Kvaddi stuðningsmennina og kenndi þeim lag um nýja stjórann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 20:00 Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag. James Baylis - AMA/Getty Images Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Alls stýrði Klopp liðinu í 491 leik frá árinu 2015 og undir hans stjórn vann liðið alla þá stóru titla sem í boði voru. Liðið varð Englandsmeistari, enskur bikarmeistari og deildarbikarmeistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar UEFA og heimsmeistaramót félagsliða. Það var því tilfinningarík stund eftir sigur Liverpool í dag þegar Jürgen Klopp fékk orðið og ávarpaði stuðningsmenn. „Mér líður ekki eins og þetta sé endinn á einhverju. Mér líður eins og þetta sé ný byrjun. Í dag sá ég fótboltalið fullt af hæfileikum, ungum leikmönnum, þrá og græðgi. Þetta er einn hlutinn af því að þróast og það er það sem þú þarft að gera,“ sagði Klopp við stuðningsmenn Liverpool. „Á þessum vikum sem ég hef haft of mikla athygli á mér hef ég komist að ýmsu. Fólk segir að ég hafi gert efasemdamenn að bjartsýnismönnum. Það er ekki rétt. Þið gerðuð það. Það er enginn sem segir ykkur að missa trúna. Þetta félag er á sínum besta stað í langan tíma.“ „Við eigum þennan magnaða völl, frábæra æfingaaðstöðu og ykkur - ofurkraft heimsfótboltans. Vá!“ bætti Klopp við. „Við ákveðum sjálf hvort við höfum áhyggjur eða hvort við erum spennt. Við ákveðum hvort við trúum. Við ákveðum hvort við treystum eða ekki. Í dag er ég einn af ykkur og ég mun halda áfram að trúa.“ „Ég sá marga gráta í dag og ég mun gera það líka í kvöld af því að ég mun sakna margra, en breytingar eru af hinu góða. Þetta verður allt í góðu því grunnatriðin eru hundrað prósent í lagi hérna. „Þið skuluð taka jafn vel á móti nýja stjóranum eins og þið tókuð á móti mér. Þið skuluð styðja við hann frá fyrsta degi. Haldið áfram að trúa. Haldið áfram að ýta liðinu áfram. Ég er einn af ykkur núna. Ég elska ykkur öll. Takk fyrir. Þið eruð besta lið í heimi. Takk fyrir,“ sagði Klopp að lokum áður en hann kenndi stuðningsmönnum Liverpool lag um nýja stjórann sem tekur nú við, Arne Slot. Söng Klopp má sjá í X-færslunni hér fyrir neðan. Wow, this is one of the most unique moments in football. Jurgen Klopp just started a cheer for ARNE SLOT, LA, LA, LA, LA,LA.pic.twitter.com/PtAbnpzmzK— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) May 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Alls stýrði Klopp liðinu í 491 leik frá árinu 2015 og undir hans stjórn vann liðið alla þá stóru titla sem í boði voru. Liðið varð Englandsmeistari, enskur bikarmeistari og deildarbikarmeistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar UEFA og heimsmeistaramót félagsliða. Það var því tilfinningarík stund eftir sigur Liverpool í dag þegar Jürgen Klopp fékk orðið og ávarpaði stuðningsmenn. „Mér líður ekki eins og þetta sé endinn á einhverju. Mér líður eins og þetta sé ný byrjun. Í dag sá ég fótboltalið fullt af hæfileikum, ungum leikmönnum, þrá og græðgi. Þetta er einn hlutinn af því að þróast og það er það sem þú þarft að gera,“ sagði Klopp við stuðningsmenn Liverpool. „Á þessum vikum sem ég hef haft of mikla athygli á mér hef ég komist að ýmsu. Fólk segir að ég hafi gert efasemdamenn að bjartsýnismönnum. Það er ekki rétt. Þið gerðuð það. Það er enginn sem segir ykkur að missa trúna. Þetta félag er á sínum besta stað í langan tíma.“ „Við eigum þennan magnaða völl, frábæra æfingaaðstöðu og ykkur - ofurkraft heimsfótboltans. Vá!“ bætti Klopp við. „Við ákveðum sjálf hvort við höfum áhyggjur eða hvort við erum spennt. Við ákveðum hvort við trúum. Við ákveðum hvort við treystum eða ekki. Í dag er ég einn af ykkur og ég mun halda áfram að trúa.“ „Ég sá marga gráta í dag og ég mun gera það líka í kvöld af því að ég mun sakna margra, en breytingar eru af hinu góða. Þetta verður allt í góðu því grunnatriðin eru hundrað prósent í lagi hérna. „Þið skuluð taka jafn vel á móti nýja stjóranum eins og þið tókuð á móti mér. Þið skuluð styðja við hann frá fyrsta degi. Haldið áfram að trúa. Haldið áfram að ýta liðinu áfram. Ég er einn af ykkur núna. Ég elska ykkur öll. Takk fyrir. Þið eruð besta lið í heimi. Takk fyrir,“ sagði Klopp að lokum áður en hann kenndi stuðningsmönnum Liverpool lag um nýja stjórann sem tekur nú við, Arne Slot. Söng Klopp má sjá í X-færslunni hér fyrir neðan. Wow, this is one of the most unique moments in football. Jurgen Klopp just started a cheer for ARNE SLOT, LA, LA, LA, LA,LA.pic.twitter.com/PtAbnpzmzK— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) May 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira