eftir þetta. Ef til vill ekki atvik leiksins en Alexander Máni Guðjónsson kom inn af bekknum undir lok leiks í sínum fyrsta leik í efstu deild. Um er að ræða 14 ára gamlan son Guðjóns Baldvinssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og KR sem og atvinnumanns í Svíþjóð og Danmörku. Stjörnur og skúrkar Það er erfitt að taka einhverja fáa útúr Stjörnuliðinu eftir þessa frammistöðu. Emil Atlason skorar tvö góð mörk snemma í leiknum. Þá var Jóhann Árni frábær á miðjunni hjá Stjörnunni, stýrði spilinu og skapaði mikið af færum garðbæinga. Ég ætla þó að útnefna Helga Fróða sem mann leiksins eftir frábæra frammistöðu. Hann fékk mikið pláss á miðjunni sem hann nýtti vel og skoraði eitt mark. Jóhann Árni í baráttunni.Vísir/Anton Brink KA liðið sem heild eru skúrkar. Þetta var einfaldlega ömurleg frammistaða. Liðið gerði ítrekað mistök í uppspili og var varnarleikur liðsins hægur, tregur og seinn. Hægri hlið varnarinnar var þó í sérstökum vandræðum, Birgir Baldvinsson er auðvitað engin miðvörður en hann átti erfitt uppdráttar í fjarveru Ívars Arnar. Dómarinn Arnar Þór átti ekki erfiðan leik þar sem hitinn varengin. Allar ákvarðanir voru réttar og ekkert útá hann að setja. Góð stjórn og flott frammistaða – 9/10 Arnar Þór, dómari leiksins.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Það er alltaf allt uppá 10 á Samsung vellinum. Umgjörð eins og hún gerist best, vel stjanað við blaðamenn, völlurinn í góðu standi og frábær leikdagsupplifun. Frammúrskarandi. „Reimi aldrei skóna“ Helgi Fróði [nr. 35] fagnar með liðsfélögum sínum.Vísir/Anton Brink Helgi Fróði Ingason leikmaður Stjörnunnar var himinlifandi eftir stórsigur Garðbæinga á KA 5-0 í kvöld. Segja má að Stjarnan hafi algjörlega rassskellt KA sem sáu aldrei til sólar. „Já þegar það er kveikt á okkur það erum við frábærir. Á okkar degi getum við unnið öll lið í þessari deild og við vorum á okkar degi í dag,“ sagði Helgi Fróði eftir leik í samtali við Vísi. Eins og áður segir var sigur Stjörnunnar stór og virtist mótstaða KA ekki mikil. Helgi var ekki fullkomlega sammála því. „Þegar við erum á okkar degi þá erum við mjög góðir. Getum rústað öllum liðum í þessari deild.“ sagði Helgi Fróði og bætti við um frammistöðu liðsins: „Við vorum klárir í slaginn, dýnamískir og með góða stjórn. Frábær frammistaða hjá öllu liðinu í dag.“ Helgi Fróði skoraði eitt mark og lagði upp annað. Blaðamaður Vísis valdi hann mann leiksins og spurði hann svo hvernig honum fannst frammistaða sín„Bara ágæt frammistaða. Mér fannst hún ekkert sérstök og ég get gert betur.“ Athygli blaðamanns vakti að Helgi Fróði spilaði allan leikinn með lausar reimar og virtist það vera að ráði gert. Ástæðan var einföld að sögn Helga Fróða: „Ég reimi bara aldrei skóna.“ Besta deild karla Stjarnan KA Tengdar fréttir „Frammistaðan til fyrirmyndar í dag“ Jökull Elísabetarson var kampakátur með gríðarlega öruggan 5-0 sigur Stjörnunnar á KA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Stjarnan fór hamförum á sínum heimavelli gegn lánlausum Akureyringum sem sáu ekki til sólar. 26. maí 2024 19:31 „Svona eru íþróttir“ Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. 26. maí 2024 19:46
Stjarnan tók á móti KA í 8. umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í dag. Fyrir leikinn mátti búast við hörkuleik þar sem KA virtist vera að finna taktinn eftir afleitlega byrjun á tímabilinu. Á sama tíma hafði Stjarnan tapað síðasta leik í deildinni og komu særðir til leiks. Til að gera langa sögu stutta hafði það engin áhrif. Það tók Stjörnuna ekki nema þrjár mínútur að skora fyrsta mark leiksins og það var að einfaldari gerðinni. KA tapaði boltanum rétt fyrir utan vítateig sinn. Það er Jóhann Árni sem rennur boltanum til hliðar á Örvar sem var í góðu færi og setur boltann í fjærhornið. KA menn algjörlega týndir. Örvar skoraði fyrsta mark leiksins.Vísir/Anton Brink Stuttu síðar var forysta Stjörnunnar orðin tvö mörk. Boltinn einfaldlega fer beint í gegnum hjarta KA, miðjan völlinn. Helgi Fróði fær gríðarlegan tíma fyrir utan vítateig, sendir boltann innfyrir þar sem Emil Atlason er einn og klárar færið vel. Stjarnan gerði vel í þessum færum en varnarleikur KA var algjörlega barnalegur. Stjarnan virtist taka fótinn aðeins af bensíngjöfinni við þetta annað mark en áttu nokkur fín færi þar sem þeir létu vörn KA líta illa út. Stjarnan vann bókstaflega alla seinni boltana í fyrri hálfleiknum og hefðu vel getað skorað fleiri mörk. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir heimamönnum og ekkert útlit fyrir annað en áframhaldandi yfirburði Stjörnunnar. Úr leik dagsins.Vísir/Anton Brink Það var líka akkurat það sem gerðist í upphafi seinni hálfleiks. Það tók Stjörnuna aftur innan við þrjár mínútur að skora þriðja markið. Örvar gjörsamlega fíflaði Hrannar Björn á vinstri kantinum fer að endalínu, sendi fasta sendingu útí teig þar sem Emil Atlason á skot sem syngur í netinu. Stjarnan með algjöra yfirburði. Stjarnan bætti við tveimur mörkum í viðbót fyrir leikslok. Það voru þeir Helgi Fróði Ingason og Róbert Frosti Þorkelsson skoruðu sitt hvort mörkin. Niðurlæging Stjörnunnar á KA niðurstaðan með 5 mörkum gegn engu. Leikur sem KA vill sjálfsagt gleyma sem fyrst. Stjörnumenn höfðu nægu að fagna.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins KA varð eftir á Akureyri í miðað við frammistöðu þeirra akureyringa í upphafi leiks. Það tók innan við þrjár mínútur fyrir Stjörnuna að skora fyrsta mark leiksins og setja þar tóninn. Markið var lýsandi fyrir sofanda hátt akureyringa í vörninni sem hélt síðar áfram í leiknum. Örvar fagnar.Vísir/Anton Brink Akureyringar voru að dútla með boltann rétt fyrir utan vítateig og hreinlega gefa Jóhanni Árna boltann sem sendir einfalda sendingu innfyrir á Örvar þar sem eftirleikurinn var auðveldur. Lýsir leik KA ágætlega þar sem þeir náðu sér aldrei á strik eftir þetta. Ef til vill ekki atvik leiksins en Alexander Máni Guðjónsson kom inn af bekknum undir lok leiks í sínum fyrsta leik í efstu deild. Um er að ræða 14 ára gamlan son Guðjóns Baldvinssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og KR sem og atvinnumanns í Svíþjóð og Danmörku. Stjörnur og skúrkar Það er erfitt að taka einhverja fáa útúr Stjörnuliðinu eftir þessa frammistöðu. Emil Atlason skorar tvö góð mörk snemma í leiknum. Þá var Jóhann Árni frábær á miðjunni hjá Stjörnunni, stýrði spilinu og skapaði mikið af færum garðbæinga. Ég ætla þó að útnefna Helga Fróða sem mann leiksins eftir frábæra frammistöðu. Hann fékk mikið pláss á miðjunni sem hann nýtti vel og skoraði eitt mark. Jóhann Árni í baráttunni.Vísir/Anton Brink KA liðið sem heild eru skúrkar. Þetta var einfaldlega ömurleg frammistaða. Liðið gerði ítrekað mistök í uppspili og var varnarleikur liðsins hægur, tregur og seinn. Hægri hlið varnarinnar var þó í sérstökum vandræðum, Birgir Baldvinsson er auðvitað engin miðvörður en hann átti erfitt uppdráttar í fjarveru Ívars Arnar. Dómarinn Arnar Þór átti ekki erfiðan leik þar sem hitinn varengin. Allar ákvarðanir voru réttar og ekkert útá hann að setja. Góð stjórn og flott frammistaða – 9/10 Arnar Þór, dómari leiksins.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Það er alltaf allt uppá 10 á Samsung vellinum. Umgjörð eins og hún gerist best, vel stjanað við blaðamenn, völlurinn í góðu standi og frábær leikdagsupplifun. Frammúrskarandi. „Reimi aldrei skóna“ Helgi Fróði [nr. 35] fagnar með liðsfélögum sínum.Vísir/Anton Brink Helgi Fróði Ingason leikmaður Stjörnunnar var himinlifandi eftir stórsigur Garðbæinga á KA 5-0 í kvöld. Segja má að Stjarnan hafi algjörlega rassskellt KA sem sáu aldrei til sólar. „Já þegar það er kveikt á okkur það erum við frábærir. Á okkar degi getum við unnið öll lið í þessari deild og við vorum á okkar degi í dag,“ sagði Helgi Fróði eftir leik í samtali við Vísi. Eins og áður segir var sigur Stjörnunnar stór og virtist mótstaða KA ekki mikil. Helgi var ekki fullkomlega sammála því. „Þegar við erum á okkar degi þá erum við mjög góðir. Getum rústað öllum liðum í þessari deild.“ sagði Helgi Fróði og bætti við um frammistöðu liðsins: „Við vorum klárir í slaginn, dýnamískir og með góða stjórn. Frábær frammistaða hjá öllu liðinu í dag.“ Helgi Fróði skoraði eitt mark og lagði upp annað. Blaðamaður Vísis valdi hann mann leiksins og spurði hann svo hvernig honum fannst frammistaða sín„Bara ágæt frammistaða. Mér fannst hún ekkert sérstök og ég get gert betur.“ Athygli blaðamanns vakti að Helgi Fróði spilaði allan leikinn með lausar reimar og virtist það vera að ráði gert. Ástæðan var einföld að sögn Helga Fróða: „Ég reimi bara aldrei skóna.“
Besta deild karla Stjarnan KA Tengdar fréttir „Frammistaðan til fyrirmyndar í dag“ Jökull Elísabetarson var kampakátur með gríðarlega öruggan 5-0 sigur Stjörnunnar á KA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Stjarnan fór hamförum á sínum heimavelli gegn lánlausum Akureyringum sem sáu ekki til sólar. 26. maí 2024 19:31 „Svona eru íþróttir“ Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. 26. maí 2024 19:46
„Frammistaðan til fyrirmyndar í dag“ Jökull Elísabetarson var kampakátur með gríðarlega öruggan 5-0 sigur Stjörnunnar á KA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Stjarnan fór hamförum á sínum heimavelli gegn lánlausum Akureyringum sem sáu ekki til sólar. 26. maí 2024 19:31
„Svona eru íþróttir“ Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. 26. maí 2024 19:46
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti