Forsetaáskorunin: Innbrotsþjófurinn reyndist vera mamman Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2024 19:01 Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi. Arna Petra Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Halla Hrund Logadóttir er í framboði til forseta Íslands. Halla Hrund Logadóttir býður sig fram í embætti forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu, með gildi þátttöku og samvinnu að leiðarljósi. Halla Hrund er ótengd pólitískum öflum og hefur sýnt það í verki að hún vinnur ávallt að almannahagsmunum. Sem forseti Íslands vill hún leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit - fyrir framtíðina. Halla Hrund er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands með tvær meistaragráður, í hagfræði og orkumálum frá Tufts háskóla og opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla. Hún var skipuð orkumálastjóri 2021, fyrst kvenna. Samhliða hefur hún kennt bæði við Háskólann í Reykjavík og Harvard. Hún er meðstofnandi Miðstöðvar Norðurslóða við Harvard (e. Arctic Initiative) og alþjóðlega jafnréttisverkefnisins Stelpur styðja stelpur (e. Project Girls for Girls). Halla Hrund er gift Kristjáni Frey Kirstjánssyni, meðstofnanda og framkvæmdastjóra 50skills, og saman eiga þau tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Halla Hrund Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Sveitin mín á Síðu er uppáhalds staðurinn minn. Þar hef ég átt mínar bestu stundir og þangað sæki ég þegar mig vantar kraft eða að hreinsa hugann. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Að forsetinn geti haft tímabundið aðsetur á fleiri stöðum á landinu til að sinna hagsmunum allra landsmanna sem best. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? „Army of me“ með Björk held ég að myndi eiga ótrúlega vel við í slíkum aðstæðum. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Nei, en ég þrjóskaðist lengi við að trúa á jólasveininn. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Lambahryggur með stökkri puru með sveppasósu, hvítlauk, fersku grænmeti og stökkum kartöflum. Rauðvínsglas með á köldu vetrarkvöldi er sérlega huggulegt. Uppáhalds bíómynd? The Intouchables er yndisleg saga og Love Actually fær mig alltaf til að brosa. Hefur þú komist í kast við lögin? Nei, það hef ég aldrei gert en ég hringdi einu sinni skjálfandi í lögregluna um nótt og tilkynnti þeim að það væri innbrotsþjófur í húsi foreldra minna þar sem ég gisti stundum þegar ég bjó erlendis á námsárunum. Innbrotsþjófurinn reyndist hins vegar vera mamma mín að koma úr flugi frá Bandaríkjunum. Lögreglan, af mikilli fagmennsku, sleppti mér þó ekki úr símanum eins og ég bað um fyrr en þeir heyrðu móður mína spyrja hátt og skýrt hvort það væri hreint í uppþvottavélinni! Þeir vissu að enginn þjófur ætti þessa línu og þar með náðist að leiðrétta misskilninginn áður en þeir komu að bjarga mér! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Veit ekki hvort það telst áhugamál en mér finnst einvera góð til að hlaða batteríin, t.d. að fara ein í langan göngutúr. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Mér fannst Game of Thrones þáttaröðin mjög góð enda sköruðust áhugasvið okkar hjóna vel þar; ég með ástina og hann með ævintýrin! Þáttaröðin „Venjulegt fólk“ fékk mig líka oft til að skella upp úr. Hamingjuna og húmorinn má yfirleitt finna í hversdagsleikanum. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Ég var í dansi og hestum sem barn og unglingur en núna felst líkamsræktin aðallega í gönguferðum í náttúru Íslands á sumrin og þess á milli hlaupa- og hjólatúrum. Uppáhalds líkamsræktin er síðan að fara á afrétt á haustin á hesti að smala fé af fjalli. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Við fjölskyldan vorum búsett í Bandaríkjunum í upphafi faraldursins og þar sem yngri dóttir mín var á fyrsta ári vorum við ansi einangruð en þó í lítilli búbblu með nokkrum góðum vinum. Samveran með þessum hópi var okkur verðmæt og vinabönd styrktust. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég fór í ísklifur og sig í fyrsta sinn sem var sömu helgina. Adrenalínið dugði út árið og merkilegt nokk hvarf lofthræðslan að mestu á braut. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín nú ekki fyrir það en ég held mikið upp á gamla íslenska slagara eins og Flottur jakki með Ragga Bjarna, Gaggó-Vest með Eiríki Haukssyni og Búkalú með Stuðmönnum – helst úti á gólfi í góðri samkvæmisdans-sveiflu. Áttu þér draumabíl? Mig langar jafn mikið í rafmagnsbíl og breyttan jeppa sem kemst allt til að ferðast um hálendi, yfir ár og jökla með fjölskyldunni. Ég á margar góðar minningar af jeppaferðum úr æsku og elska að ferðast um landið okkar allt árið um kring. Hvernig slappar þú af? Okkur fjölskyldunni finnst frábært að enda annasaman dag í sundi saman en þegar ég þarf að hreinsa hugann þá finnst mér best að ganga á fjöll. Síðan er ómissandi að eiga kósýkvöld yfir fjölskyldumynd. Föstudagskvöldin eru yfirleitt frátekin í það. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Þakklætisvottur til heiðurs þeim sem hafa stutt mig og mótað í lífinu. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Forseta Bandaríkjanna til að ræða frið, loftslagsmál og sameiginlega hagsmuni á öðrum sviðum. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Ég lærði á píanó þegar ég var yngri og get ennþá spilað vel valin lög þegar mikið liggur við. Síðustu ár hefur hins vegar harmonikkuleikur átt hug minn allan. Ég og Arna vinkona mín myndum dúettinn „Bara við“ og stefnum hátt! Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikið spilað tölvuleiki en Kristján Freyr eiginmaður minn var á sínum tíma einn af bestu Counter-Strike spilurum landsins og gekk undir nafninu MurK-Krissi. Hann er margfaldur meistari á Íslandi og gerðist eitt sinn svo frægur að fá afslátt af skóm á Strikinu af því að afgreiðslumaðurinn þekkti hann úr leikjabransanum! Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Reese Witherspoon. Hún er legally blonde, eins og ég. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Steinunni Ólínu held ég. Ég hef verið aðdáandi hennar sem leikkonu lengi. Hún er mjög skemmtileg en líka lífsreynd og gæti örugglega kennt mér sitthvað og sagt góðar sögur á meðan við bíðum. Svo er hún líka hreinskilin og ég kann að meta það í fari fólks. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Það má stelast í sykrað smjörlíki við bakstur. Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir er í framboði til forseta Íslands. Halla Hrund Logadóttir býður sig fram í embætti forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu, með gildi þátttöku og samvinnu að leiðarljósi. Halla Hrund er ótengd pólitískum öflum og hefur sýnt það í verki að hún vinnur ávallt að almannahagsmunum. Sem forseti Íslands vill hún leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit - fyrir framtíðina. Halla Hrund er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands með tvær meistaragráður, í hagfræði og orkumálum frá Tufts háskóla og opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla. Hún var skipuð orkumálastjóri 2021, fyrst kvenna. Samhliða hefur hún kennt bæði við Háskólann í Reykjavík og Harvard. Hún er meðstofnandi Miðstöðvar Norðurslóða við Harvard (e. Arctic Initiative) og alþjóðlega jafnréttisverkefnisins Stelpur styðja stelpur (e. Project Girls for Girls). Halla Hrund er gift Kristjáni Frey Kirstjánssyni, meðstofnanda og framkvæmdastjóra 50skills, og saman eiga þau tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára. Klippa: Forsetaáskorun Vísis: Halla Hrund Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Sveitin mín á Síðu er uppáhalds staðurinn minn. Þar hef ég átt mínar bestu stundir og þangað sæki ég þegar mig vantar kraft eða að hreinsa hugann. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Að forsetinn geti haft tímabundið aðsetur á fleiri stöðum á landinu til að sinna hagsmunum allra landsmanna sem best. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? „Army of me“ með Björk held ég að myndi eiga ótrúlega vel við í slíkum aðstæðum. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Nei, en ég þrjóskaðist lengi við að trúa á jólasveininn. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Lambahryggur með stökkri puru með sveppasósu, hvítlauk, fersku grænmeti og stökkum kartöflum. Rauðvínsglas með á köldu vetrarkvöldi er sérlega huggulegt. Uppáhalds bíómynd? The Intouchables er yndisleg saga og Love Actually fær mig alltaf til að brosa. Hefur þú komist í kast við lögin? Nei, það hef ég aldrei gert en ég hringdi einu sinni skjálfandi í lögregluna um nótt og tilkynnti þeim að það væri innbrotsþjófur í húsi foreldra minna þar sem ég gisti stundum þegar ég bjó erlendis á námsárunum. Innbrotsþjófurinn reyndist hins vegar vera mamma mín að koma úr flugi frá Bandaríkjunum. Lögreglan, af mikilli fagmennsku, sleppti mér þó ekki úr símanum eins og ég bað um fyrr en þeir heyrðu móður mína spyrja hátt og skýrt hvort það væri hreint í uppþvottavélinni! Þeir vissu að enginn þjófur ætti þessa línu og þar með náðist að leiðrétta misskilninginn áður en þeir komu að bjarga mér! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Veit ekki hvort það telst áhugamál en mér finnst einvera góð til að hlaða batteríin, t.d. að fara ein í langan göngutúr. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Mér fannst Game of Thrones þáttaröðin mjög góð enda sköruðust áhugasvið okkar hjóna vel þar; ég með ástina og hann með ævintýrin! Þáttaröðin „Venjulegt fólk“ fékk mig líka oft til að skella upp úr. Hamingjuna og húmorinn má yfirleitt finna í hversdagsleikanum. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Ég var í dansi og hestum sem barn og unglingur en núna felst líkamsræktin aðallega í gönguferðum í náttúru Íslands á sumrin og þess á milli hlaupa- og hjólatúrum. Uppáhalds líkamsræktin er síðan að fara á afrétt á haustin á hesti að smala fé af fjalli. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Við fjölskyldan vorum búsett í Bandaríkjunum í upphafi faraldursins og þar sem yngri dóttir mín var á fyrsta ári vorum við ansi einangruð en þó í lítilli búbblu með nokkrum góðum vinum. Samveran með þessum hópi var okkur verðmæt og vinabönd styrktust. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég fór í ísklifur og sig í fyrsta sinn sem var sömu helgina. Adrenalínið dugði út árið og merkilegt nokk hvarf lofthræðslan að mestu á braut. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín nú ekki fyrir það en ég held mikið upp á gamla íslenska slagara eins og Flottur jakki með Ragga Bjarna, Gaggó-Vest með Eiríki Haukssyni og Búkalú með Stuðmönnum – helst úti á gólfi í góðri samkvæmisdans-sveiflu. Áttu þér draumabíl? Mig langar jafn mikið í rafmagnsbíl og breyttan jeppa sem kemst allt til að ferðast um hálendi, yfir ár og jökla með fjölskyldunni. Ég á margar góðar minningar af jeppaferðum úr æsku og elska að ferðast um landið okkar allt árið um kring. Hvernig slappar þú af? Okkur fjölskyldunni finnst frábært að enda annasaman dag í sundi saman en þegar ég þarf að hreinsa hugann þá finnst mér best að ganga á fjöll. Síðan er ómissandi að eiga kósýkvöld yfir fjölskyldumynd. Föstudagskvöldin eru yfirleitt frátekin í það. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Þakklætisvottur til heiðurs þeim sem hafa stutt mig og mótað í lífinu. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Forseta Bandaríkjanna til að ræða frið, loftslagsmál og sameiginlega hagsmuni á öðrum sviðum. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Ég lærði á píanó þegar ég var yngri og get ennþá spilað vel valin lög þegar mikið liggur við. Síðustu ár hefur hins vegar harmonikkuleikur átt hug minn allan. Ég og Arna vinkona mín myndum dúettinn „Bara við“ og stefnum hátt! Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikið spilað tölvuleiki en Kristján Freyr eiginmaður minn var á sínum tíma einn af bestu Counter-Strike spilurum landsins og gekk undir nafninu MurK-Krissi. Hann er margfaldur meistari á Íslandi og gerðist eitt sinn svo frægur að fá afslátt af skóm á Strikinu af því að afgreiðslumaðurinn þekkti hann úr leikjabransanum! Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Reese Witherspoon. Hún er legally blonde, eins og ég. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Steinunni Ólínu held ég. Ég hef verið aðdáandi hennar sem leikkonu lengi. Hún er mjög skemmtileg en líka lífsreynd og gæti örugglega kennt mér sitthvað og sagt góðar sögur á meðan við bíðum. Svo er hún líka hreinskilin og ég kann að meta það í fari fólks. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Það má stelast í sykrað smjörlíki við bakstur.
Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira