Hundar mæta í vinnuna með eigendum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2024 20:31 Helga Helgadóttir og Gunnar Jarl Jónsson eigendur skólahundsins Trausta í Fossvogsskóla, sem er að standa sig mjög vel í vinnunni með Helgu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það færist sífellt í vöxt að dýr séu notuð í meðferðum með börnum til að bæta lífsgæði þeirra, ekki síst hundar. Gott dæmi um þetta er sálfræðingur í Reykjavík, sem ætlar sér að nýta sinn hund í tímum með skjólstæðingum sínum og í Fossvogsskóla mætir hundur tvisvar í viku með eiganda sínum í vinnuna. Í íþróttasal Reykjadals í Mosfellsdal eru alltaf annars slagið haldið námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar með dýrum í meðferðum með börnum, oftast hundar en stundum er líka boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki. En nú eru það hundarnir með eigendum sínum og tveimur erlendum þjálfurum. „Við erum að æfa að setja dót í kassa, fella keilur, heilsa fólki kurteisislega, já og sækja hluti og hoppa í gegnum hringi. Hérna eru eigendurnir og eigendurnir starfa kannski innan menntunargeirans, heilbrigðisgeirans eða í félagsgeiranum. Þannig að þau eiga það sameiginlegt að starfa með fólki en langar að sjá hvernig þjálfun hunda fer fram, sem hugsanlega gæti nýst með þeim í starfi,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur Jakobsdóttir er yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en stöðin býður reglulega upp á fræðslu um íhlutun með aðstoð dýra fyrir fagfólk sem og aðra sem áhuga hafa á málefninu í formi námskeiða og ráðstefnu ásamt því að standa fyrir skapgerðarmati á hundum til að meta hentugleika í starf með fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gott dæmi um þetta er hundurinn Trausti, sem fer í vinnuna tvisvar í viku með sínum eiganda. „Verkefnið heitir “Hundur í skóla, aukinn vellíðan” en helsta markmiðið er að búa til gott andrúmsloft. Trausti kann allskonar brögð og er alltaf að læra meira og meira og það er eitthvað svona sem hægt er að vinna með börnunum og þeim fnnst gaman að hjálpa til að við þjálfa hann. Svo er hann mjög tilbúin að hlusta á lestur og vera ótrúlega næs,” segir Helga Helgadóttir, eigandi Trausta. Og svo er það tíkin Eik og Silja Björk, eigandi hennar, sem ætla að fara að vinna saman með skjólstæðinga Silju, sem eru börn. „Já, leyfa krökkum að vera rólegri og tengjast mér kannski og nýta hana til að fá smá huggun og minnka stress hjá þeim. Hún elskar börn þannig að já ég held að þetta muni virka. Eik finnst mjög gaman að heilsa upp á og vera nálægt krökkum þannig að þetta mun virka er ég nokkuð viss um og ég veit um sálfræðinga, sem nýta hunda í vinnunni sinni,” segir Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og eigandi Eikar. Æfingastöðin, heimasíða Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og hundurinn Eik, sem eru duglegar að æfa sig saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingastöðin er helsta endurhæfingarstofnun landsins fyrir börn og er hlutverk hennar að efla börn og ungmenni til almennrar þátttöku með það að marki að bæta lífsgæði þeirra. Á Æfingastöðinni starfar teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og hefur í tæp 18 ár verið starfrækt íhlutun þar með aðstoð dýra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Hundar Vinnumarkaður Gæludýr Dýr Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Í íþróttasal Reykjadals í Mosfellsdal eru alltaf annars slagið haldið námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar með dýrum í meðferðum með börnum, oftast hundar en stundum er líka boðið upp á sjúkraþjálfun á hestbaki. En nú eru það hundarnir með eigendum sínum og tveimur erlendum þjálfurum. „Við erum að æfa að setja dót í kassa, fella keilur, heilsa fólki kurteisislega, já og sækja hluti og hoppa í gegnum hringi. Hérna eru eigendurnir og eigendurnir starfa kannski innan menntunargeirans, heilbrigðisgeirans eða í félagsgeiranum. Þannig að þau eiga það sameiginlegt að starfa með fólki en langar að sjá hvernig þjálfun hunda fer fram, sem hugsanlega gæti nýst með þeim í starfi,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur Jakobsdóttir er yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en stöðin býður reglulega upp á fræðslu um íhlutun með aðstoð dýra fyrir fagfólk sem og aðra sem áhuga hafa á málefninu í formi námskeiða og ráðstefnu ásamt því að standa fyrir skapgerðarmati á hundum til að meta hentugleika í starf með fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gott dæmi um þetta er hundurinn Trausti, sem fer í vinnuna tvisvar í viku með sínum eiganda. „Verkefnið heitir “Hundur í skóla, aukinn vellíðan” en helsta markmiðið er að búa til gott andrúmsloft. Trausti kann allskonar brögð og er alltaf að læra meira og meira og það er eitthvað svona sem hægt er að vinna með börnunum og þeim fnnst gaman að hjálpa til að við þjálfa hann. Svo er hann mjög tilbúin að hlusta á lestur og vera ótrúlega næs,” segir Helga Helgadóttir, eigandi Trausta. Og svo er það tíkin Eik og Silja Björk, eigandi hennar, sem ætla að fara að vinna saman með skjólstæðinga Silju, sem eru börn. „Já, leyfa krökkum að vera rólegri og tengjast mér kannski og nýta hana til að fá smá huggun og minnka stress hjá þeim. Hún elskar börn þannig að já ég held að þetta muni virka. Eik finnst mjög gaman að heilsa upp á og vera nálægt krökkum þannig að þetta mun virka er ég nokkuð viss um og ég veit um sálfræðinga, sem nýta hunda í vinnunni sinni,” segir Silja Björk Egilsdóttir, sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og eigandi Eikar. Æfingastöðin, heimasíða Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna og hundurinn Eik, sem eru duglegar að æfa sig saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingastöðin er helsta endurhæfingarstofnun landsins fyrir börn og er hlutverk hennar að efla börn og ungmenni til almennrar þátttöku með það að marki að bæta lífsgæði þeirra. Á Æfingastöðinni starfar teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og hefur í tæp 18 ár verið starfrækt íhlutun þar með aðstoð dýra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Hundar Vinnumarkaður Gæludýr Dýr Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira