Hefur hjálpað Haas með glæfralegum akstri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 20:31 Þarf að passa sig ætli hann sér ekki í bann. Kym Illman/Getty Images Kevin Magnussen hefur byrjað tímabilið í Formúlu 1 af gríðarlegum krafti. Ef til vill fullmiklum krafti ef marka má fréttir þess efnis að hann gæti verið á leið í keppnisbann vegna fjöldi refsistiga. Lið Haas í Formúlu 1 hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð en fyrir fram var búist við að liðið myndi sleikja botninn en þess í stað er það í 7. sæti. Er það að mestu leyti samvinnu þeirra Nico Hülkenberg og Magnussen að þakka. Í frétt The Athletic um málið segir að Magnussen hafi með nokkuð glæfralegum akstri tryggt Hülkenberg nokkur auka stig. Hann hefur fengið nokkuð refsistig fyrir en toppaði það í Miami. From @TheAthletic: Kevin Magnussen will spend the rest of the season on the brink of an F1 race ban for his driving behavior, assuming he doesn’t trigger it with one more offense. https://t.co/RfOIW97BNB— The New York Times (@nytimes) May 13, 2024 „Ég þurfti að gera mitt til að verja Nico,“ sagði Magnussen í viðtali eftir kappaksturinn. Hann hafði nælt sér í tíu sekúndna refsingu og átti því ekki möguleika á að vera meðal tíu efstu og næla þannig í stig. Hann gat þó haldið keppinautum sínum - og Nico - frá samherja sínum með því að fara vasklega fram, sem hann og gerði. The Athletic greinir nú frá að Magnussen sé á mörkunum að vera dæmdur í keppnisbann og þurfi að halda sig á mottunni það sem eftir lifir tímabils. Hinn 31 árs gamli Magnussen er sem stendur með 10 refsistig en fái ökumaður 12 slík þá er hann dæmdur í keppnisbann. Danski kappaksturskappinn þarf því að fara í gegnum 18 keppnir til viðbótar án þess að næla sér í meira en eitt refsistig þar sem þau núllast ekki út fyrr en á næstu leiktíð. Akstursíþróttir Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lið Haas í Formúlu 1 hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð en fyrir fram var búist við að liðið myndi sleikja botninn en þess í stað er það í 7. sæti. Er það að mestu leyti samvinnu þeirra Nico Hülkenberg og Magnussen að þakka. Í frétt The Athletic um málið segir að Magnussen hafi með nokkuð glæfralegum akstri tryggt Hülkenberg nokkur auka stig. Hann hefur fengið nokkuð refsistig fyrir en toppaði það í Miami. From @TheAthletic: Kevin Magnussen will spend the rest of the season on the brink of an F1 race ban for his driving behavior, assuming he doesn’t trigger it with one more offense. https://t.co/RfOIW97BNB— The New York Times (@nytimes) May 13, 2024 „Ég þurfti að gera mitt til að verja Nico,“ sagði Magnussen í viðtali eftir kappaksturinn. Hann hafði nælt sér í tíu sekúndna refsingu og átti því ekki möguleika á að vera meðal tíu efstu og næla þannig í stig. Hann gat þó haldið keppinautum sínum - og Nico - frá samherja sínum með því að fara vasklega fram, sem hann og gerði. The Athletic greinir nú frá að Magnussen sé á mörkunum að vera dæmdur í keppnisbann og þurfi að halda sig á mottunni það sem eftir lifir tímabils. Hinn 31 árs gamli Magnussen er sem stendur með 10 refsistig en fái ökumaður 12 slík þá er hann dæmdur í keppnisbann. Danski kappaksturskappinn þarf því að fara í gegnum 18 keppnir til viðbótar án þess að næla sér í meira en eitt refsistig þar sem þau núllast ekki út fyrr en á næstu leiktíð.
Akstursíþróttir Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira