Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2024 14:29 Bambi Thug á sviði í Malmö á þriðjudagskvöldið. EBU/Sarah Louise Bennett Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. Áður en Bambi Thug, sem er kynsegin, steig á svið á þriðjudaginn voru áhorfendur Kan, ríkisrekinnar sjónvarpsstöðvar Ísrael, varaðir við því að flutningurinn gæti hrætt börn. Réttast væri að forða þeim frá sjónvarpsskjánum. Atriðið innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Þulurinn ísraelski nefndi einnig að Bambie Thug, væri kynsegin og að hán talaði gjarnan illa um Ísrael og að áhorfendur ættu að undirbúa blótsyrði sín, samkvæmt frétt á vef RTÉ, ríkisútvarps Írlands. Þetta vill Bambi Thug meina að brjóti gegn reglum Eurovision. Í viðtali við RTE segist hán reitt vegna ummælanna og vill að Ísraelum verði vísað úr keppni. Bambi Thug tók ekki þátt í fánaathöfn fyrir generalprufuna í Malmö í dag. Þátttakendur frá Grikklandi, Sviss og Kýpur tóku einnig ekki þátt í athöfninni. Þetta er í kjölfar þess að hollenska söngvaranum Joost Klein var vísað úr keppninni í morgun. Kona sem vinnur við Eurovision kvartaði í gær yfir Klein, eftir að hann flutti atriði sitt í undankeppninni á fimmtudagskvöldið. Kvörtunin, sem sögð er snúast um „hótanir“ er til rannsóknar hjá lögreglu í Svíþjóð. Forsvarsmenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eru sagðir hafa haldið krísufund í dag vegna stöðunnar. Í frétt SVT í Svíþjóð er haft eftir Jean Philip De Tender, einum yfirmanna EBU, að Klein geti ekki tekið þátt í keppninni þar sem hann hafi brotið gegn reglum hennar. Hann sagði enga „óviðeigandi hegðun“ vera liðna þegar komi að Eurovision og tryggja þurfi öllum starfsmönnum starfsöryggi. Eurovision Írland Ísrael Tengdar fréttir Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01 Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Áður en Bambi Thug, sem er kynsegin, steig á svið á þriðjudaginn voru áhorfendur Kan, ríkisrekinnar sjónvarpsstöðvar Ísrael, varaðir við því að flutningurinn gæti hrætt börn. Réttast væri að forða þeim frá sjónvarpsskjánum. Atriðið innihéldi svartagaldur, vúdúdúkkur og tákn djöfladýrkunar, svo eitthvað sé nefnt. Þulurinn ísraelski nefndi einnig að Bambie Thug, væri kynsegin og að hán talaði gjarnan illa um Ísrael og að áhorfendur ættu að undirbúa blótsyrði sín, samkvæmt frétt á vef RTÉ, ríkisútvarps Írlands. Þetta vill Bambi Thug meina að brjóti gegn reglum Eurovision. Í viðtali við RTE segist hán reitt vegna ummælanna og vill að Ísraelum verði vísað úr keppni. Bambi Thug tók ekki þátt í fánaathöfn fyrir generalprufuna í Malmö í dag. Þátttakendur frá Grikklandi, Sviss og Kýpur tóku einnig ekki þátt í athöfninni. Þetta er í kjölfar þess að hollenska söngvaranum Joost Klein var vísað úr keppninni í morgun. Kona sem vinnur við Eurovision kvartaði í gær yfir Klein, eftir að hann flutti atriði sitt í undankeppninni á fimmtudagskvöldið. Kvörtunin, sem sögð er snúast um „hótanir“ er til rannsóknar hjá lögreglu í Svíþjóð. Forsvarsmenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eru sagðir hafa haldið krísufund í dag vegna stöðunnar. Í frétt SVT í Svíþjóð er haft eftir Jean Philip De Tender, einum yfirmanna EBU, að Klein geti ekki tekið þátt í keppninni þar sem hann hafi brotið gegn reglum hennar. Hann sagði enga „óviðeigandi hegðun“ vera liðna þegar komi að Eurovision og tryggja þurfi öllum starfsmönnum starfsöryggi.
Eurovision Írland Ísrael Tengdar fréttir Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01 Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01
Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14