„Það gekk ekki hvað henni leið illa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2024 10:31 Þau Jóhann og Guðný búa á Bessastöðum og hafa gert síðan 1995. Í þáttunum Sveitarómantík fá áhorfendur að fylgjast með sex pörum á mismunandi aldri sem eiga það sameiginlegt að búa í sveit. Áhorfendur fá að skyggnast inn í daglegt líf paranna og heyra frá ástarsögu þeirra, fortíð og framtíðardraumum en fyrst og fremst upplifa rómantíkina í hversdeginum. Ása Ninna Pétursdóttir er umsjónarmaður þáttanna og eru þeir framleiddir af Atlavík. Í fyrsta þættinum leit hún við á bænum Bessastöðum fyrir norðan. Hjónin á Bessastöðum þau Jóhann Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir hafa verið saman í áraraðir og eiga saman þrjú börn. Þau elska lífið í sveitinni og njóta nærveru hvors annars. Þau hafa búið á Bessastöðum síðan 1995. Helga Eyrún, Mara Birna og Fríða Rós eru dætur þeirra hjóna. Mara Birna fékk úthlutað karlkyni við fæðingu en sagði foreldrum sínum í kringum átján ára aldur að hún væri í raun kona. Helltist yfir hana vanlíðan „Við sáum bara að barninu leið bara ekki vel,“ segir Guðný. „Hún var ofboðslega skemmtilegur krakki og rosalega uppátækjasöm,“ segir Jóhann. „Svo kemur unglingsaldurinn og þá bara lokast hún inni,“ bætir Guðný við. „Það bara helltist svoleiðis yfir hana einhver vanlíðan,“ segir Jóhann. Guðný segir að hún hafi áttað sig á því um kringum átján ára aldurinn að Mara Birna væri trans. „Hún tæklaði þetta bara vel. Kemur til okkar um kvöldmatarleytið og lætur okkur vita. Maður var bara fegin að vita hvað þetta væri. Þetta er ekki stórmál. Við viljum bara að fólki líði vel alveg sama hvernig það er og hún er að blómstra núna,“ segir Guðný. „Það gekk ekki hvað henni leið illa og við skynjuðum það vel og hvað það var mikið svartnætti yfir öllu. Það varð eitthvað að gerast, þetta gat aldrei gengið svona,“ segir Jóhann en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Hjónin á Bessastöðum Málefni trans fólks Sveitarómantík Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
Áhorfendur fá að skyggnast inn í daglegt líf paranna og heyra frá ástarsögu þeirra, fortíð og framtíðardraumum en fyrst og fremst upplifa rómantíkina í hversdeginum. Ása Ninna Pétursdóttir er umsjónarmaður þáttanna og eru þeir framleiddir af Atlavík. Í fyrsta þættinum leit hún við á bænum Bessastöðum fyrir norðan. Hjónin á Bessastöðum þau Jóhann Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir hafa verið saman í áraraðir og eiga saman þrjú börn. Þau elska lífið í sveitinni og njóta nærveru hvors annars. Þau hafa búið á Bessastöðum síðan 1995. Helga Eyrún, Mara Birna og Fríða Rós eru dætur þeirra hjóna. Mara Birna fékk úthlutað karlkyni við fæðingu en sagði foreldrum sínum í kringum átján ára aldur að hún væri í raun kona. Helltist yfir hana vanlíðan „Við sáum bara að barninu leið bara ekki vel,“ segir Guðný. „Hún var ofboðslega skemmtilegur krakki og rosalega uppátækjasöm,“ segir Jóhann. „Svo kemur unglingsaldurinn og þá bara lokast hún inni,“ bætir Guðný við. „Það bara helltist svoleiðis yfir hana einhver vanlíðan,“ segir Jóhann. Guðný segir að hún hafi áttað sig á því um kringum átján ára aldurinn að Mara Birna væri trans. „Hún tæklaði þetta bara vel. Kemur til okkar um kvöldmatarleytið og lætur okkur vita. Maður var bara fegin að vita hvað þetta væri. Þetta er ekki stórmál. Við viljum bara að fólki líði vel alveg sama hvernig það er og hún er að blómstra núna,“ segir Guðný. „Það gekk ekki hvað henni leið illa og við skynjuðum það vel og hvað það var mikið svartnætti yfir öllu. Það varð eitthvað að gerast, þetta gat aldrei gengið svona,“ segir Jóhann en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Hjónin á Bessastöðum
Málefni trans fólks Sveitarómantík Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira