Fagioli var valinn í æfingahóp Ítala nokkrum dögum eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik síðan í byrjun október.
Fagioli lék með Juventus í 3-3 jafntefli á móti Bologna á mánudagskvöldið. Hann hafði þá nýlokið því að taka út sjö mánaða bann sitt fyrir að brjóta veðmálareglur.
Hinn 23 ára gamli Fagioli spilaði sex leiki með Juventus áður en hann fór í bannið.
Fagioli lék sinn fyrsta og eina landsleik á móti Albaníu í nóvember 2022.
❗Nicoló Fagioli's suspension officially ends. He's now available for the selection.
— Forza Juventus (@ForzaJuveEN) May 19, 2024
Football is back! 🔥 pic.twitter.com/mdm0XfqcBd
Riccardo Calafiori, varnarmaður Bologna, er nýliði í hópnum en hann hefur hjálpað félaginu að tryggja sér sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Gianluca Scamacca, sem lék með Atalanta í 3-0 sigri á Bayer Leverkusen í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi, kemur aftur inn í hópinn en hann var ekki með í leikjunum í mars.
Landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti valdi þrjátíu leikmenn í æfingahóp sinn. Sex leikmenn frá Ítalíumeisturum Internazionale eru í hópnum en enginn frá AC Milan var valinn. Fjórir af þessum þrjátíu fara ekki með á mótið.
Ítalir eru í riðli með Albaníu, Spáni og Króatíu á EM í Þýskalandi.
- Æfingahópur Ítala fyrir EM 2024:
- Markmenn: Gianluigi Donnarumma, Alex Meret, Ivan Provedel og Guglielmo Vicario.
- Varnarmenn: Francesco Acerbi, Alessandro Bastoni, Raoul Bellanova, Alessandro Buongiorno, Riccardo Calafiori, Andrea Cambiaso, Matteo Darmian, Giovanni Di Lorenzo, Federico Dimarco, Gianluca Mancini og Giorgio Scalvini.
- Miðjumenn: Nicolò Barella, Bryan Cristante, Nicolò Fagioli, Michael Folorunsho, Davide Frattesi, Jorginho, Lorenzo Pellegrini og Samuele Ricci.
- Framherjar: Federico Chiesa, Stephan El Shaarawy, Riccardo Orsolini, Giacomo Raspadori, Mateo Retegui, Gianluca Scamacca og Mattia Zaccagni.
🚨🇮🇹 OFFICIAL: Italy provisional squad for Euro 2024.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2024
4 players will be cut to make the final list.
❗️ Nicolò Fagioli, back with the team. pic.twitter.com/hLbYxMP0KW